New Orleans er í fjórtánda og næstneðsta sæti Vesturdeildarinnar og á ekki lengur möguleika á að komast í úrslitakeppnina.
Því hefur verið ákveðið að Zion Williamson og CJ McCollum spili ekki meira með New Orleans í vetur. Williamson glímir við meiðsli í baki og á meðan McCollum er meiddur á fæti.
The New Orleans Pelicans announced today that CJ McCollum and Zion Williamson will miss the remainder of the 2024-25 season due to their respective injuries.
— New Orleans Pelicans (@PelicansNBA) March 31, 2025
McCollum, who was diagnosed with a right foot bone contusion after sustaining the injury on March 23 at Detroit, will… pic.twitter.com/t6YhOF4NTX
Williamson lék aðeins þrjátíu leiki í vetur. Í þeim var hann með 24,6 stig, 7,2 fráköst og 5,3 stoðsendingar að meðaltali. Miklar væntingar voru gerðar til Williamsons þegar hann kom inn í NBA 2019 en meiðsli og oft slæmt líkamlegt ásigkomulag hafa hins vegar sett strik í reikning hans.
Frá því New Orleans valdi Williamson með fyrsta valrétti í nýliðavalinu fyrir sex árum hefur hann aðeins spilað 214 leiki og missti meðal annars af öllu tímabilinu 2021-22.
McCollum spilaði 56 leiki í vetur og var með 21,1 stig og 4,1 stoðsendingu að meðaltali í þeim. Hann kom til New Orleans frá Portland Trail Blazers fyrir þremur árum.