Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 28. mars 2025 08:30 Hægriflokkurinn í Noregi hefur haft þá stefnu áratugum saman að Norðmenn ættu að ganga í Evrópusambandið. Þetta er alþekkt á meðal þeirra sem fylgst hafa að einhverju marki með norskum stjórnmálum í gegnum tíðina. Fyrir vikið var nokkuð sérstakt að Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, skyldi lýsa því yfir á Alþingi í vikunni að áherzla flokksins á inngöngu í sambandið fæli í sér stefnubreytingu af hans hálfu. Sú er enda engan veginn raunin. Mjög langur vegur er enda frá því að Norðmenn séu á leið í Evrópusambandið. Niðurstöður allra skoðanakannana sem birtar hafa verið í Noregi frá því á fyrri hluta ársins 2005, eða bráðum undanfarna tvo áratugi, hafa sýnt afgerandi fleiri andvíga inngöngu í sambandið en hlynnta. Meira að segja meirihluti kjósenda Hægriflokksins hafa verið andvígir því að ganga þar inn samkvæmt könnunum. Þá er meirihluti norska Stórþingsins andvígur inngöngu. Til að mynda ríkisstjórn þarf Hægriflokkurinn að vinna með flokkum sem taka ekki inngöngu í Evrópusambandið í mál. Meira að segja Heidi Nordby Lunde, leiðtoga norsku Evrópuhreyfingarinnar og þingmaður flokksins, hefur sagt í fjölmiðlum að hún teldi ekki að Norðmenn myndu kjósa um inngöngu í sambandið á næsta kjörtímabili eins og Grímur hélt fram. En líklega veit hann þá eitthvað meira um það en sjálfur formaður norskra Evrópusambandssinna. Hérlendir Evrópusambandssinnar hafa árum saman haldið því fram að Norðmenn væru á leiðinni í Evrópusambandið. Gjarnan á hraðleið þangað. Fyrir vikið yrðum við Íslendingar að hafa hraðan á til þess að verða fyrri til. Norskir Evrópusambandssinnar hafa á sama tíma tjáð Norðmönnum að við Íslendingar værum á leið í sambandið og því yrðu þeir að drífa sig til þess að verða á undan okkur. Hvorugt hefur hins vegar verið eða er sannleikanum samkvæmt. Kæmi annars svo ólíklega til þess að Norðmenn gengju í Evrópusambandið yrði EES-samningnum ekki ósennilega skipt út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning eins og við gerðum í tilfelli Bretlands, annars stærsta viðskiptalands okkar á eftir Bandaríkjunum, án þess að nokkuð færi á hliðina. Samning sem ólíkt EES-samningnum fæli ekki í sér einhliða upptöku á íþyngjandi regluverki frá sambandinu og vaxandi framsal valds yfir okkar málum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Hægriflokkurinn í Noregi hefur haft þá stefnu áratugum saman að Norðmenn ættu að ganga í Evrópusambandið. Þetta er alþekkt á meðal þeirra sem fylgst hafa að einhverju marki með norskum stjórnmálum í gegnum tíðina. Fyrir vikið var nokkuð sérstakt að Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, skyldi lýsa því yfir á Alþingi í vikunni að áherzla flokksins á inngöngu í sambandið fæli í sér stefnubreytingu af hans hálfu. Sú er enda engan veginn raunin. Mjög langur vegur er enda frá því að Norðmenn séu á leið í Evrópusambandið. Niðurstöður allra skoðanakannana sem birtar hafa verið í Noregi frá því á fyrri hluta ársins 2005, eða bráðum undanfarna tvo áratugi, hafa sýnt afgerandi fleiri andvíga inngöngu í sambandið en hlynnta. Meira að segja meirihluti kjósenda Hægriflokksins hafa verið andvígir því að ganga þar inn samkvæmt könnunum. Þá er meirihluti norska Stórþingsins andvígur inngöngu. Til að mynda ríkisstjórn þarf Hægriflokkurinn að vinna með flokkum sem taka ekki inngöngu í Evrópusambandið í mál. Meira að segja Heidi Nordby Lunde, leiðtoga norsku Evrópuhreyfingarinnar og þingmaður flokksins, hefur sagt í fjölmiðlum að hún teldi ekki að Norðmenn myndu kjósa um inngöngu í sambandið á næsta kjörtímabili eins og Grímur hélt fram. En líklega veit hann þá eitthvað meira um það en sjálfur formaður norskra Evrópusambandssinna. Hérlendir Evrópusambandssinnar hafa árum saman haldið því fram að Norðmenn væru á leiðinni í Evrópusambandið. Gjarnan á hraðleið þangað. Fyrir vikið yrðum við Íslendingar að hafa hraðan á til þess að verða fyrri til. Norskir Evrópusambandssinnar hafa á sama tíma tjáð Norðmönnum að við Íslendingar værum á leið í sambandið og því yrðu þeir að drífa sig til þess að verða á undan okkur. Hvorugt hefur hins vegar verið eða er sannleikanum samkvæmt. Kæmi annars svo ólíklega til þess að Norðmenn gengju í Evrópusambandið yrði EES-samningnum ekki ósennilega skipt út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning eins og við gerðum í tilfelli Bretlands, annars stærsta viðskiptalands okkar á eftir Bandaríkjunum, án þess að nokkuð færi á hliðina. Samning sem ólíkt EES-samningnum fæli ekki í sér einhliða upptöku á íþyngjandi regluverki frá sambandinu og vaxandi framsal valds yfir okkar málum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar