Fangageymslur fullar eftir nóttina Lovísa Arnardóttir skrifar 5. apríl 2025 07:31 Það virðist hafa verið nokkuð mikið um ölvun víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Vísir/GVA Fangageymslur lögreglunnar á Hverfisgötu voru fullar eftir eril næturinnar og kvöldsins. Samkvæmt dagbók lögreglunnar gistu tólf í fangageymslu í nótt. Alls voru 97 mál bókuð í kerfum lögreglunnar. Karlmaður var handtekinn fyrir að slá annan mann með glerflösku á skemmtistað og annar handtekinn fyrir að selja fíkniefni úr bíl sínum í miðbænum. Kona var handtekin fyrir utan skemmtistað sem neitaði að segja til nafns en samkvæmt dagbók var hún óviðræðuhæf vegna ölvunar. Þá handtók lögreglan annan ölvaðan mann sem var með ísexi. Samkvæmt dagbók var hann afar rólegur og ekki að ógna neinum en var þó handtekinn og fluttur á lögreglustöð til viðræðna. Fleiri voru handteknir vegna ofurölvunar í bænum. Einhverjir fengu að fara heim á meðan aðrir voru vistaðir vegna ástands síns. Þá segir í dagbók að lögregla hafi einnig sinnt útkalli vegna hávaða í heimahúsi. Lögreglan á stöð 2 í Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi sinnti útkalli vegna elds í bifreið en ekki er tilkynnt í dagbók hvar eldurinn átti sér stað. Lögregla í Kópavogi og Breiðholti sinnti svo útkalli vegna líkamsárásar á krá í hverfinu auk þess sem lögreglan fór í aðgerðir vegna gruns um fíkniefnasölu í hverfinu. Lögregla fann við húsleit fíkniefna sem hún telur að hafi verið ætlað til dreifingar. Lögregla í Grafarvogi, Árbæ og Mosfellsbæ var kölluð til vegna hóps ungmenna sem safnaðist saman á bílastæði. Eitt ungmennanna var með hafnaboltakylfu og mörg þeirra ölvuð. Þá sinnti lögregla einnig útkalli vegna skemmda á leikskóla. Tveir höfðu klifrað upp á þak og köstuðu steinum í rúður. Ekki kemur fram hvar bílastæðið eða leikskólinn eru. Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Karlmaður var handtekinn fyrir að slá annan mann með glerflösku á skemmtistað og annar handtekinn fyrir að selja fíkniefni úr bíl sínum í miðbænum. Kona var handtekin fyrir utan skemmtistað sem neitaði að segja til nafns en samkvæmt dagbók var hún óviðræðuhæf vegna ölvunar. Þá handtók lögreglan annan ölvaðan mann sem var með ísexi. Samkvæmt dagbók var hann afar rólegur og ekki að ógna neinum en var þó handtekinn og fluttur á lögreglustöð til viðræðna. Fleiri voru handteknir vegna ofurölvunar í bænum. Einhverjir fengu að fara heim á meðan aðrir voru vistaðir vegna ástands síns. Þá segir í dagbók að lögregla hafi einnig sinnt útkalli vegna hávaða í heimahúsi. Lögreglan á stöð 2 í Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi sinnti útkalli vegna elds í bifreið en ekki er tilkynnt í dagbók hvar eldurinn átti sér stað. Lögregla í Kópavogi og Breiðholti sinnti svo útkalli vegna líkamsárásar á krá í hverfinu auk þess sem lögreglan fór í aðgerðir vegna gruns um fíkniefnasölu í hverfinu. Lögregla fann við húsleit fíkniefna sem hún telur að hafi verið ætlað til dreifingar. Lögregla í Grafarvogi, Árbæ og Mosfellsbæ var kölluð til vegna hóps ungmenna sem safnaðist saman á bílastæði. Eitt ungmennanna var með hafnaboltakylfu og mörg þeirra ölvuð. Þá sinnti lögregla einnig útkalli vegna skemmda á leikskóla. Tveir höfðu klifrað upp á þak og köstuðu steinum í rúður. Ekki kemur fram hvar bílastæðið eða leikskólinn eru.
Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira