Leik lokið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Vals­konur komnar í draumastöðu

Kári Mímisson skrifar
Ásta Júlía Grímsdóttir og liðsfélagar hennar höfðu ástæðu til að fagna að Hlíðarenda í dag.
Ásta Júlía Grímsdóttir og liðsfélagar hennar höfðu ástæðu til að fagna að Hlíðarenda í dag. Vísir/Guðmundur

Valskonur eru komnar í 2-0 í einvíginu gegn Þór Akureyri í 8-liða úrslitum Bónus-deildar kvenna. Valur vann öruggan sigur að Hlíðarenda í dag.

Valur vann nokkuð óvæntan sigur þegar liðin mættust á Akureyri á miðvikudaginn en Þór hafnaði í 4. sæti Bónus-deildarinnar og Valur í 5. sæti. Í dag var Valsliðið mun betra. Liðið leiddi 25-12 eftir fyrsta leikhlutann og leit aldrei um öxl.

Þær unnu að lokum 102-75 sigur og eru því komnar í 2-0 í einvíginu en þrjá sigra þarf til að tryggja sér sæti í undanúrslitum.

Nánari umfjöllun og viðtöl á Vísi innan skamms.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira