Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2025 11:31 Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað í leikjunum við Frakkland og Sviss fyrir mánuði en er að glíma við hnémeiðsli. Getty/Alex Nicodim „Hún á við meiðsli að stríða og er bara ekki klár í þessa landsleiki,“ segir Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, um Glódísi Perlu Viggósdóttur sem missir af leikjunum mikilvægu við Noreg og Sviss í Þjóðadeildinni. Glódís sneri aftur í byrjunarlið Bayern München í gær gegn Leverkusen, spilaði 82 mínútur og virtist ekki kenna sér meins þegar henni var skipt af velli. Hún hefur hins vegar verið að glíma við hnémeiðsli í nokkurn tíma og þau hafa haldið henni frá keppni með Bayern að undanförnu. Því hefur ríkt óvissa um hvort hún næði að spila leikina mikilvægu sem fram undan eru með landsliðinu, næsta föstudag og svo 8. apríl, en nú er ljóst að hún verður ekki með og missir því í fyrsta sinn á sínum ferli af landsleikjum vegna meiðsla. Ekki þarf að fjölyrða um það hvílíkt áfall það er fyrir Ísland að missa fyrirliðann, besta leikmanninn og íþróttamann ársins út en landsliðsþjálfarinn segir að horfa verði lengra fram í tímann. Um þrír mánuðir eru í að lokakeppni EM hefjist í Sviss. Horfir lengra fram í tímann með Glódísi „Hún verður einhvern tíma að jafna sig eftir gærdaginn,“ segir Þorsteinn við Vísi og bætir við: „Mér fannst það ekki þess virði að taka hana inn í landsleikina og taka einhvern séns á að hún myndi verða ennþá verri. Við þurfum að horfa lengra fram í tímann, þannig að hún verði leikfær fyrir okkur seinna meir. Og við vitum ekki hvort hún hefði hvort sem er getað spilað. Það er alveg óvíst. Miðað við síðasta leik sem hún spilaði þá tók hana rúmar tvær vikur að jafna sig.“ Þorsteinn Halldórsson þarf að reiða sig á aðra leikmenn en Glódísi í komandi leikjum. Hann kallaði á Elísu Viðarsdóttur inn í landsliðshópinn í hennar stað.Getty/Alex Nicodim Leikir sem skipta sköpum í baráttu um veru í A-deild Ísland hóf keppni í Þjóðadeildinni á tveimur útileikjum og gerði þá markalaust jafntefli við Sviss en tapaði 3-2 gegn Frakklandi. Nú er komið að fyrstu heimaleikjunum en liðið mætir Noregi á föstudag klukkan 16:30 og svo Sviss þriðjudaginn 8. apríl, einnig klukkan 16:30. Báðir leikirnir fara fram á Þróttarvelli vegna framkvæmda sem standa yfir á Laugardalsvelli. Ísland, Frakkland, Noregur og Sviss eru saman í riðli í A-deild og kemst efsta liðið í úrslit keppninnar. Efstu tvö liðin eru örugg um að halda áfram í A-deild, neðsta liðið fellur en liðið í 3. sæti fer í umspil um að halda sér í A-deild. Að leika í A-deild á næstu leiktíð myndi hjálpa Íslandi mikið í baráttunni um að komast á HM 2027. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Sjá meira
Glódís sneri aftur í byrjunarlið Bayern München í gær gegn Leverkusen, spilaði 82 mínútur og virtist ekki kenna sér meins þegar henni var skipt af velli. Hún hefur hins vegar verið að glíma við hnémeiðsli í nokkurn tíma og þau hafa haldið henni frá keppni með Bayern að undanförnu. Því hefur ríkt óvissa um hvort hún næði að spila leikina mikilvægu sem fram undan eru með landsliðinu, næsta föstudag og svo 8. apríl, en nú er ljóst að hún verður ekki með og missir því í fyrsta sinn á sínum ferli af landsleikjum vegna meiðsla. Ekki þarf að fjölyrða um það hvílíkt áfall það er fyrir Ísland að missa fyrirliðann, besta leikmanninn og íþróttamann ársins út en landsliðsþjálfarinn segir að horfa verði lengra fram í tímann. Um þrír mánuðir eru í að lokakeppni EM hefjist í Sviss. Horfir lengra fram í tímann með Glódísi „Hún verður einhvern tíma að jafna sig eftir gærdaginn,“ segir Þorsteinn við Vísi og bætir við: „Mér fannst það ekki þess virði að taka hana inn í landsleikina og taka einhvern séns á að hún myndi verða ennþá verri. Við þurfum að horfa lengra fram í tímann, þannig að hún verði leikfær fyrir okkur seinna meir. Og við vitum ekki hvort hún hefði hvort sem er getað spilað. Það er alveg óvíst. Miðað við síðasta leik sem hún spilaði þá tók hana rúmar tvær vikur að jafna sig.“ Þorsteinn Halldórsson þarf að reiða sig á aðra leikmenn en Glódísi í komandi leikjum. Hann kallaði á Elísu Viðarsdóttur inn í landsliðshópinn í hennar stað.Getty/Alex Nicodim Leikir sem skipta sköpum í baráttu um veru í A-deild Ísland hóf keppni í Þjóðadeildinni á tveimur útileikjum og gerði þá markalaust jafntefli við Sviss en tapaði 3-2 gegn Frakklandi. Nú er komið að fyrstu heimaleikjunum en liðið mætir Noregi á föstudag klukkan 16:30 og svo Sviss þriðjudaginn 8. apríl, einnig klukkan 16:30. Báðir leikirnir fara fram á Þróttarvelli vegna framkvæmda sem standa yfir á Laugardalsvelli. Ísland, Frakkland, Noregur og Sviss eru saman í riðli í A-deild og kemst efsta liðið í úrslit keppninnar. Efstu tvö liðin eru örugg um að halda áfram í A-deild, neðsta liðið fellur en liðið í 3. sæti fer í umspil um að halda sér í A-deild. Að leika í A-deild á næstu leiktíð myndi hjálpa Íslandi mikið í baráttunni um að komast á HM 2027.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Sjá meira