„Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Árni Sæberg skrifar 25. mars 2025 16:29 Hildur Sverrisdóttir er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir mikið í húfi hvað sjávarútveginn varðar og því sé mikilvægt að vanda til verka þegar kemur að lagabreytingum sem honum tengjast. Íslenskur sjávarútvegur sé burðarás í atvinnulífinu um allt land. Hildur Sverrisdóttir ræddi blaðamannafund þeirra Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, í dag, þar sem fyrirhugaðar breytingar á útreikningi veiðigjalds voru kynntar, í þinginu í dag. Á fundinum kom meðal annars fram að innheimt veiðigjöld geti hækkað að meðaltali um allt að hundrað prósent eftir breytingarnar. Raunar segir í drögum að frumvarpi um breytingar á lögum um veiðigjald að veiðigjald á makríl gæti hækkað um 438 prósent. Mikilvægt að staldra við „Rétt er að staldra aðeins við hvað þar kom fram,“ sagði Hildur um fund ráðherranna. „Ég fullyrði að óumdeilt sé að framúrskarandi lífskjör íslensku þjóðarinnar byggi á samkeppnishæfni útflutningsstoða okkar. Undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar, ferðaþjónustu, hugviti, framleiðslu á áli og sjávarútvegi.“ Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sé skýrt kveðið á um að stefna skuli að aukinni verðmætasköpun í íslensku hagkerfi. Það ætti því að vera ríkisstjórninni kappsmál að styðja við samkeppnishæfni þessara undirstöðuatvinnugreina sem og annarra, fjölga störfum og þannig styðja við hagvöxt og lífskjör. Ríkisstjórnin ætli að gera meira en ætti að gera minna „Stundum þýðir það einfaldlega að ríkið þurfi að gera minna. Ríkisstjórnin ætlar hins vegar að gera meira, að minnsta kosti hvað snertir bæði ferðaþjónustu og sjávarútveg,“ segir Hildur. Mikilvægt sé að almenn sátt ríki um starfsemi atvinnugreina hér á landi, hvað sem þær heita. Reglur séu vissulega mannanna verk og ekki skrifaðar í stein. Það sé sjálfsagt að skoða hvort tilefni sé til að breyta þeim. „Samhliða er mikilvægt að hafa í huga að íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu um land allt. Á undanförnum áratugum hefur verið gripið til ýmissa aðgerða til að gera íslenskan sjávarútveg sjálfbæran og arðbæran, þannig að óvíða í heiminum er sjávarútvegurinn rekinn á eins hagkvæman hátt. Þessi eftirsóknarverða staða varð ekki til úr engu heldur byggir hún á rannsóknum og ákvörðunum út frá þeim. Þær breytingar á kerfinu sem til umræðu eru verða að skoðast með þetta til hliðsjónar. Frú forseti. Hér er mikið í húfi og mikilvægt að vanda til verka.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Hildur Sverrisdóttir ræddi blaðamannafund þeirra Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, í dag, þar sem fyrirhugaðar breytingar á útreikningi veiðigjalds voru kynntar, í þinginu í dag. Á fundinum kom meðal annars fram að innheimt veiðigjöld geti hækkað að meðaltali um allt að hundrað prósent eftir breytingarnar. Raunar segir í drögum að frumvarpi um breytingar á lögum um veiðigjald að veiðigjald á makríl gæti hækkað um 438 prósent. Mikilvægt að staldra við „Rétt er að staldra aðeins við hvað þar kom fram,“ sagði Hildur um fund ráðherranna. „Ég fullyrði að óumdeilt sé að framúrskarandi lífskjör íslensku þjóðarinnar byggi á samkeppnishæfni útflutningsstoða okkar. Undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar, ferðaþjónustu, hugviti, framleiðslu á áli og sjávarútvegi.“ Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sé skýrt kveðið á um að stefna skuli að aukinni verðmætasköpun í íslensku hagkerfi. Það ætti því að vera ríkisstjórninni kappsmál að styðja við samkeppnishæfni þessara undirstöðuatvinnugreina sem og annarra, fjölga störfum og þannig styðja við hagvöxt og lífskjör. Ríkisstjórnin ætli að gera meira en ætti að gera minna „Stundum þýðir það einfaldlega að ríkið þurfi að gera minna. Ríkisstjórnin ætlar hins vegar að gera meira, að minnsta kosti hvað snertir bæði ferðaþjónustu og sjávarútveg,“ segir Hildur. Mikilvægt sé að almenn sátt ríki um starfsemi atvinnugreina hér á landi, hvað sem þær heita. Reglur séu vissulega mannanna verk og ekki skrifaðar í stein. Það sé sjálfsagt að skoða hvort tilefni sé til að breyta þeim. „Samhliða er mikilvægt að hafa í huga að íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu um land allt. Á undanförnum áratugum hefur verið gripið til ýmissa aðgerða til að gera íslenskan sjávarútveg sjálfbæran og arðbæran, þannig að óvíða í heiminum er sjávarútvegurinn rekinn á eins hagkvæman hátt. Þessi eftirsóknarverða staða varð ekki til úr engu heldur byggir hún á rannsóknum og ákvörðunum út frá þeim. Þær breytingar á kerfinu sem til umræðu eru verða að skoðast með þetta til hliðsjónar. Frú forseti. Hér er mikið í húfi og mikilvægt að vanda til verka.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira