„Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Aron Guðmundsson skrifar 3. apríl 2025 12:32 Hlín Eiriksdóttur líkar lífið vel á Englandi hjá Leicester City Vísir/Getty Íslenska landsliðskonan Hlín Eiríksdóttir steig í raun inn í nýjan veruleika er hún samdi við enska liðið Leicester City fyrr á árinu. Hún er enn að venjast þeim veruleika en finnur fyrir mikilli trú í sinn garð frá þjálfurum liðsins. Hlín hafði gert frábæra hluti með sænska úrvalsdeildarfélaginu Kristianstad áður en að kallið kom frá Leicester City á Englandi. Hlín hefur verið að fóta sig á nýjum slóðum og segir lífið á Englandi gott. „Þetta er náttúrulega mikil áskorun fyrir mig, að fara úr svona vernduðu umhverfi í Svíþjóð þar sem að ég var með mjög mikið traust og fékk að spila hverja einustu mínútu yfir í meiri samkeppni og stærra umhverfi. Það er búið að vera mjög gott hingað til, mér líður vel og er komast hægt og rólega betur af stað með liðinu.“ Klippa: Hlín Eiríks um lífið í Leicester City Hlín snertir á samkeppninni. Það er barist um hverja einustu mínútu í liðinu og smávægileg meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá landsliðskonunni fyrstu mánuðina. „Mér finnst ég alveg vera búin að fá traust frá þjálfaranum en svo meiðist ég aðeins og hef því ekki búin að vera spila mikið síðustu vikurnar en þjálfararnir hafa sýnt mér mikið traust og það er augljóst að þeir hafa mikla trú á mér og það er ástæðan fyrir því að þau náðu í mig á miðju tímabili. Þau vildu virkilega fá mig og ég hef ekki áhyggjur af mínútufjölda eins og staðan er núna. Þetta er risastórt stökk upp á við fyrir mig og maður finnur það alveg að ég hef minni tíma á boltanum í leikjunum, það er meiri samkeppni um að komast í liðið, þetta er krefjandi en geggjað. Ég lenti í vægri tognun í læri. Ekkert alvarlegt, bara smá vöðvameiðsli og ég er orðin góð núna. Ég held það hafi tengst því að vera komin inn í nýtt umhverfi, meira tempó og líkaminn að aðlagast því.“ Í leik með Leicester CityVísir/Getty England, vagga fótboltans á heimsvísu að mati margra og áhugi heimamanna á íþróttinni fer ekki fram hjá Hlín í Leicester. „Það er ekki mýta að Englendingar séu fótboltasjúkir. Maður labbar niður í bæ og það er annar hver maður í Leicester City treyju. Svo er ég í rosalega fagmannlegu umhverfi. Það er allt gert fyrir okkur þarna. Maður þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálfur í leiki. Þetta er allt svolítið nýtt fyrir mér. Ég er enn að venjast gæðastiginu innan vallar og komast inn í hlutina en það kemur.“ Viðtalið við Hlín í heild sinni, þar sem að hún ræðir meðal annars landsleik morgundagsins gegn Noregi í Þjóðadeildinni sem og fjarveru fyrirliðans Glódísar Perlu Viggósdóttur, má sjá hér fyrir ofan. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Íslendingar erlendis Fótbolti Mest lesið Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira
Hlín hafði gert frábæra hluti með sænska úrvalsdeildarfélaginu Kristianstad áður en að kallið kom frá Leicester City á Englandi. Hlín hefur verið að fóta sig á nýjum slóðum og segir lífið á Englandi gott. „Þetta er náttúrulega mikil áskorun fyrir mig, að fara úr svona vernduðu umhverfi í Svíþjóð þar sem að ég var með mjög mikið traust og fékk að spila hverja einustu mínútu yfir í meiri samkeppni og stærra umhverfi. Það er búið að vera mjög gott hingað til, mér líður vel og er komast hægt og rólega betur af stað með liðinu.“ Klippa: Hlín Eiríks um lífið í Leicester City Hlín snertir á samkeppninni. Það er barist um hverja einustu mínútu í liðinu og smávægileg meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá landsliðskonunni fyrstu mánuðina. „Mér finnst ég alveg vera búin að fá traust frá þjálfaranum en svo meiðist ég aðeins og hef því ekki búin að vera spila mikið síðustu vikurnar en þjálfararnir hafa sýnt mér mikið traust og það er augljóst að þeir hafa mikla trú á mér og það er ástæðan fyrir því að þau náðu í mig á miðju tímabili. Þau vildu virkilega fá mig og ég hef ekki áhyggjur af mínútufjölda eins og staðan er núna. Þetta er risastórt stökk upp á við fyrir mig og maður finnur það alveg að ég hef minni tíma á boltanum í leikjunum, það er meiri samkeppni um að komast í liðið, þetta er krefjandi en geggjað. Ég lenti í vægri tognun í læri. Ekkert alvarlegt, bara smá vöðvameiðsli og ég er orðin góð núna. Ég held það hafi tengst því að vera komin inn í nýtt umhverfi, meira tempó og líkaminn að aðlagast því.“ Í leik með Leicester CityVísir/Getty England, vagga fótboltans á heimsvísu að mati margra og áhugi heimamanna á íþróttinni fer ekki fram hjá Hlín í Leicester. „Það er ekki mýta að Englendingar séu fótboltasjúkir. Maður labbar niður í bæ og það er annar hver maður í Leicester City treyju. Svo er ég í rosalega fagmannlegu umhverfi. Það er allt gert fyrir okkur þarna. Maður þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálfur í leiki. Þetta er allt svolítið nýtt fyrir mér. Ég er enn að venjast gæðastiginu innan vallar og komast inn í hlutina en það kemur.“ Viðtalið við Hlín í heild sinni, þar sem að hún ræðir meðal annars landsleik morgundagsins gegn Noregi í Þjóðadeildinni sem og fjarveru fyrirliðans Glódísar Perlu Viggósdóttur, má sjá hér fyrir ofan.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Íslendingar erlendis Fótbolti Mest lesið Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira