„Auðvitað söknum við hennar“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. apríl 2025 15:15 Guðrún og Glódís hafa spilað fjölmarga landsleiki saman síðustu misseri. Charlotte Tattersall - UEFA/UEFA via Getty Images Guðrún Arnardóttir saknar Glódísar Perlu Viggósdóttur líkt og aðrir leikmenn Íslands. Henni gefst hins vegar tækifæri til að axla meiri ábyrgð í komandi landsleikjum, líkt og öðrum varnarmönnum íslenska liðsins. Ísland mætir Noregi og Sviss í Þjóðadeild kvenna í fótbolta á föstudag og þriðjudag á Valbjarnarvelli í Laugardal. Klippa: Guðrún búin að jafna sig og tilbúin að axla ábyrgð Guðrún kom hingað til lands í fyrradag og hefur æft með íslenska hópnum. Tímabilið er nýhafið hjá henni í Svíþjóð með Rosengård þar sem hún missti af bikarleik og spilaði lítið í fyrstu umferð deildarinnar. Hún glímdi við smávægileg meiðsli en hefur náð sér að fullu og er klár í komandi leiki. „Ég er bara orðin góð. Ég var með smá vesen aftan í læri. Ég missti af einum leik og gat spilað takmarkað í öðrum. En ég spilaði 90 mínútur síðustu helgi og er fit to fight,“ segir Guðrún. Noregur er andstæðingur Íslands á föstudaginn og Guðrúnu hlakkar til. „Þær eru með hörkulið, eru með aggressívt lið. Það eru líka ákveðin tækifæri í því hvernig þær spila, fyrir okkur. Ég er mjög spennt fyrir því að mæta þeim og að spila á Íslandi líka,“ segir Guðrún. Það sé alltaf gott að koma heim á klakann. „Það er ákveðin öðruvísi stemning. Það finnst öllum vænt um að vera hérna. Það er gaman að fá fjölskyldu og vini á leiki, og alla stuðningsmennina. Það er extra skemmtilegt,“ segir Guðrún. Aðrar axla ábyrgð í fjarveru Glódísar Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, verður ekki með í komandi leikjum. Hún hefur aldrei áður misst af landsleik vegna meiðsla og verið fasti í liðinu síðasta áratuginn. Guðrún segir söknuður vera af félaga sínum í varnarlínunni. „Við erum náttúrulega vanar að hafa hana bara alltaf. Það hefur ekki verið landsleikur eða landsliðsverkefni án hennar. Auðvitað söknum við hennar, hún er frábær leikmaður og frábær persóna líka – mikill leiðtogi. En það er bara tækifæri fyrir aðrar að stíga upp, axla ábyrgð og sýna sig,“ segir Guðrún. Ísland mætir komandi mótherjum einnig á EM í Sviss í sumar. Það hafi þó ekki mikil áhrif og leikmenn séu ekki farnir að huga að Evrópumótinu. „Við erum bara svolítið að einblína á það sem við erum að gera núna. Allur fókus er bara á leikinn á föstudaginn, maður nær ekkert að hugsa svona langt fram í tímann. Maður er svolítið í núinu,“ segir Guðrún. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira
Ísland mætir Noregi og Sviss í Þjóðadeild kvenna í fótbolta á föstudag og þriðjudag á Valbjarnarvelli í Laugardal. Klippa: Guðrún búin að jafna sig og tilbúin að axla ábyrgð Guðrún kom hingað til lands í fyrradag og hefur æft með íslenska hópnum. Tímabilið er nýhafið hjá henni í Svíþjóð með Rosengård þar sem hún missti af bikarleik og spilaði lítið í fyrstu umferð deildarinnar. Hún glímdi við smávægileg meiðsli en hefur náð sér að fullu og er klár í komandi leiki. „Ég er bara orðin góð. Ég var með smá vesen aftan í læri. Ég missti af einum leik og gat spilað takmarkað í öðrum. En ég spilaði 90 mínútur síðustu helgi og er fit to fight,“ segir Guðrún. Noregur er andstæðingur Íslands á föstudaginn og Guðrúnu hlakkar til. „Þær eru með hörkulið, eru með aggressívt lið. Það eru líka ákveðin tækifæri í því hvernig þær spila, fyrir okkur. Ég er mjög spennt fyrir því að mæta þeim og að spila á Íslandi líka,“ segir Guðrún. Það sé alltaf gott að koma heim á klakann. „Það er ákveðin öðruvísi stemning. Það finnst öllum vænt um að vera hérna. Það er gaman að fá fjölskyldu og vini á leiki, og alla stuðningsmennina. Það er extra skemmtilegt,“ segir Guðrún. Aðrar axla ábyrgð í fjarveru Glódísar Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, verður ekki með í komandi leikjum. Hún hefur aldrei áður misst af landsleik vegna meiðsla og verið fasti í liðinu síðasta áratuginn. Guðrún segir söknuður vera af félaga sínum í varnarlínunni. „Við erum náttúrulega vanar að hafa hana bara alltaf. Það hefur ekki verið landsleikur eða landsliðsverkefni án hennar. Auðvitað söknum við hennar, hún er frábær leikmaður og frábær persóna líka – mikill leiðtogi. En það er bara tækifæri fyrir aðrar að stíga upp, axla ábyrgð og sýna sig,“ segir Guðrún. Ísland mætir komandi mótherjum einnig á EM í Sviss í sumar. Það hafi þó ekki mikil áhrif og leikmenn séu ekki farnir að huga að Evrópumótinu. „Við erum bara svolítið að einblína á það sem við erum að gera núna. Allur fókus er bara á leikinn á föstudaginn, maður nær ekkert að hugsa svona langt fram í tímann. Maður er svolítið í núinu,“ segir Guðrún. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira