Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 4. apríl 2025 13:03 Hljómsveitin Stuðlabandið semur og flytur Þjóðhátíðarlagið 2025. Lagið kemur út þann 15. maí næstkomandi. Skjáskot/Stuðlabandið Hljómsveitin Stuðlabandið eru höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins í ár. Þjóðhátíð í Eyjum er stærsta og vinsælasta útihátíð landsins og ríkir því mikil spenna fyrir Þjóðhátíðarlaginu ár hvert. Þetta var tilkynnt í útvarpsþættinum Brennslan á FM957 í morgun. Hljómsveitin Stuðlabandið er þaulvön að koma fram og halda uppi stemningu en Stuðlabandið hefur spilað á stærstu útihátíðum Íslands undanfarin ár. Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, útskýrir valið á Stuðlabandinu og segir að þeir hafi einfaldlega átt það skilið. „Stuðlabandið hefur verið með okkur á þjóðhátíðinni síðan 2016 og hefur alltaf staðið sig frábærlega. Þegar maður leitar til þeirra er það aldrei neitt mál, mér finnst þeir bara hafa átt þetta skilið. Við erum í rauninni bara að þakka þeim fyrir,“ segir Jónas. Magnús Kjartan Eyjólfsson og Marínó Geir Lilliendahl, meðlimir Stuðlabandsins, segja það vera mikinn heiður að fá þetta verkefni í hendurnar og þakka Þjóðhátíðarnefnd fyrir traustið. Þegar spurt er hvort hljómsveitin finni fyrir pressu vegna þess að þjóðhátíðarlagið það sem mikil spenna og eftirvænting er ávallt fyrir því, svarar Magnús: „Já, það er alltaf pressa. Ég hef sagt það áður, það eru tvö lög sem Íslendingar hafa miklar skoðanir á, það er Eurovision-lagið og svo Þjóðhátíðarlagið. Það er nánast sama hvað við gerum, við bara megum ekki fokka þessu upp,“ segir Magnús og hlær. Völdu úr fimmtán lögum Lagið sjálft kemur út þann 15. maí næstkomandi. Þeir segjast hafa samið fimmtán lög og hafa haft fimmtán hugmyndir: „Við erum náttúrulega um það bil ellefu í hljómsveitinni og við höfum ekki verið duglegastir að gefa út okkar eigin tónlist. Við höfum frekar spilað tónlist eftir aðra. En þegar við byrjum að semja lag, þá er eins og banki af hugmyndum opnist í höfðinu á okkur og það flæðir bara út. Svo er það bara að velja úr,“ segir Marinó, og bætir við í léttu gríni: „Þetta gæti verið í fyrsta skipti sem ekki er gefið út Þjóðhátíðarlag, heldur Þjóðhátíðarplata..“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Halda orkustiginu í hæstu hæðum Hljómsveitin Stuðlabandið er þaulvön að koma fram og halda uppi stemningu en Stuðlabandið hefur spilað á stærstu útihátíðum Íslands undanfarin ár. 15. júlí 2022 11:31 „Hún kann að halda mér niðri á jörðinni ef hausinn fer á eitthvað flug“ Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins, sér um brekkusönginn í ár. Hann stóð vaktina í síðasta brekkusöng þar sem engir áhorfendur voru í dalnum en söng sig inn í hjörtu margra landsmanna á skjánum heima. Blaðamaður tók púlsinn á Magnúsi Kjartani, sem fór á sína fyrstu Þjóðhátíð fyrir rúmum tveimur áratugum. 20. júlí 2022 11:31 Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Hljómsveitin Stuðlabandið er þaulvön að koma fram og halda uppi stemningu en Stuðlabandið hefur spilað á stærstu útihátíðum Íslands undanfarin ár. Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, útskýrir valið á Stuðlabandinu og segir að þeir hafi einfaldlega átt það skilið. „Stuðlabandið hefur verið með okkur á þjóðhátíðinni síðan 2016 og hefur alltaf staðið sig frábærlega. Þegar maður leitar til þeirra er það aldrei neitt mál, mér finnst þeir bara hafa átt þetta skilið. Við erum í rauninni bara að þakka þeim fyrir,“ segir Jónas. Magnús Kjartan Eyjólfsson og Marínó Geir Lilliendahl, meðlimir Stuðlabandsins, segja það vera mikinn heiður að fá þetta verkefni í hendurnar og þakka Þjóðhátíðarnefnd fyrir traustið. Þegar spurt er hvort hljómsveitin finni fyrir pressu vegna þess að þjóðhátíðarlagið það sem mikil spenna og eftirvænting er ávallt fyrir því, svarar Magnús: „Já, það er alltaf pressa. Ég hef sagt það áður, það eru tvö lög sem Íslendingar hafa miklar skoðanir á, það er Eurovision-lagið og svo Þjóðhátíðarlagið. Það er nánast sama hvað við gerum, við bara megum ekki fokka þessu upp,“ segir Magnús og hlær. Völdu úr fimmtán lögum Lagið sjálft kemur út þann 15. maí næstkomandi. Þeir segjast hafa samið fimmtán lög og hafa haft fimmtán hugmyndir: „Við erum náttúrulega um það bil ellefu í hljómsveitinni og við höfum ekki verið duglegastir að gefa út okkar eigin tónlist. Við höfum frekar spilað tónlist eftir aðra. En þegar við byrjum að semja lag, þá er eins og banki af hugmyndum opnist í höfðinu á okkur og það flæðir bara út. Svo er það bara að velja úr,“ segir Marinó, og bætir við í léttu gríni: „Þetta gæti verið í fyrsta skipti sem ekki er gefið út Þjóðhátíðarlag, heldur Þjóðhátíðarplata..“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Halda orkustiginu í hæstu hæðum Hljómsveitin Stuðlabandið er þaulvön að koma fram og halda uppi stemningu en Stuðlabandið hefur spilað á stærstu útihátíðum Íslands undanfarin ár. 15. júlí 2022 11:31 „Hún kann að halda mér niðri á jörðinni ef hausinn fer á eitthvað flug“ Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins, sér um brekkusönginn í ár. Hann stóð vaktina í síðasta brekkusöng þar sem engir áhorfendur voru í dalnum en söng sig inn í hjörtu margra landsmanna á skjánum heima. Blaðamaður tók púlsinn á Magnúsi Kjartani, sem fór á sína fyrstu Þjóðhátíð fyrir rúmum tveimur áratugum. 20. júlí 2022 11:31 Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Halda orkustiginu í hæstu hæðum Hljómsveitin Stuðlabandið er þaulvön að koma fram og halda uppi stemningu en Stuðlabandið hefur spilað á stærstu útihátíðum Íslands undanfarin ár. 15. júlí 2022 11:31
„Hún kann að halda mér niðri á jörðinni ef hausinn fer á eitthvað flug“ Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins, sér um brekkusönginn í ár. Hann stóð vaktina í síðasta brekkusöng þar sem engir áhorfendur voru í dalnum en söng sig inn í hjörtu margra landsmanna á skjánum heima. Blaðamaður tók púlsinn á Magnúsi Kjartani, sem fór á sína fyrstu Þjóðhátíð fyrir rúmum tveimur áratugum. 20. júlí 2022 11:31