Í tilefni dagsins birti Pattra skemmtilega myndafærslu af þeim í gegnum árin, þar sem hún skrifaði: „16 ára kærustupar.“
Pattra og Theódór Elmar, eða Emmi eins og hann er kallaður, giftu sig við fallega athöfn þann 20. desember 2012. Hjónin bjuggu saman um árabil erlendis þar sem hann var í atvinnumennsku í fótbolta.
Theodór Elmar lagði skóna á hilluna í október á síðasta ári eftir farsælan fótboltaferil. Hann hóf ferilinn hjá KR en hélt ungur til Celtic ásamt Kjartani Henry Finnbogasyni árið 2004. Á ferlinum spilaði hann fyrir félög í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Tyrklandi og Grikklandi áður en hann kom heim sumarið 2021 og hóf að spila með KR. Theódór Elmar á 41 landsleik fyrir Íslands hönd og var meðal leikmanna á fyrsta stórmóti karlalandsliðsins, á EM 2016, þar sem Ísland komst í 8-liða úrslit. Hann lagði upp frægt sigurmark Arnórs Ingva Traustasonar í leik Íslands við Austurríki í riðlakeppninni á því móti.
Saman eiga þau tvö börn, Atlas Aron sem er átta ára og Aurora Thea sem er þriggja ára.