„Frábært að stela heimavellinum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. mars 2025 22:05 Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Vísir/Jón Gautur Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, gat leyft sér að brosa í leikslok eftir að hans konur tryggðu sér fimm stiga sigur í framlengdum leik gegn deildarmeisturum Hauka í fyrstu umferð átta liða úrslita Íslandsmóts kvenna í körfubolta í kvöld. „Í fljótu bragði fannst mér þetta spilast ágætlega fyrir okkur. Við vinnum þetta, en ég er eldri en tvívetra í þessu og ég veit að það að komast í 1-0 er ekki neitt,“ sagði Þorleifur í leikslok. „Það er frábært að stela heimavellinum, og við þurftum að gera það. Þetta var frábær karakter enn og aftur í mínum stelpum. Þær gáfust aldrei upp og héldu áfram. Það var smá panikk í fjórða leikhluta, en við náðum að róa þetta niður og setja fín skot.“ „En við þurfum að fara yfir mjög mikið því Haukarnir voru kannski ekki upp á sitt besta í dag. Þær voru ekki að setja skotin sín og þær munu ekki eiga annan svona leik. Við tökum sigrinum, en ég þarf að halda mínum stelpum á tánum og passa að þær fari ekki of hátt og við mætum klárar í leik númer tvö.“ Hann segir að nú sé mikilvægt fyrir liðið að halda ró sinni. „Við megum ekki panikka. Ég lagði upp með ákveðna hluti sem mér fannst við ekki gera vel. En ef við náum að taka meira frá þeim þá held ég að við náum meiri stjórn á leiknum.“ „Svo veit maður aldrei. Haukar eru með ógeðslega gott lið og það er erfitt að vinna þær. Ég er ógeðslega stoltur af liðinu mínu, en ég sé bara mikilvæga hlutinn í þessu sem er að við þurfum að halda okkur á tánum og vera tilbúnar í leik númer tvö.“ Þrátt fyrir gleði Grindvíkinga í leikslok lenti liðið í áfalli snemma leiks. Hulda Björk Ólafsdóttir, fyrirliði liðsins, meiddist að því er virtist illa í 1. leikhluta og var borin af velli. „Eina sem sjúkraþjálfarinn sagði var að hann hélt að þetta væri mjög slæmt. En það þarf ekkert endilega að vera. Ég held að hún sé bara komin upp á slysó og við bíðum frétta af henni. Vonandi fyrir hana þá er þetta ekki alvarlegt, en þetta leit alls ekki vel út.“ Bæði lið misstu leikmenn af velli í kvöld, en auk Huldu virtist Daisha Bradford leika á annarri löppinni í lokaleikhlutanum og framlengingunni. Þá misstu Haukar Diamond Battles meidda af velli og þær Þóra Kristín Jónsdóttir og Tinna Guðrún Alexandersdóttir voru komnar með fimm villur á lokamínútunum. „Það er náttúrlega það leiðinlegasta við íþróttir þegar leikmenn eru að detta út. Maður vill bara að öll liðin séu fullmönnum og allt á fullu. Að bæði liðin geti bara komið með það sem þau hafa fram að færa. En þetta er bara körfubolti, þetta eru íþróttir, fólk meiðist og ef Hulda er meidd þá þurfum við bara að taka á því. Ég vona svo innilega ekki því hún hefur verið að standa sig vel. Þetta sökkar bara feitt,“ sagði Þorleifur að lokum. Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Haukar Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Sjá meira
„Í fljótu bragði fannst mér þetta spilast ágætlega fyrir okkur. Við vinnum þetta, en ég er eldri en tvívetra í þessu og ég veit að það að komast í 1-0 er ekki neitt,“ sagði Þorleifur í leikslok. „Það er frábært að stela heimavellinum, og við þurftum að gera það. Þetta var frábær karakter enn og aftur í mínum stelpum. Þær gáfust aldrei upp og héldu áfram. Það var smá panikk í fjórða leikhluta, en við náðum að róa þetta niður og setja fín skot.“ „En við þurfum að fara yfir mjög mikið því Haukarnir voru kannski ekki upp á sitt besta í dag. Þær voru ekki að setja skotin sín og þær munu ekki eiga annan svona leik. Við tökum sigrinum, en ég þarf að halda mínum stelpum á tánum og passa að þær fari ekki of hátt og við mætum klárar í leik númer tvö.“ Hann segir að nú sé mikilvægt fyrir liðið að halda ró sinni. „Við megum ekki panikka. Ég lagði upp með ákveðna hluti sem mér fannst við ekki gera vel. En ef við náum að taka meira frá þeim þá held ég að við náum meiri stjórn á leiknum.“ „Svo veit maður aldrei. Haukar eru með ógeðslega gott lið og það er erfitt að vinna þær. Ég er ógeðslega stoltur af liðinu mínu, en ég sé bara mikilvæga hlutinn í þessu sem er að við þurfum að halda okkur á tánum og vera tilbúnar í leik númer tvö.“ Þrátt fyrir gleði Grindvíkinga í leikslok lenti liðið í áfalli snemma leiks. Hulda Björk Ólafsdóttir, fyrirliði liðsins, meiddist að því er virtist illa í 1. leikhluta og var borin af velli. „Eina sem sjúkraþjálfarinn sagði var að hann hélt að þetta væri mjög slæmt. En það þarf ekkert endilega að vera. Ég held að hún sé bara komin upp á slysó og við bíðum frétta af henni. Vonandi fyrir hana þá er þetta ekki alvarlegt, en þetta leit alls ekki vel út.“ Bæði lið misstu leikmenn af velli í kvöld, en auk Huldu virtist Daisha Bradford leika á annarri löppinni í lokaleikhlutanum og framlengingunni. Þá misstu Haukar Diamond Battles meidda af velli og þær Þóra Kristín Jónsdóttir og Tinna Guðrún Alexandersdóttir voru komnar með fimm villur á lokamínútunum. „Það er náttúrlega það leiðinlegasta við íþróttir þegar leikmenn eru að detta út. Maður vill bara að öll liðin séu fullmönnum og allt á fullu. Að bæði liðin geti bara komið með það sem þau hafa fram að færa. En þetta er bara körfubolti, þetta eru íþróttir, fólk meiðist og ef Hulda er meidd þá þurfum við bara að taka á því. Ég vona svo innilega ekki því hún hefur verið að standa sig vel. Þetta sökkar bara feitt,“ sagði Þorleifur að lokum.
Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Haukar Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Sjá meira