Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Lovísa Arnardóttir skrifar 27. mars 2025 09:08 Ljóst verður í dag hvort Magnús Karl eða Silja Bára verði næsti rektor Háskóla Íslands. Háskóli Íslands Seinni umferð rektorskjörs í Háskóla Íslands stendur nú yfir en kosið er á milli Magnúsar Karls Magnússonar, prófessors við Læknadeild, og Silju Báru R. Ómarsdóttur, prófessors við Stjórnmálafræðideild. Kjörfundi lýkur klukkan 17 í dag. Í tilkynningu frá Háskóla Íslands kemur fram að stefnt sé að því að tilkynna um úrslit kjörsins í Hátíðasal Aðalbyggingar Háskóla Íslands á milli klukkan 18 og 18.30. Fyrri atkvæðagreiðslu í rektorskjöri lauk í síðustu viku með þeirri niðurstöðu að enginn frambjóðandi fékk meirihluta greiddra atkvæða. Þess vegna er nú kosið aftur um tvo efstu, þau Magnús Karl og Silju Báru. Atkvæði starfsfólk vega meira en atkvæði nemenda Á kjörskrá eru 14.557 einstaklingar, 1.752 starfsmenn og 12.805 nemendur. Atkvæði starfsfólks vega 70 prósent í kjörinu og atkvæði nemenda 30 prósent. Öll sem skipuð eru eða ráðin í starf við háskólann og stofnanir hans í samræmi við gildan ráðningarsamning hafa atkvæðisrétt. Starfsfólk í 75 prósent starfshlutfalli eða hærra hefur heilt atkvæði, starfsfólk í 37 til 74 prósent starfshlutfalli hefur hálft atkvæði og síðast hefur starfsfólk í lægra hlutfalli en 37 prósent ekki atkvæðisrétt. Allir nemendur, sem skrásettir eru í Háskóla Íslands við upphaf kjörfundar, hafa atkvæðisrétt. Skipaður til fimm ára Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, skipar háskólarektor til fimm ára samkvæmt tilnefningu háskólaráðs að loknum kosningunum. Nýr rektor Háskóla Íslands tekur við embætti 1. júlí næstkomandi og er skipunartíminn til 30. júní 2030. Kjörstjórn vegna rektorskjörs er skipuð af háskólaráði. Hún annast framkvæmd kosningarinnar fyrir hönd háskólaráðs. Formaður nefndarinnar er Víðir Smári Petersen, prófessor við Lagadeild. Allar nánari upplýsingar um fyrirkomulag kjörsins eru á vef Háskóla Íslands. Háskólar Rektorskjör við Háskóla Íslands Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira
Í tilkynningu frá Háskóla Íslands kemur fram að stefnt sé að því að tilkynna um úrslit kjörsins í Hátíðasal Aðalbyggingar Háskóla Íslands á milli klukkan 18 og 18.30. Fyrri atkvæðagreiðslu í rektorskjöri lauk í síðustu viku með þeirri niðurstöðu að enginn frambjóðandi fékk meirihluta greiddra atkvæða. Þess vegna er nú kosið aftur um tvo efstu, þau Magnús Karl og Silju Báru. Atkvæði starfsfólk vega meira en atkvæði nemenda Á kjörskrá eru 14.557 einstaklingar, 1.752 starfsmenn og 12.805 nemendur. Atkvæði starfsfólks vega 70 prósent í kjörinu og atkvæði nemenda 30 prósent. Öll sem skipuð eru eða ráðin í starf við háskólann og stofnanir hans í samræmi við gildan ráðningarsamning hafa atkvæðisrétt. Starfsfólk í 75 prósent starfshlutfalli eða hærra hefur heilt atkvæði, starfsfólk í 37 til 74 prósent starfshlutfalli hefur hálft atkvæði og síðast hefur starfsfólk í lægra hlutfalli en 37 prósent ekki atkvæðisrétt. Allir nemendur, sem skrásettir eru í Háskóla Íslands við upphaf kjörfundar, hafa atkvæðisrétt. Skipaður til fimm ára Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, skipar háskólarektor til fimm ára samkvæmt tilnefningu háskólaráðs að loknum kosningunum. Nýr rektor Háskóla Íslands tekur við embætti 1. júlí næstkomandi og er skipunartíminn til 30. júní 2030. Kjörstjórn vegna rektorskjörs er skipuð af háskólaráði. Hún annast framkvæmd kosningarinnar fyrir hönd háskólaráðs. Formaður nefndarinnar er Víðir Smári Petersen, prófessor við Lagadeild. Allar nánari upplýsingar um fyrirkomulag kjörsins eru á vef Háskóla Íslands.
Háskólar Rektorskjör við Háskóla Íslands Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira