Metfjöldi farþega í mars Atli Ísleifsson skrifar 7. apríl 2025 10:01 Bogi Nils segir að bókunarstaðan fyrir sumarið á markaðnum til Íslands sé betri nú en á sama tíma í fyrra frá öllum mörkuðum – N-Ameríku, Evrópu og frá fjarmörkuðum. Vísir/Egill Icelandair flutti metfjölda farþega í mars eða 312 þúsund, fimm prósent fleiri en á sama tíma í fyrra en flugframboð jókst að sama skapi um fimm prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair til Kauphallar. Þar segir að í mánuðinum hafi 38 prósent farþega verið á leið til Íslands, 18 prósent frá Íslandi, 37 prósent tengifarþegar og 7 prósent ferðast innanlands. Sætanýting hafi verið 83,5 prósent og stundvísi var 84 prósent. „Tekjumyndun í mánuðinum var í takti við væntingar stjórnenda. Tekjur á hvern seldan sætiskílómetra (yield) námu 8,1 bandarísku senti og lækkuðu samanborið við mars á síðasta ári, sem aðallega má rekja til þess að páskar voru í mars í fyrra. Seldir blokktímar í leiguflugi voru 50% fleiri en í mars í fyrra og fraktflutningar jukust um 3%. Kolefnislosun á hvern tonnkílómetra dróst saman um 3% vegna fleiri ferða á hagkvæmari B737 MAX og A321 LR vélum,“ segir í tilkynningunni. Bókunarstaðan mun betri en á sama tíma í fyrra Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að það sé ánægjulegt að sjá farþegum fjölga um fimm prósent milli ára, þrátt fyrir að páskarnir hafi verið í mars í fyrra. „Þetta undirstrikar að varan og þjónustan sem við bjóðum er samkeppnishæf og eftirsóknarverð allt árið um kring, þar með talið yfir vetrarmánuðina þegar eftirspurn er almennt minni. Á sama tíma náðum við að viðhalda góðri stundvísi og áframhaldandi hárri sætanýtingu. Bókunarstaðan fyrir sumarið á markaðnum til Íslands er betri nú en á sama tíma í fyrra frá öllum mörkuðum – N-Ameríku, Evrópu og frá fjarmörkuðum. Eftirspurn á markaðnum frá Íslandi er einnig mun sterkari en á sama tíma í fyrra. Eftirspurn á markaðnum um Ísland er góð, en vegna áherslu okkar á aðra markaði, eru bókanir á þeim markaði færri en á sama tíma í fyrra. Bókunarstaðan er því almennt sterkari fyrir sumarið en á sama tíma í fyrra en við höfum orðið vör við að hægst hefur á bókunum til lengri tíma sem er skiljanlegt í ljósi óvissu í alþjóðlegu efnahagsumhverfi. Nýlega efldum við samstarf okkar við JetBlue sem gerir meðlimum vildarklúbbs þeirra kleift að greiða fyrir flug hjá Icelandair með vildarpunktum. Við gerum ráð fyrir því að þetta stuðli að aukinni eftirspurn eftir flugi til Íslands hjá viðskiptavinum JetBlue. Þá er ánægjulegt að sjá áframhaldandi sterka eftirspurn eftir Saga Premium vörunni okkar auk þess sem vildarklúbburinn okkar hefur stækkað mikið síðustu misserin en meðlimafjöldi nálgast óðfluga tvær milljónir,“ er haft eftir Boga Nils. Icelandair Kauphöllin Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair til Kauphallar. Þar segir að í mánuðinum hafi 38 prósent farþega verið á leið til Íslands, 18 prósent frá Íslandi, 37 prósent tengifarþegar og 7 prósent ferðast innanlands. Sætanýting hafi verið 83,5 prósent og stundvísi var 84 prósent. „Tekjumyndun í mánuðinum var í takti við væntingar stjórnenda. Tekjur á hvern seldan sætiskílómetra (yield) námu 8,1 bandarísku senti og lækkuðu samanborið við mars á síðasta ári, sem aðallega má rekja til þess að páskar voru í mars í fyrra. Seldir blokktímar í leiguflugi voru 50% fleiri en í mars í fyrra og fraktflutningar jukust um 3%. Kolefnislosun á hvern tonnkílómetra dróst saman um 3% vegna fleiri ferða á hagkvæmari B737 MAX og A321 LR vélum,“ segir í tilkynningunni. Bókunarstaðan mun betri en á sama tíma í fyrra Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að það sé ánægjulegt að sjá farþegum fjölga um fimm prósent milli ára, þrátt fyrir að páskarnir hafi verið í mars í fyrra. „Þetta undirstrikar að varan og þjónustan sem við bjóðum er samkeppnishæf og eftirsóknarverð allt árið um kring, þar með talið yfir vetrarmánuðina þegar eftirspurn er almennt minni. Á sama tíma náðum við að viðhalda góðri stundvísi og áframhaldandi hárri sætanýtingu. Bókunarstaðan fyrir sumarið á markaðnum til Íslands er betri nú en á sama tíma í fyrra frá öllum mörkuðum – N-Ameríku, Evrópu og frá fjarmörkuðum. Eftirspurn á markaðnum frá Íslandi er einnig mun sterkari en á sama tíma í fyrra. Eftirspurn á markaðnum um Ísland er góð, en vegna áherslu okkar á aðra markaði, eru bókanir á þeim markaði færri en á sama tíma í fyrra. Bókunarstaðan er því almennt sterkari fyrir sumarið en á sama tíma í fyrra en við höfum orðið vör við að hægst hefur á bókunum til lengri tíma sem er skiljanlegt í ljósi óvissu í alþjóðlegu efnahagsumhverfi. Nýlega efldum við samstarf okkar við JetBlue sem gerir meðlimum vildarklúbbs þeirra kleift að greiða fyrir flug hjá Icelandair með vildarpunktum. Við gerum ráð fyrir því að þetta stuðli að aukinni eftirspurn eftir flugi til Íslands hjá viðskiptavinum JetBlue. Þá er ánægjulegt að sjá áframhaldandi sterka eftirspurn eftir Saga Premium vörunni okkar auk þess sem vildarklúbburinn okkar hefur stækkað mikið síðustu misserin en meðlimafjöldi nálgast óðfluga tvær milljónir,“ er haft eftir Boga Nils.
Icelandair Kauphöllin Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira