Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. mars 2025 18:09 Frá trjáfellingum fyrr í þessum mánuði. Vísir/Vilhelm Starfsfólk Reykjavíkurborgar og verktakar hafa nú lokið við að fella þau 1.600 tré í Öskjuhlíð sem Samgöngustofa gerði kröfu um, svo aflétta mætti takmörkunum á annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Yfirmaður skrifstofu borgarlandsins segir fjölmörg tækifæri til að skapa skemmtilegt svæði þar sem trén stóðu áður. „Þannig hafa öll þau tré sem samkvæmt mælingum sem Isavia lét gera skaga upp í svokallaðan VSS hindranaflöt verið felld, eða um það bil 1600 tré. Heildarverkinu er þó ekki lokið en einnig þarf að fjarlægja boli og greinar úr skóginum,“ segir í tilkynningu frá borginni. Allt gengið vonum framar Í samtali við fréttastofu segir Hjalti J. Guðmundsson, skrifstofustjóri borgarlands hjá Reykjavíkurborg, að allt hafi gengið að óskum. „Þetta hefur gengið rosalega vel. Enda erum við með rosalega flott fólk sem stýrir þessu og er að gera þetta. Við erum heppin þar og þetta hefur gengið vonum framar, eigum við ekki bara að orða það þannig?“ segir Hjalti. Hjalti J. Guðmundsson er yfir borgarlandinu.Vísir/Einar Um nokkuð flókna aðgerð hafi verið að ræða, og ekki nóg að vaða bara inn í skóginn með sagir og byrja. Trjáfellingin hafi krafist skipulags og undirbúnings. „Þú þarft að vita hvað þú ert að gera. Við höfum gætt fyllsta öryggis. Bæði varðandi fólkið sem er að vinna að þessu, og gagnvart vegfarendum. Við höfum tryggt umhverfið eins og kostur er og vorum með sérstakt fólk í því að gæta öryggi vegfarenda og brýna fyrir þeim sem unnu verkið að hafa öryggismálin á hreinu. Það tókst gríðarvel.“ Spennandi möguleikar Í tilkynningu borgarinnar segir einnig að nú sé hafið ferli við að endurhanna svæðið, svo tryggja megi gæði þess sem eins vinsælasta útivistarskógar borgarinnar. Hjalti segir ekkert fast í hendi um hvað verði á svæðinu þar sem trén stóðu áður. „Nú er bara landslagsarkitekt að skoða það og móta tillögur. Þarna eru fjöldamörg tækifæri í að skapa skemmtilegt útivistarsvæði,“ segir hann. „Það er alltaf þannig að alls konar svona hlutir, ef maður lítur þannig á málin, skapa ný tækifæri.“ Engar frekari kröfur borist Hjalti segist eiga von á því að nú sé trjáfellingum lokið. Í það minnsta hafi ekki komið kröfur um að fleiri tré verði felld. „En það er bara Samgöngustofu, Isavi, og hvað þessir ágætu aðilar heita, að gera einhverjar kröfur um það.“ Verkefninu sé því lokið og ekki annað að gera en að bíða og sjá hvað framtíðin beri í skauti sér varðandi önnur tré og svæðið sem undir er. „Ég vil bara koma á framfæri þakklæti til þessa frábæra starfsfólks sem skipulagði og vann verkið, á vegum borgar og verktaka.“ Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Umhverfismál Skipulag Tré Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Sjá meira
„Þannig hafa öll þau tré sem samkvæmt mælingum sem Isavia lét gera skaga upp í svokallaðan VSS hindranaflöt verið felld, eða um það bil 1600 tré. Heildarverkinu er þó ekki lokið en einnig þarf að fjarlægja boli og greinar úr skóginum,“ segir í tilkynningu frá borginni. Allt gengið vonum framar Í samtali við fréttastofu segir Hjalti J. Guðmundsson, skrifstofustjóri borgarlands hjá Reykjavíkurborg, að allt hafi gengið að óskum. „Þetta hefur gengið rosalega vel. Enda erum við með rosalega flott fólk sem stýrir þessu og er að gera þetta. Við erum heppin þar og þetta hefur gengið vonum framar, eigum við ekki bara að orða það þannig?“ segir Hjalti. Hjalti J. Guðmundsson er yfir borgarlandinu.Vísir/Einar Um nokkuð flókna aðgerð hafi verið að ræða, og ekki nóg að vaða bara inn í skóginn með sagir og byrja. Trjáfellingin hafi krafist skipulags og undirbúnings. „Þú þarft að vita hvað þú ert að gera. Við höfum gætt fyllsta öryggis. Bæði varðandi fólkið sem er að vinna að þessu, og gagnvart vegfarendum. Við höfum tryggt umhverfið eins og kostur er og vorum með sérstakt fólk í því að gæta öryggi vegfarenda og brýna fyrir þeim sem unnu verkið að hafa öryggismálin á hreinu. Það tókst gríðarvel.“ Spennandi möguleikar Í tilkynningu borgarinnar segir einnig að nú sé hafið ferli við að endurhanna svæðið, svo tryggja megi gæði þess sem eins vinsælasta útivistarskógar borgarinnar. Hjalti segir ekkert fast í hendi um hvað verði á svæðinu þar sem trén stóðu áður. „Nú er bara landslagsarkitekt að skoða það og móta tillögur. Þarna eru fjöldamörg tækifæri í að skapa skemmtilegt útivistarsvæði,“ segir hann. „Það er alltaf þannig að alls konar svona hlutir, ef maður lítur þannig á málin, skapa ný tækifæri.“ Engar frekari kröfur borist Hjalti segist eiga von á því að nú sé trjáfellingum lokið. Í það minnsta hafi ekki komið kröfur um að fleiri tré verði felld. „En það er bara Samgöngustofu, Isavi, og hvað þessir ágætu aðilar heita, að gera einhverjar kröfur um það.“ Verkefninu sé því lokið og ekki annað að gera en að bíða og sjá hvað framtíðin beri í skauti sér varðandi önnur tré og svæðið sem undir er. „Ég vil bara koma á framfæri þakklæti til þessa frábæra starfsfólks sem skipulagði og vann verkið, á vegum borgar og verktaka.“
Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Umhverfismál Skipulag Tré Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Sjá meira