„Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Árni Sæberg skrifar 3. apríl 2025 14:41 Guðlaugur Þór segir Daða Má hafa gengið á bak orða sinna. Vísir/Vilhelm Þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakar fjármálaráðherra um að hafa gengið á bak orða sinna, með því að segja á fimmtudegi að skattar yrðu ekki hækkaðir á heimilin í landinu en boða svo skattahækkun á mánudegi. Fjármálaráðherra segir það lýsa vanþekkingu þingmannsins á fjármálum hins opinbera að hann kalli 2,5 milljarða skattahækkun meiri háttar skattahækkun. Það gerði þingmaðurinn ekki. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, mælti í morgun fyrir þingsályktunartillögu sinni um fjármálaáætlun fyrir árin 2026 til 2030. Hann kynnti fjármálaáætlunina fyrst á blaðamannafundi á mánudag. Á fimmtudaginn í síðustu viku kynnti hann fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar fyrir sama tímabil. Munurinn á fjármálastefnu og fjármálaáætlun er að fjármálastefna er lögð fram í upphafi kjörtímabils en fjármálaáætlun er lögð fram á hverju ári. Afnám samsköttunar ekkert annað en skattahækkun Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var fyrstur til þess að stíga í pontu Alþingis og veita andsvör við framsögu fjármála- og efnahagsráðherra. Hann sagði mjög skýr skilaboð hafa komið fram í fjármálastefnunni, sem lögð var fram á fimmtudag í síðustu viku, skattar á heimilin í landinu yrðu ekki hækkaðir. Guðlaugur Þór las eftirfarandi upp úr fjármálastefnunni, með leyfi forseta: „Hægt hefur á vexti efnahagsumsvifa undanfarna ársfjórðunga og samhliða hafa tekjustofnarnir vaxið hægar en á uppgangstímum síðustu ára. Við mótun skattastefnu þarf að huga að fjölmörgum þáttum, þar sem breytingar hafa bein áhrif á efnahag heimila og rekstrarskilyrði fyrirtækja. Mikilvægt er að stefnan stuðli að skilvirku og réttlátu skattkerfi og styðji um leið við hagvaxtargetu þjóðarbúsins og efnahagslegan stöðugleika. Tækifæri eru til staðar til að nýta núverandi tekjustofna til frekari tekjuöflunar, án þess þó að leggja meiri álögur á einstaklinga.“ Þetta hafi verið tilkynnt á fimmtudegi en klukkan 08:15 á mánudaginn hafi ríkisstjórnin tilkynnt skattahækkanir á almenning. „Hvað er það að afnema samsköttun annað en skattahækkun? Það er ekkert annað,“ sagði Guðlaugur Þór. Hluti af því að bæta skattskil Í fjármálaáætluninni segir að eitt af markmiðum nýrrar ríkisstjórnar sé að bæta skattskil, loka glufum og fækka undanþágum í skattkerfinu. Undir þessa aðgerð heyri áform um niðurfellingu samsköttunar milli skattþrepa í tilviki hjóna og sambýlisfólks. Guðlaugur Þór sagði samsköttun einfaldlega vera að tekið væri tillit til raunverulegra tekna heimilis. „Þannig að ef annar aðilinn fer í fæðingarorlof, nám eða er af einhverjum ástæðum með lægri tekjur en hinn, þá er tekið tillit til þess. Í háttvirtri fjárlaganefnd sögðu starfsmenn fjármálaráðuneytisins frá því að þessi aðgerð myndi skila nokkrum milljörðum. Ég spyr, eins og ég held að allir spyrji, af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Staðhæfing um tækifæri ekki það sama og loforð Daði Már þakkaði Guðlaugi Þór fyrir spurninguna en sagði hann leggja undarlegan skilning í umræðu um tækifæri í fjármálastefnunni. „Fyrir mér er það að tækifæri séu til staðar til að auka skilvirkni skattkerfisins án þess að hækka álögur ekki það sama og að lofa að sköttum verði ekki breytt eða að þeir leggist ekki á með einhverjum breyttum hætti en þeir hafa gert hingað til.“ Daði Már gaf lítið fyrir gagnrýni Guðlaugs Þórs.Vísir/Vilhelm Þá tók hann fram að milljarðarnir sem Guðlaugur Þór nefndi séu tveir og hálfur, að mati Ríkisskattstjóra. Loks sagði hann að farið hefði verið yfir það hvernig álögurnar sem um ræðir muni dreifast á tekjudreifinguna. Það sé með ólíkindum að hægt sé að draga þá ályktun, sem Guðlaugur Þór virðist gera, að um einhvers konar skatta á barnafjölskyldur eða þá sem minna mega sín sé að ræða. „Það er alls ekki tilfellið.“ Ráðherra hafi gengist við svikum Guðlaugur Þór steig þá í pontu og veitti andsvör í annað sinn. „Virðulegi forseti, ég held að hæstvirtur ráðherra sé búinn að gangast við því að þeir séu búnir að svíkja það sem þeir skrifuðu og kynntu með pompi og prakt á fimmtudaginn. Að leggja ekki meiri álögur á einstaklinga. Ég held að þetta hafi verið alveg mjög skýrt, þetta eru bara tveir og hálfur milljarður á heimilin. Hvað annað, virðulegi forseti, er hér í fjármálastefnunni, sem ekkert er að marka?“ Daði Már hafi nú loksins stigið fram og svarað því, sem hann hafi verið þráspurður að í síðustu viku, hvernig hann ætlaði sér að auka skilvirkni skattkerfisins án þess að hækka álögur á einstaklinga. „Nú vitum við það, það er ekkert að marka það sem kynnt var í síðustu viku, það er ekkert að marka það þegar hæstvirt ríkisstjórn segir: „Við ætlum ekki að hækka álögur á einstaklinga.“ Vinstristjórn ætli að hækka skatta Þá segir Guðlaugur Þór að í þessum efnum hafi hann ekki farið út í boðuð auðlindagjöld af aðgangi að náttúruperlum landsins. Það væri sérstakur skattur sem leggist á alla. Slíkir skattar væru vel þekktir og áhrif þeirra. Guðlaugi Þór líst ekkert á áform ríkisstjórnarinnar í skattamálunum.Vísir/Vilhelm „En virðulegi forseti, ég verð allavega að nota tækifærið vegna þess að þá er þetta staðfest, að það á að hækka álögur á einstaklinga. Við erum allavega komin hér með tvo og hálfan milljarð en þeir eru fleiri. Ég bið hæstvirta ríkisstjórn og hæstvirtan ráðherra, að hætta að segja í viðtölum, eins og hann hefur gert, að það eigi ekki að hækka álögur á einstaklinga. Þetta liggur alveg skýrt fyrir. Það á að hækka skatta á heimilin í landinu hjá þessari vinstristjórn.“ Fjórðungur boðaðrar hækkunar á veiðigjaldi Daði Már svaraði þá andsvari öðru sinni: „Forseti, það kemur á óvart að háttvirtur þingmaður, Guðlaugur Þór Þórðarson, hafi ekki kallað þetta tvöþúsund og fimmhundruð milljónir, svona til þess að reyna að gera meira úr þessu. Hreinn tekjuskattur einstaklinga er upp á rúmlega 300 milljarða. Það að setja þessa breytingu fram sem meiri háttar skattabreytingu sýnir okkur nokkra vanþekkingu á fjármálum hins opinbera,“ sagði Daði Már og uppskar hlátur úr þingsal. Hvergi í ræðum sínum tveimur sagði Guðlaugur Þór að 2,5 milljarða skattahækkanir væru meiri háttar skattahækkanir. Hækkun upp á 2,5 milljarða króna á 300 milljarða króna tekjuskatt einstaklinga er 0,8 prósenta hækkun. Þá má nefna að 2,5 milljarðar eru fjórðungur af boðaðri hækkun veiðigjalda. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Skattar og tollar Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, mælti í morgun fyrir þingsályktunartillögu sinni um fjármálaáætlun fyrir árin 2026 til 2030. Hann kynnti fjármálaáætlunina fyrst á blaðamannafundi á mánudag. Á fimmtudaginn í síðustu viku kynnti hann fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar fyrir sama tímabil. Munurinn á fjármálastefnu og fjármálaáætlun er að fjármálastefna er lögð fram í upphafi kjörtímabils en fjármálaáætlun er lögð fram á hverju ári. Afnám samsköttunar ekkert annað en skattahækkun Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var fyrstur til þess að stíga í pontu Alþingis og veita andsvör við framsögu fjármála- og efnahagsráðherra. Hann sagði mjög skýr skilaboð hafa komið fram í fjármálastefnunni, sem lögð var fram á fimmtudag í síðustu viku, skattar á heimilin í landinu yrðu ekki hækkaðir. Guðlaugur Þór las eftirfarandi upp úr fjármálastefnunni, með leyfi forseta: „Hægt hefur á vexti efnahagsumsvifa undanfarna ársfjórðunga og samhliða hafa tekjustofnarnir vaxið hægar en á uppgangstímum síðustu ára. Við mótun skattastefnu þarf að huga að fjölmörgum þáttum, þar sem breytingar hafa bein áhrif á efnahag heimila og rekstrarskilyrði fyrirtækja. Mikilvægt er að stefnan stuðli að skilvirku og réttlátu skattkerfi og styðji um leið við hagvaxtargetu þjóðarbúsins og efnahagslegan stöðugleika. Tækifæri eru til staðar til að nýta núverandi tekjustofna til frekari tekjuöflunar, án þess þó að leggja meiri álögur á einstaklinga.“ Þetta hafi verið tilkynnt á fimmtudegi en klukkan 08:15 á mánudaginn hafi ríkisstjórnin tilkynnt skattahækkanir á almenning. „Hvað er það að afnema samsköttun annað en skattahækkun? Það er ekkert annað,“ sagði Guðlaugur Þór. Hluti af því að bæta skattskil Í fjármálaáætluninni segir að eitt af markmiðum nýrrar ríkisstjórnar sé að bæta skattskil, loka glufum og fækka undanþágum í skattkerfinu. Undir þessa aðgerð heyri áform um niðurfellingu samsköttunar milli skattþrepa í tilviki hjóna og sambýlisfólks. Guðlaugur Þór sagði samsköttun einfaldlega vera að tekið væri tillit til raunverulegra tekna heimilis. „Þannig að ef annar aðilinn fer í fæðingarorlof, nám eða er af einhverjum ástæðum með lægri tekjur en hinn, þá er tekið tillit til þess. Í háttvirtri fjárlaganefnd sögðu starfsmenn fjármálaráðuneytisins frá því að þessi aðgerð myndi skila nokkrum milljörðum. Ég spyr, eins og ég held að allir spyrji, af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Staðhæfing um tækifæri ekki það sama og loforð Daði Már þakkaði Guðlaugi Þór fyrir spurninguna en sagði hann leggja undarlegan skilning í umræðu um tækifæri í fjármálastefnunni. „Fyrir mér er það að tækifæri séu til staðar til að auka skilvirkni skattkerfisins án þess að hækka álögur ekki það sama og að lofa að sköttum verði ekki breytt eða að þeir leggist ekki á með einhverjum breyttum hætti en þeir hafa gert hingað til.“ Daði Már gaf lítið fyrir gagnrýni Guðlaugs Þórs.Vísir/Vilhelm Þá tók hann fram að milljarðarnir sem Guðlaugur Þór nefndi séu tveir og hálfur, að mati Ríkisskattstjóra. Loks sagði hann að farið hefði verið yfir það hvernig álögurnar sem um ræðir muni dreifast á tekjudreifinguna. Það sé með ólíkindum að hægt sé að draga þá ályktun, sem Guðlaugur Þór virðist gera, að um einhvers konar skatta á barnafjölskyldur eða þá sem minna mega sín sé að ræða. „Það er alls ekki tilfellið.“ Ráðherra hafi gengist við svikum Guðlaugur Þór steig þá í pontu og veitti andsvör í annað sinn. „Virðulegi forseti, ég held að hæstvirtur ráðherra sé búinn að gangast við því að þeir séu búnir að svíkja það sem þeir skrifuðu og kynntu með pompi og prakt á fimmtudaginn. Að leggja ekki meiri álögur á einstaklinga. Ég held að þetta hafi verið alveg mjög skýrt, þetta eru bara tveir og hálfur milljarður á heimilin. Hvað annað, virðulegi forseti, er hér í fjármálastefnunni, sem ekkert er að marka?“ Daði Már hafi nú loksins stigið fram og svarað því, sem hann hafi verið þráspurður að í síðustu viku, hvernig hann ætlaði sér að auka skilvirkni skattkerfisins án þess að hækka álögur á einstaklinga. „Nú vitum við það, það er ekkert að marka það sem kynnt var í síðustu viku, það er ekkert að marka það þegar hæstvirt ríkisstjórn segir: „Við ætlum ekki að hækka álögur á einstaklinga.“ Vinstristjórn ætli að hækka skatta Þá segir Guðlaugur Þór að í þessum efnum hafi hann ekki farið út í boðuð auðlindagjöld af aðgangi að náttúruperlum landsins. Það væri sérstakur skattur sem leggist á alla. Slíkir skattar væru vel þekktir og áhrif þeirra. Guðlaugi Þór líst ekkert á áform ríkisstjórnarinnar í skattamálunum.Vísir/Vilhelm „En virðulegi forseti, ég verð allavega að nota tækifærið vegna þess að þá er þetta staðfest, að það á að hækka álögur á einstaklinga. Við erum allavega komin hér með tvo og hálfan milljarð en þeir eru fleiri. Ég bið hæstvirta ríkisstjórn og hæstvirtan ráðherra, að hætta að segja í viðtölum, eins og hann hefur gert, að það eigi ekki að hækka álögur á einstaklinga. Þetta liggur alveg skýrt fyrir. Það á að hækka skatta á heimilin í landinu hjá þessari vinstristjórn.“ Fjórðungur boðaðrar hækkunar á veiðigjaldi Daði Már svaraði þá andsvari öðru sinni: „Forseti, það kemur á óvart að háttvirtur þingmaður, Guðlaugur Þór Þórðarson, hafi ekki kallað þetta tvöþúsund og fimmhundruð milljónir, svona til þess að reyna að gera meira úr þessu. Hreinn tekjuskattur einstaklinga er upp á rúmlega 300 milljarða. Það að setja þessa breytingu fram sem meiri háttar skattabreytingu sýnir okkur nokkra vanþekkingu á fjármálum hins opinbera,“ sagði Daði Már og uppskar hlátur úr þingsal. Hvergi í ræðum sínum tveimur sagði Guðlaugur Þór að 2,5 milljarða skattahækkanir væru meiri háttar skattahækkanir. Hækkun upp á 2,5 milljarða króna á 300 milljarða króna tekjuskatt einstaklinga er 0,8 prósenta hækkun. Þá má nefna að 2,5 milljarðar eru fjórðungur af boðaðri hækkun veiðigjalda.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Skattar og tollar Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira