Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson skrifar 26. mars 2025 12:31 Er loksins komið að því að þjóðin fái í sinn hlut það sem henni ber af raunverulegu aflaverðmæti fyrir afnot af fiskimiðunum? Við erum öll minnug þess að ríkisstjórnin sem fór frá sá ekki á sjö ára ferli sínum ástæðu til að krefja útgerðina um raunverulegt afnotagjald af fiskimiðunum. Þess í stað lagði hún á málamyndagjald sem gerði útgerðarfyrirtækjunum kleift að eyða umframfjármunum sínum í kaup á majónesverksmiðju, hjúkrunarþjónustu, skipafélagi, skyndibitastöðum, fjölmiðlum, smásöluverslun og lúxusíbúðum svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Allt eru þetta fjármunir sem hefðu getað gengið upp í þá „innviðaskuld“ í heilbrigðis-, samgöngu- og menntamálum sem fyrri ríkisstjórn skilur eftir sig. Skýr skilaboð Í stefnuskrám flokkanna þriggja sem nú sitja í ríkisstjórn er því lýst með afdráttarlausum hætti að sjávarútveginum beri að greiða hærra gjald fyrir nýtingu á sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Hjá Viðreisn er það orðað svo að innheimt verði „fullt gjald og nýtingarleyfi til afmarkaðs tíma. Gjaldið taki mið af því verði sem útgerðir leigja veiðileyfi sín á milli.“ Flokkur fólksins orðar það svo að „Sjávarútvegsfyrirtæki greiði fullt verð fyrir aðgang að auðlindunum með hærra gjaldi.“ Samfylkingin vill að „nýtingarréttur á náttúruauðlindum sé tímabundinn og úthlutað gegn fullu gjaldi. Tryggja þarf almenningi réttmæta hlutdeild í þeim umfram arði sem tilkominn er vegna auðlindarentu af eigum þjóðarinnar og koma um leið í veg fyrir að einstakir aðilar hagnist óeðlilega á því að taka megnið af auðlinda rentunnafdrái til sín. ....hagsmunir þjóðarinnar og almennings verði í forgrunni og að fullt gjald verði innheimt fyrir fiskveiðiauðlindina. Einfaldasta leiðin að því marki felst í árlegri innköllun hóflegs hluta aflaheimilda og útboði nýtingarleyfa til takmarkaðs tíma.“ Þetta eru afar skýr skilaboð núverandi ríkisstjórnarflokka til kjósenda í aðdraganda kosninganna. Aðilar sem bjóðast til að borga margfalt veiðigjald Útgerð á þorskveiðum sem telur sig ekki hafa nægan kvóta þarf að taka á leigu viðbótarkvóta. Hún þarf að finna aðra útgerð sem er aflögufær og greiða henni leigu fyrir hvert kg af þorski. Útgerðin sem hefur umráðarétt viðbótarkvótans greiðir 29 kr. til ríkisins fyrir umráðaréttinn sem hún svo leigir út fyrir 480 kr. ·Veiðigjald greitt í ríkissjóð: 29 kr. fyrir hvert kg af þorski ·Nýjasta verð á leigumarkaði: 480 kr. „ „ „ ·Landssamband smábátaeigenda býðst til að borga: 100 kr. „ „ „ ·Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda bjóðast til að borga: 150 kr. „ „ „ Í landinu eru a.m.k. tvenn samtök sem hafa boðist til að borga í ríkissjóð margfalt það veiðigjald sem nú er innheimt af útgerðinni. Landssamband smábátaeigenda og Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda hafa boðist til að borga 100 og 150 kr. fyrir hvert kg af þorski ef þeim yrði úthlutuð 10 þús. tonnum. Í ljósi þess ætti að vera einfalt að efna til útboðs á hluta aflaheimildanna og hefja þar með þá vegferð að þjóðin fái smám saman fullt verð fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. Ætla má að raunvirði aflaheimildar fyrir 1 kg af þorski liggi milli 150 kr., sem boðið hefur verið í aflaheimildirnar, og þeirra 480 kr. sem greitt er í leigu. Auðveldasta leiðin til að finna út „rétt“ verð væri árlegt útboð á t.d. 5-10% aflaheimildanna á meðan 90-95% þeirra sætu alltaf eftir hjá þeim sem nú hafa þær á leigu frá þjóðinni. Höfundur er hagfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Er loksins komið að því að þjóðin fái í sinn hlut það sem henni ber af raunverulegu aflaverðmæti fyrir afnot af fiskimiðunum? Við erum öll minnug þess að ríkisstjórnin sem fór frá sá ekki á sjö ára ferli sínum ástæðu til að krefja útgerðina um raunverulegt afnotagjald af fiskimiðunum. Þess í stað lagði hún á málamyndagjald sem gerði útgerðarfyrirtækjunum kleift að eyða umframfjármunum sínum í kaup á majónesverksmiðju, hjúkrunarþjónustu, skipafélagi, skyndibitastöðum, fjölmiðlum, smásöluverslun og lúxusíbúðum svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Allt eru þetta fjármunir sem hefðu getað gengið upp í þá „innviðaskuld“ í heilbrigðis-, samgöngu- og menntamálum sem fyrri ríkisstjórn skilur eftir sig. Skýr skilaboð Í stefnuskrám flokkanna þriggja sem nú sitja í ríkisstjórn er því lýst með afdráttarlausum hætti að sjávarútveginum beri að greiða hærra gjald fyrir nýtingu á sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Hjá Viðreisn er það orðað svo að innheimt verði „fullt gjald og nýtingarleyfi til afmarkaðs tíma. Gjaldið taki mið af því verði sem útgerðir leigja veiðileyfi sín á milli.“ Flokkur fólksins orðar það svo að „Sjávarútvegsfyrirtæki greiði fullt verð fyrir aðgang að auðlindunum með hærra gjaldi.“ Samfylkingin vill að „nýtingarréttur á náttúruauðlindum sé tímabundinn og úthlutað gegn fullu gjaldi. Tryggja þarf almenningi réttmæta hlutdeild í þeim umfram arði sem tilkominn er vegna auðlindarentu af eigum þjóðarinnar og koma um leið í veg fyrir að einstakir aðilar hagnist óeðlilega á því að taka megnið af auðlinda rentunnafdrái til sín. ....hagsmunir þjóðarinnar og almennings verði í forgrunni og að fullt gjald verði innheimt fyrir fiskveiðiauðlindina. Einfaldasta leiðin að því marki felst í árlegri innköllun hóflegs hluta aflaheimilda og útboði nýtingarleyfa til takmarkaðs tíma.“ Þetta eru afar skýr skilaboð núverandi ríkisstjórnarflokka til kjósenda í aðdraganda kosninganna. Aðilar sem bjóðast til að borga margfalt veiðigjald Útgerð á þorskveiðum sem telur sig ekki hafa nægan kvóta þarf að taka á leigu viðbótarkvóta. Hún þarf að finna aðra útgerð sem er aflögufær og greiða henni leigu fyrir hvert kg af þorski. Útgerðin sem hefur umráðarétt viðbótarkvótans greiðir 29 kr. til ríkisins fyrir umráðaréttinn sem hún svo leigir út fyrir 480 kr. ·Veiðigjald greitt í ríkissjóð: 29 kr. fyrir hvert kg af þorski ·Nýjasta verð á leigumarkaði: 480 kr. „ „ „ ·Landssamband smábátaeigenda býðst til að borga: 100 kr. „ „ „ ·Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda bjóðast til að borga: 150 kr. „ „ „ Í landinu eru a.m.k. tvenn samtök sem hafa boðist til að borga í ríkissjóð margfalt það veiðigjald sem nú er innheimt af útgerðinni. Landssamband smábátaeigenda og Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda hafa boðist til að borga 100 og 150 kr. fyrir hvert kg af þorski ef þeim yrði úthlutuð 10 þús. tonnum. Í ljósi þess ætti að vera einfalt að efna til útboðs á hluta aflaheimildanna og hefja þar með þá vegferð að þjóðin fái smám saman fullt verð fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. Ætla má að raunvirði aflaheimildar fyrir 1 kg af þorski liggi milli 150 kr., sem boðið hefur verið í aflaheimildirnar, og þeirra 480 kr. sem greitt er í leigu. Auðveldasta leiðin til að finna út „rétt“ verð væri árlegt útboð á t.d. 5-10% aflaheimildanna á meðan 90-95% þeirra sætu alltaf eftir hjá þeim sem nú hafa þær á leigu frá þjóðinni. Höfundur er hagfræðingur
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun