Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar 7. apríl 2025 06:00 Í liðinni viku tók ég sæti á Alþingi sem varaþingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Einstaklega lærdómsrík vika í mjög skemmtilegu og líflegu starfsumhverfi. Ég fékk tækifæri til að láta til mín taka í umræðunni og ræddi meðal annars um menntamál. Menntun er ein af grunnstoðum samfélagsins. Menntakerfið hefur bein áhrif á framtíð barnanna okkar - og samfélagsins alls. En hvað er menntun? Snýst hún aðeins um að afla sér þekkingar eða snýst hún einnig um færni? Viljum við að menntunin auki hæfni í utanbókar lærdómi eða viljum við að menntunin felist einnig í því að börnin okkar tileinki sér gagnrýna hugsun, samkennd og getu til að leysa vandamál. Þekking er nauðsynleg, en ég tel, virðulegi forseti, að færni til að nýta hana í raunverulegum aðstæðum sé lykillinn að árangri og velsæld. Okkur er tíðrætt um PISA og umræðan í samfélaginu er á þá leið að skólakerfið hafi brugðist. Það þurfi að bregðast við með aðgerðum, ekki seinna en strax. Ég er því sammála, en með hvernig aðgerðum? Kennarastéttin hefur svo sannarlega sinnt sínu. En sí fjölbreyttari og stærri nemendahópar í krefjandi aðstæðum og skortur á fjármagni gerir kennurum oft erfitt fyrir. Þetta þekkjum við sem höfum haft kennslu að aðalstarfi. Kröfur samfélagsins á skólakerfið eru þær að það eigi ekki einungis að sinna menntun, heldur einnig hinum ýmsu uppeldislegu atriðum, sem áður voru að mestu í verkahring heimilanna. Sívaxandi kröfur í fjölbreyttu og hröðu samfélagi gera það að verkum að minni tími kennara fer í að sinna fjölbreyttu námi og starfi hvers nemenda. Hin mörgu - og sum hver óljósu - hæfniviðmið sem eru í núgildandi námskrá hafa tekið of mikla orku frá kennurum. Þau eru, þrátt fyrir megininntak námskrárinnar, svo stýrandi að kennarar upplifa pressu um yfirferð; að klára öll dæmin í stærðfræðibókinni í stað þess að veita nemendum frelsi til að uppgötva, spyrja og ígrunda. Menntun snýst ekki bara um að klára ákveðinn fjölda verkefna, hún snýst um að skapa forvitna einstaklinga sem hafa trú á eigin getu og vilja til að leggja sitt af mörkum. Við erum ekki að verða einsleitari sem þjóð. Þvert á móti býr hér fólk af ólíkum uppruna, með ólíkar skoðanir og viðhorf. Menntun í hnattvæddum heimi snýst um að hlusta, setja sig í spor annarra og skilja ólíka menningarheima. Tökum höndum saman og byggjum upp menntakerfi sem þjónar öllum, óháð hæfileikum, uppruna eða áhugasviði. Þannig byggjum við sterkara samfélag. Höfundur er varaþingmaður Viðreinsar Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Viðreisn Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Sjá meira
Í liðinni viku tók ég sæti á Alþingi sem varaþingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Einstaklega lærdómsrík vika í mjög skemmtilegu og líflegu starfsumhverfi. Ég fékk tækifæri til að láta til mín taka í umræðunni og ræddi meðal annars um menntamál. Menntun er ein af grunnstoðum samfélagsins. Menntakerfið hefur bein áhrif á framtíð barnanna okkar - og samfélagsins alls. En hvað er menntun? Snýst hún aðeins um að afla sér þekkingar eða snýst hún einnig um færni? Viljum við að menntunin auki hæfni í utanbókar lærdómi eða viljum við að menntunin felist einnig í því að börnin okkar tileinki sér gagnrýna hugsun, samkennd og getu til að leysa vandamál. Þekking er nauðsynleg, en ég tel, virðulegi forseti, að færni til að nýta hana í raunverulegum aðstæðum sé lykillinn að árangri og velsæld. Okkur er tíðrætt um PISA og umræðan í samfélaginu er á þá leið að skólakerfið hafi brugðist. Það þurfi að bregðast við með aðgerðum, ekki seinna en strax. Ég er því sammála, en með hvernig aðgerðum? Kennarastéttin hefur svo sannarlega sinnt sínu. En sí fjölbreyttari og stærri nemendahópar í krefjandi aðstæðum og skortur á fjármagni gerir kennurum oft erfitt fyrir. Þetta þekkjum við sem höfum haft kennslu að aðalstarfi. Kröfur samfélagsins á skólakerfið eru þær að það eigi ekki einungis að sinna menntun, heldur einnig hinum ýmsu uppeldislegu atriðum, sem áður voru að mestu í verkahring heimilanna. Sívaxandi kröfur í fjölbreyttu og hröðu samfélagi gera það að verkum að minni tími kennara fer í að sinna fjölbreyttu námi og starfi hvers nemenda. Hin mörgu - og sum hver óljósu - hæfniviðmið sem eru í núgildandi námskrá hafa tekið of mikla orku frá kennurum. Þau eru, þrátt fyrir megininntak námskrárinnar, svo stýrandi að kennarar upplifa pressu um yfirferð; að klára öll dæmin í stærðfræðibókinni í stað þess að veita nemendum frelsi til að uppgötva, spyrja og ígrunda. Menntun snýst ekki bara um að klára ákveðinn fjölda verkefna, hún snýst um að skapa forvitna einstaklinga sem hafa trú á eigin getu og vilja til að leggja sitt af mörkum. Við erum ekki að verða einsleitari sem þjóð. Þvert á móti býr hér fólk af ólíkum uppruna, með ólíkar skoðanir og viðhorf. Menntun í hnattvæddum heimi snýst um að hlusta, setja sig í spor annarra og skilja ólíka menningarheima. Tökum höndum saman og byggjum upp menntakerfi sem þjónar öllum, óháð hæfileikum, uppruna eða áhugasviði. Þannig byggjum við sterkara samfélag. Höfundur er varaþingmaður Viðreinsar Suðurkjördæmi
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun