„Nú þarf okkar færasta fólk að fá svigrúm til að vinna sína vinnu og við styðjum þau best með því að fara að þeirra fyrirmælum,“ segir Þorbjörg.
Hún segir það ekki að ástæðulausu að skilaboð um rýmingu og að fólk haldi sig fjarri séu send út. Neyðarvarnastig sé í gildi og því beri að taka alvarlega.
Hún segir að staðan verði áfram vöktuð. Eldgosið sé bara rétt að hefjast.
„Það er auðvitað þannig með náttúruhamfarir að það er alltaf einhver óvissa. En sem stendur er staðan einfaldlega sú að við erum að fylgjast með og allir eru að gera það sem hægt er að gera til að tryggja öryggi fólks,“ segir Þorbjörg.
„Þetta snýst auðvitað allt um það. Að tryggja öryggi fólks.“