Innlent

Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvenna­at­hvarfið

Lovísa Arnardóttir skrifar
Gróa, Elísabet og Guðný stofnuðu Á allra vörum.
Gróa, Elísabet og Guðný stofnuðu Á allra vörum. Aðsend

Alls söfnuðust tæplega 140 milljónir fyrir Kvennaathvarfið í söfnunarþættinum Á allra vörum sem var sýndur á RÚV í gær. Markmið átaksins var að styðja við uppbyggingu nýs Kvennaathvarfs en Kvennaathvarfið er nú með í byggingu nýtt húsnæði.  

„Við erum í skýjunum með árangurinn. Þetta þýðir að við höfum tryggt það að nýtt Kvennaathvarf mun rísa og það á réttum tíma”, segir Elísabet Sveinsdóttir ein aðstandenda Á allra vörum.

Í tilkynningu frá þeim Elísabetu, Gróu og Guðnýju, sem standa að Á allra vörum, kemur fram að þær séu þakklátar öllum sem tóku þátt í átakinu og lögðu hönd á plóg með einum eða öðrum hætti.

„Við hefðum ekki verið á allra vörum án stuðnings bakhjarlanna okkar, sjálfboðaliðanna, vina og vandamanna. Það er með ólíkindum að upplifa kraftinn og gleðina sem ríkti í allri herferðinni”, segir Gróa Ásgeirsdóttir.

Á milli 200 til 300 manns komu að átakinu og lögðu því lið með einum eða öðrum hætti.

„Þegar allir leggjast á eitt verða töfrar til. Við eigum ekki til eitt nægilega sterk orð til að lýsa þakklæti okkar”, segir Guðný Pálsdóttir.


Tengdar fréttir

Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifa­mestu konur heims

Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, er samkvæmt breska ríkisútvarpinu, BBC, ein þeirra hundrað kvenna sem þau telja hafa haft mest áhrif í heiminum. Listi þeirra um 100 áhrifamestu konur heims var birtur í gær. 

Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“

Það er svolítið merkilegt að heyra Lindu Dröfn Gunnarsdóttur, framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins, tala um hvað hún upplifir sig heppna í lífinu. Og svo brosandi er hún í samverunni að það allra síðasta sem manni dettur í hug er hversu mörg og erfið áföll þessi tæplega fimmtuga og flotta kona hefur upplifað.

Börn í skjóli Kvenna­at­hvarfsins

Árlega fylgja rúmlega hundrað börn mæðrum sínum í dvöl í Kvennaathvarfið. Rúmlega hundrað börn sem yfirgefa heimilin sín og skilja flest sitt eftir til að komast í öruggt skjól vegna heimilisofbeldis. Undanfari komu í athvarfið er mismunandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×