Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 2. apríl 2025 14:54 Katrín Tanja segir að hún hafi lært að elska á annan hátt eftir að hún fékk hundinn Theo inn í líf sitt. Katrín Tanja Davíðsdóttir, tvöfaldur heimsmeistari í Crossfit, og unnusti hennar, Brooks Laich fyrrverandi hokkíleikmaður, syrgja ferfætlinginn Theo sem lést skyndilega þann 4. mars síðastliðinn. Katrín Tanja greinir frá tíðindunum í færslu á Instagram. „Hjörtun okkar eru algjörlega mölbrotin þegar við skrifum þetta, en við misstum yndislega og dýrmæta litla drenginn okkar, Theo,“ skrifar Katrín Tanja við færsluna. Hundurinn var af tegundinni Pomerian. Theo, sem var aðeins þriggja ára, lést skyndilega þegar hann lék sér á ströndinni eftir fjallgöngu. Katrín segir að krufningin hafi ekki leitt neitt annað í ljós en að hann hafi verið heilbrigður: „Það voru engin merki um hjartaáfall, mænusjúkdóm, eitrun eða stíflaðan öndunarveg. Við reynum enn að finna orsökina, þó svo að við vitum að engin ástæða mun breyta niðurstöðunni.“ Kenndi henni að elska á annan hátt en áður Katrín Tanja minnist litlu dýrmætu augnablikanna sem þau áttu með Theo. Hún lýsir hljóðinu af litlu og hraða fótatifinu hans og hvernig hann sat í kjöltu þeirra eftir kvöldmatinn á hverju kvöldi. „Hann var litla barnið hennar mömmu og villti strákurinn hans pabba,“ skrifar Katrín Tanja og bætir við að Theo hafi elskað að fara í gönguferðir með pabba sínum og stóra bróður sínum, Koda. „Hann var aðeins níu vikna þegar við fengum hann til okkar og ég man svo vel eftir því að ég hugsaði að við hefðum tekið hann frá mömmu hans, þannig að nú var það okkar hlutverk að elska, hlúa að honum og annast hann. Koda er strákurinn okkar, en Theo var barnið okkar, og ég fann að hann kenndi mér hvernig á að elska og sjá um einhvern á þann hátt sem ég hafði aldrei upplifað áður.“ „Mamma & Pabbi elska þig, ástin mín,“ skrifaði Katrín Tanja í lokin. Fjölmargir hafa skrifað samúðarkveðjur við færsluna. Þar á meðal CrossFit-konurnar Annie Mist Þórisdóttir, Sara Sigmundsdóttir og Þuríður Helgadóttir, áhrifavaldarnir Helgi Ómarsson, Birgitta Líf Björnsdóttir og Brynja Dan Gunnarsdóttir. Færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan: View this post on Instagram A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) Hundar Ástin og lífið CrossFit Gæludýr Mest lesið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Sjá meira
„Hjörtun okkar eru algjörlega mölbrotin þegar við skrifum þetta, en við misstum yndislega og dýrmæta litla drenginn okkar, Theo,“ skrifar Katrín Tanja við færsluna. Hundurinn var af tegundinni Pomerian. Theo, sem var aðeins þriggja ára, lést skyndilega þegar hann lék sér á ströndinni eftir fjallgöngu. Katrín segir að krufningin hafi ekki leitt neitt annað í ljós en að hann hafi verið heilbrigður: „Það voru engin merki um hjartaáfall, mænusjúkdóm, eitrun eða stíflaðan öndunarveg. Við reynum enn að finna orsökina, þó svo að við vitum að engin ástæða mun breyta niðurstöðunni.“ Kenndi henni að elska á annan hátt en áður Katrín Tanja minnist litlu dýrmætu augnablikanna sem þau áttu með Theo. Hún lýsir hljóðinu af litlu og hraða fótatifinu hans og hvernig hann sat í kjöltu þeirra eftir kvöldmatinn á hverju kvöldi. „Hann var litla barnið hennar mömmu og villti strákurinn hans pabba,“ skrifar Katrín Tanja og bætir við að Theo hafi elskað að fara í gönguferðir með pabba sínum og stóra bróður sínum, Koda. „Hann var aðeins níu vikna þegar við fengum hann til okkar og ég man svo vel eftir því að ég hugsaði að við hefðum tekið hann frá mömmu hans, þannig að nú var það okkar hlutverk að elska, hlúa að honum og annast hann. Koda er strákurinn okkar, en Theo var barnið okkar, og ég fann að hann kenndi mér hvernig á að elska og sjá um einhvern á þann hátt sem ég hafði aldrei upplifað áður.“ „Mamma & Pabbi elska þig, ástin mín,“ skrifaði Katrín Tanja í lokin. Fjölmargir hafa skrifað samúðarkveðjur við færsluna. Þar á meðal CrossFit-konurnar Annie Mist Þórisdóttir, Sara Sigmundsdóttir og Þuríður Helgadóttir, áhrifavaldarnir Helgi Ómarsson, Birgitta Líf Björnsdóttir og Brynja Dan Gunnarsdóttir. Færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan: View this post on Instagram A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja)
Hundar Ástin og lífið CrossFit Gæludýr Mest lesið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Sjá meira