Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. apríl 2025 23:55 Heiðar Guðjónsson er hagfræðingur, fjárfestir, og fyrrverandi stjórnarformaður Eykon Energy ehf. Vísir/Vilhelm Heiðar Guðjónsson, fjárfestir og fyrrverandi formaður Eykon Energy ehf., segir að mögulegar skatttekjur ríkisins af olíuvinnslu á Drekasvæðinu geti numið allt að þrjátíu og þrjú þúsund milljörðum króna. Hann hefur engan skilning á sjónarmiðum umhverfisráðherra sem segir það ekki á dagskrá að fara aftur í olíuleitarútboð. Olíuleit á Drekasvæðinu er aftur í umræðunni eftir að bæjarráð Fjarðarbyggðar beindi því til stjórnvalda að meta að nýju hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu í ljósi þess að orkuskipti hefðu gengið hægar en gert var ráð fyrir. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-orku og loftslagsráðherra, sagði í viðtali við Ríkisútvarpið skömmu seinna að það væri ekki á dagskrá að fara aftur í olíuleitarútboð á svæðinu. Stóra verkefnið væri að fasa út jarðefnaeldsneytið og tækifæri Íslands væru í endurnýjanlegri orku. Drekasvæðið mögulega stærsta olíu- og gaslind í Norður-Atlantshafi Talið er að á Drekasvæðinu séu um tíu milljarðar olíutunna, sem þýðir að þar sé mögulega stærsta olíu- og gaslind í Norður-Atlantshafi. Heiðar Guðjónsson segir að það sé ábyrgðarhluti Íslendinga að nýta ekki auðlindirnar við landið. „Vegna þess að við höfum þannig auðlindasögu að segja að við göngum alveg svakalega vel um náttúruna. Þannig það er ábyrgðarhluti að nýta þetta ekki hér þar sem við værum að nýta þetta með ábyrgum hætti og frekar að kaupa olíu frá Mið-Asíu og Arabíuskaga, og einræðisríkjum víðar eins og í Afríku, þar sem umhverfissjónarmið hafa engan grunn,“ segir Heiðar. Heiðar var til viðtals um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í vikunni. Hann segir að tekjur ríkisins af olíunni á svæðinu geti numið þrjátíu og þrjú þúsund milljörðum króna á um það bil tuttugu árum. „Þegar þetta er svona mikið magn á einum stað, að þá getur þetta enst í nokkra áratugi, og það væri auðvitað bara betra fyrir okkur að dreifa þessari framleiðslu yfir einhvern ákveðinn tíma, ef þetta er svona mikið magn, að þá er auðvitað, ja íslensku fjárlögin á hverju einasta ári, í yfir tuttugu ár, sem kæmu þarna upp, bara í skattheimtu fyrir íslenska ríkið,“ segir Heiðar. Auðlindin sjálf sé metin á sextíu og sex þúsund milljarða. Enn langt í með rafvæðingu samgangna Heiðar hefur ekki skilning á sjónarmiðum Jóhanns Páls, sem sagði að tækifæri Íslands væru bara í endurnýtanlegri orku. „Nei ég hef engan skilning á þessu vegna þess að við erum eyja mjög einangruð frá okkar helstu mörkuðum og þjóðum sem við eigum samskipti við, og það eru engin skip sem ganga fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum í dag, það eru engar flugvélar, og svo framvegis. Við erum og við eigum mjög langt í land með að rafvæða alla hluti.“ „Við erum í fararbroddi í Evrópu og í heiminum öllum með hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa af okkar orkunotkun. Við erum með svona 85 prósent endurnýjanlega orku sem við erum að nota hér á Íslandi á meðan Evrópa nær varla 15 prósentum, þannig það svo sannarlega dæmist ekki á okkur að gera eitthvað sérstaklega meira í þessu, við erum í algjörum sérflokki.“ Hann bendir á að í Noregi séu mörg þúsund virk olíuleitarleyfi virk, og á síðustu tveimur árum hafi 150 ný olíuleitarleyfi verið gefin út. Bjartsýnn á leyfi að lokum Hann kveðst bjartsýnn á að skynsemin muni sigra og segir að skynsemin í þessu máli sé einföld. „Hún er að við getum gert þetta og það regluverk sem við notum er norskt regluverk og norska ríkisolíufélagið er mjög tilbúið að vinna með okkur. Þannig að þetta á að vera gert á algjörlega frábæran hátt, og þá eins og ég segi nýtur umhverfið þess, vegna þess að þá minnkar framleiðsla á öðrum stöðum þar sem er ekki svona vandað til verka.“ Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa lýst yfir stuðningi við því að olíuleitarleyfi verið gefið út að nýju, í umfjöllun Viðskiptablaðsins um málið í vikunni. Sigurður Ingi sagðist ekki vilja útiloka olíuleit, en það væri eftir sem áður forgangsverkefni stjórnvalda að hraða orkuskiptum og það væri áhersla Framsóknarflokksins. Sigmundur Davíð sagði að Miðflokkurinn hefði talað fyrir olíu- og gasleit fyrir kosningar og að olíuleitin myndi strax hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Guðrún Hafsteinsdóttir sagði að skoða ætti olíuleit með opnum huga. Olíuleit á Drekasvæði Orkumál Reykjavík síðdegis Bylgjan Orkuskipti Loftslagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Afturkalla leyfi Eykon til olíuleitar á Drekasvæðinu Stofnunin telur fyrirtækið ekki hafa tæknilega né fjárhagslega getu til að takast á við kröfur og skilyrði leyfisins. 7. mars 2018 15:35 Neitar að hætta olíuleitinni og segir málið lykta af pólitík Olíuleit á Drekasvæðinu gæti verið lokið eftir að kínverska ríkisolíufélagið CNOOC og norska ríkisolíufélagið Petoro ákváðu að skila inn sérleyfi sínu. Íslenska félagið Eykon vill halda áfram þótt Orkustofnun telji forsendur brostnar. 22. janúar 2018 18:39 Íslenska olíuleitarfélagið Eykon Energy lagt niður Eykon Energy ehf., það íslenska félag sem lengst stóð að olíuleit á Drekasvæðinu, er hætt starfsemi. Eigendur þess ákváðu í mars á þessu ári að slíta félaginu. 9. desember 2021 13:26 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira
Olíuleit á Drekasvæðinu er aftur í umræðunni eftir að bæjarráð Fjarðarbyggðar beindi því til stjórnvalda að meta að nýju hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu í ljósi þess að orkuskipti hefðu gengið hægar en gert var ráð fyrir. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-orku og loftslagsráðherra, sagði í viðtali við Ríkisútvarpið skömmu seinna að það væri ekki á dagskrá að fara aftur í olíuleitarútboð á svæðinu. Stóra verkefnið væri að fasa út jarðefnaeldsneytið og tækifæri Íslands væru í endurnýjanlegri orku. Drekasvæðið mögulega stærsta olíu- og gaslind í Norður-Atlantshafi Talið er að á Drekasvæðinu séu um tíu milljarðar olíutunna, sem þýðir að þar sé mögulega stærsta olíu- og gaslind í Norður-Atlantshafi. Heiðar Guðjónsson segir að það sé ábyrgðarhluti Íslendinga að nýta ekki auðlindirnar við landið. „Vegna þess að við höfum þannig auðlindasögu að segja að við göngum alveg svakalega vel um náttúruna. Þannig það er ábyrgðarhluti að nýta þetta ekki hér þar sem við værum að nýta þetta með ábyrgum hætti og frekar að kaupa olíu frá Mið-Asíu og Arabíuskaga, og einræðisríkjum víðar eins og í Afríku, þar sem umhverfissjónarmið hafa engan grunn,“ segir Heiðar. Heiðar var til viðtals um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í vikunni. Hann segir að tekjur ríkisins af olíunni á svæðinu geti numið þrjátíu og þrjú þúsund milljörðum króna á um það bil tuttugu árum. „Þegar þetta er svona mikið magn á einum stað, að þá getur þetta enst í nokkra áratugi, og það væri auðvitað bara betra fyrir okkur að dreifa þessari framleiðslu yfir einhvern ákveðinn tíma, ef þetta er svona mikið magn, að þá er auðvitað, ja íslensku fjárlögin á hverju einasta ári, í yfir tuttugu ár, sem kæmu þarna upp, bara í skattheimtu fyrir íslenska ríkið,“ segir Heiðar. Auðlindin sjálf sé metin á sextíu og sex þúsund milljarða. Enn langt í með rafvæðingu samgangna Heiðar hefur ekki skilning á sjónarmiðum Jóhanns Páls, sem sagði að tækifæri Íslands væru bara í endurnýtanlegri orku. „Nei ég hef engan skilning á þessu vegna þess að við erum eyja mjög einangruð frá okkar helstu mörkuðum og þjóðum sem við eigum samskipti við, og það eru engin skip sem ganga fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum í dag, það eru engar flugvélar, og svo framvegis. Við erum og við eigum mjög langt í land með að rafvæða alla hluti.“ „Við erum í fararbroddi í Evrópu og í heiminum öllum með hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa af okkar orkunotkun. Við erum með svona 85 prósent endurnýjanlega orku sem við erum að nota hér á Íslandi á meðan Evrópa nær varla 15 prósentum, þannig það svo sannarlega dæmist ekki á okkur að gera eitthvað sérstaklega meira í þessu, við erum í algjörum sérflokki.“ Hann bendir á að í Noregi séu mörg þúsund virk olíuleitarleyfi virk, og á síðustu tveimur árum hafi 150 ný olíuleitarleyfi verið gefin út. Bjartsýnn á leyfi að lokum Hann kveðst bjartsýnn á að skynsemin muni sigra og segir að skynsemin í þessu máli sé einföld. „Hún er að við getum gert þetta og það regluverk sem við notum er norskt regluverk og norska ríkisolíufélagið er mjög tilbúið að vinna með okkur. Þannig að þetta á að vera gert á algjörlega frábæran hátt, og þá eins og ég segi nýtur umhverfið þess, vegna þess að þá minnkar framleiðsla á öðrum stöðum þar sem er ekki svona vandað til verka.“ Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa lýst yfir stuðningi við því að olíuleitarleyfi verið gefið út að nýju, í umfjöllun Viðskiptablaðsins um málið í vikunni. Sigurður Ingi sagðist ekki vilja útiloka olíuleit, en það væri eftir sem áður forgangsverkefni stjórnvalda að hraða orkuskiptum og það væri áhersla Framsóknarflokksins. Sigmundur Davíð sagði að Miðflokkurinn hefði talað fyrir olíu- og gasleit fyrir kosningar og að olíuleitin myndi strax hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Guðrún Hafsteinsdóttir sagði að skoða ætti olíuleit með opnum huga.
Olíuleit á Drekasvæði Orkumál Reykjavík síðdegis Bylgjan Orkuskipti Loftslagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Afturkalla leyfi Eykon til olíuleitar á Drekasvæðinu Stofnunin telur fyrirtækið ekki hafa tæknilega né fjárhagslega getu til að takast á við kröfur og skilyrði leyfisins. 7. mars 2018 15:35 Neitar að hætta olíuleitinni og segir málið lykta af pólitík Olíuleit á Drekasvæðinu gæti verið lokið eftir að kínverska ríkisolíufélagið CNOOC og norska ríkisolíufélagið Petoro ákváðu að skila inn sérleyfi sínu. Íslenska félagið Eykon vill halda áfram þótt Orkustofnun telji forsendur brostnar. 22. janúar 2018 18:39 Íslenska olíuleitarfélagið Eykon Energy lagt niður Eykon Energy ehf., það íslenska félag sem lengst stóð að olíuleit á Drekasvæðinu, er hætt starfsemi. Eigendur þess ákváðu í mars á þessu ári að slíta félaginu. 9. desember 2021 13:26 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira
Afturkalla leyfi Eykon til olíuleitar á Drekasvæðinu Stofnunin telur fyrirtækið ekki hafa tæknilega né fjárhagslega getu til að takast á við kröfur og skilyrði leyfisins. 7. mars 2018 15:35
Neitar að hætta olíuleitinni og segir málið lykta af pólitík Olíuleit á Drekasvæðinu gæti verið lokið eftir að kínverska ríkisolíufélagið CNOOC og norska ríkisolíufélagið Petoro ákváðu að skila inn sérleyfi sínu. Íslenska félagið Eykon vill halda áfram þótt Orkustofnun telji forsendur brostnar. 22. janúar 2018 18:39
Íslenska olíuleitarfélagið Eykon Energy lagt niður Eykon Energy ehf., það íslenska félag sem lengst stóð að olíuleit á Drekasvæðinu, er hætt starfsemi. Eigendur þess ákváðu í mars á þessu ári að slíta félaginu. 9. desember 2021 13:26