Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Valur Páll Eiríksson skrifar 2. apríl 2025 10:32 Þjóðverjinn tekur gjarnan fram stóra bjórinn þegar vel gengur. Markvörðurinn Jonas Kersken sturtar hér ofan í liðsfélaga sinn Felix Hagmann. Friso Gentsch/picture alliance via Getty Images Bikarævintýri Arminia Bielefeld í þýska fótboltanum heldur áfram. Liðið sló bikarmeistara Bayer Leverkusen úr leik í gærkvöld og er á leið í bikarúrslit í fyrsta skipti í sögu félagsins. Bielefeld leikur í þriðju efstu deild í Þýskalandi og getur munað fífil sinn fegurri. Það var síðast í efstu deild tímabilið 2021-22 en féll tvö ár í röð og lenti þá í 14. sæti þriðju deildar á síðustu leiktíð. Félagið keppist við Dynamo Dresden, Energie Cottbus og Saarbrucken um að komast í næst efstu deild. Í bikarkeppninni hefur liðinu gengið hreint ótrúlega. Liðið vann óvæntan 2-1 heimasigur á Bayer Leverkusen í gærkvöld til að tryggja sæti sitt í bikarúrslitunum þýsku. Margur hélt að ævintýrið væri á enda þegar Jonathan Tah veitti Leverkusen forystuna eftir 17 mínútna leik en Marius Wörl jafnaði skömmu síðar. Maximilian Grosser kom Bielefeld þá yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks og með skipulögðum varnarleik vörðust heimamenn öllum árásum ríkjandi Þýskalands- og bikarmeistara. Leverkusen er fjórða úrvalsdeildarliðið sem Bielefeld slær úr keppni í ár. Stuðningsfólk Bielefeld gat sannarlega fagnað vel í gær.Christof Koepsel/Getty Images Bielefeld vann B-deildarlið Hannover 96 í fyrstu umferðinni í ágúst, þegar það vann 2-0 sigur. Síðan þá hefur liðið mætt engu nema úrvalsdeildarliðum. Union Berlin vannst 2-0 í annarri umferð, Freiburg 3-1 í 16-liða úrslitum, Werder Bremen 2-1 í 8-liða úrslitum og nú síðast Bayer Leverkusen í gærkvöld. Patrik Schick var niðurlútur líkt og aðrir leikmenn Leverkusen.Friso Gentsch/picture alliance via Getty Images Bielefeld hefur því ekki beint verið heppið með drátt, að dragast gegn úrvalsdeildarliði í hverri umferð utan þeirrar fyrstu, en það hefur þó komið liðinu vel að fá alla leikina í keppninni á heimavelli. Alm-völlurinn hefur sannarlega reynst liðinu sem vígi í vetur. Ljóst er að næsti leikur í keppninni verður ekki á heimavelli og áhugavert að sjá hvernig Bielefeld vegnar í bikarúrslitum á Ólympíuleikvanginum í Berlín. Andstæðingur liðsins verður annað hvort úrvalsdeildarliðanna Stuttgart eða RB Leipzig sem eigast við í undanúrslitum í kvöld. Mörkin úr sigri Bielefeld á Leverkusen í gær má sjá hér. Gleði, gleði!Christof Koepsel/Getty Images Þýski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Sjá meira
Bielefeld leikur í þriðju efstu deild í Þýskalandi og getur munað fífil sinn fegurri. Það var síðast í efstu deild tímabilið 2021-22 en féll tvö ár í röð og lenti þá í 14. sæti þriðju deildar á síðustu leiktíð. Félagið keppist við Dynamo Dresden, Energie Cottbus og Saarbrucken um að komast í næst efstu deild. Í bikarkeppninni hefur liðinu gengið hreint ótrúlega. Liðið vann óvæntan 2-1 heimasigur á Bayer Leverkusen í gærkvöld til að tryggja sæti sitt í bikarúrslitunum þýsku. Margur hélt að ævintýrið væri á enda þegar Jonathan Tah veitti Leverkusen forystuna eftir 17 mínútna leik en Marius Wörl jafnaði skömmu síðar. Maximilian Grosser kom Bielefeld þá yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks og með skipulögðum varnarleik vörðust heimamenn öllum árásum ríkjandi Þýskalands- og bikarmeistara. Leverkusen er fjórða úrvalsdeildarliðið sem Bielefeld slær úr keppni í ár. Stuðningsfólk Bielefeld gat sannarlega fagnað vel í gær.Christof Koepsel/Getty Images Bielefeld vann B-deildarlið Hannover 96 í fyrstu umferðinni í ágúst, þegar það vann 2-0 sigur. Síðan þá hefur liðið mætt engu nema úrvalsdeildarliðum. Union Berlin vannst 2-0 í annarri umferð, Freiburg 3-1 í 16-liða úrslitum, Werder Bremen 2-1 í 8-liða úrslitum og nú síðast Bayer Leverkusen í gærkvöld. Patrik Schick var niðurlútur líkt og aðrir leikmenn Leverkusen.Friso Gentsch/picture alliance via Getty Images Bielefeld hefur því ekki beint verið heppið með drátt, að dragast gegn úrvalsdeildarliði í hverri umferð utan þeirrar fyrstu, en það hefur þó komið liðinu vel að fá alla leikina í keppninni á heimavelli. Alm-völlurinn hefur sannarlega reynst liðinu sem vígi í vetur. Ljóst er að næsti leikur í keppninni verður ekki á heimavelli og áhugavert að sjá hvernig Bielefeld vegnar í bikarúrslitum á Ólympíuleikvanginum í Berlín. Andstæðingur liðsins verður annað hvort úrvalsdeildarliðanna Stuttgart eða RB Leipzig sem eigast við í undanúrslitum í kvöld. Mörkin úr sigri Bielefeld á Leverkusen í gær má sjá hér. Gleði, gleði!Christof Koepsel/Getty Images
Þýski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Sjá meira