Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2025 14:29 Mótmælt við ríkisstjórnarfund á dögunum. Bergþóra Snæbjörnsdóttir er með bláa derhúfu fyrir miðri mynd og Pétur Eggertz með svarta húfu og trommur. Vísir/Anton Brink Mótmælendur sem stefndu íslenska ríkinu vegna valdbeitingar á mótmælum við Skuggasund í Reykjavík í fyrra hafa áfrýjað sýknudómi í héraði til Landsréttar. Þá hafa þau stofnað félag í kringum málið með þann tilgang að berjast fyrir réttinum til að mótmæla friðsamlega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjórum þeirra níu sem stefndu ríkinu, þeim Bergþóru Snæbjörnsdóttur, Daníel Þór Bjarnasyni, Lukku Sigurðardóttur og Pétri Eggerz. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í mars að valdbeiting lögreglunnar við ríkisstjórnarfund í fyrrasumar hefði ekki verið saknæm eða ólögmæt. Hún hefði verið nauðsynleg til að tryggja lögbundið hlutverk lögreglunnar og ekki brotið reglur um meðalhóf. Dómurinn mat einnig að lögreglumenn mættu tala af alvöruleysi sín á milli eins og aðrir og slík orðaskipti ætti ekki að túlka bókstaflega. Aðstoðarlögreglustjóri sagði á dögunum að lögregla hefði í kjölfar dómsins tekið orðfæri lögreglumanna til skoðunar og ólíklegt væri að álíka mál kæmi aftur upp. Nýja félagið, Dýrið - félag um réttinn til að mótmæla, telur að niðurstaða dómsins hafi veruleg áhrif á grundvallarréttindi landsmanna sem þátttakenda í lýðræðissamfélagi og vill að hún verði endurskoðuð af Landsrétti. „Málið snýst um réttinn til að mótmæla og mörk þess valds sem ríkið má beita til að skerða þann rétt. Áfrýjun málsins snýst því ekki bara um þetta tiltekna mál heldur getur haft áhrif á önnur sambærileg mál sem á eftir koma og öll sem vilja nýta rétt sinn til að láta í sér heyra og taka þátt í að veita valdhöfum aðhald,“ segir í tilkynningu frá Dýrinu. „Til þess að tryggja að málið fari áfram og fái endurskoðun æðri dóms, erum við að leita eftir fjárhagslegum stuðningi til að áfrýja. Við teljum að stuðningur við þessa áfrýjun sé ekki fyrir okkur, heldur öll þau sem vilja vernda réttindi og réttlæti í samfélaginu.“ Opnuð hefur verið vefsíða fyrir félagið á motmaeli.is. „Félagið mun starfa áfram og styðja málstaðinn þó þessu dómsmáli ljúki. Fyrir komandi kynslóðir og til að tryggja að mótmælendur geti sótt rétt sinn innan dómskerfisins. Við þökkum fyrir allan þann stuðning sem okkur hefur verið veittur í þessu máli og vonumst til að málið verði tekið fyrir á næsta dómsstigi, því það er eitthvað sem að skiptir máli fyrir samfélagið okkar í heild.“ Dómsmál Átök í Ísrael og Palestínu Lögreglan Reykjavík Palestína Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjórum þeirra níu sem stefndu ríkinu, þeim Bergþóru Snæbjörnsdóttur, Daníel Þór Bjarnasyni, Lukku Sigurðardóttur og Pétri Eggerz. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í mars að valdbeiting lögreglunnar við ríkisstjórnarfund í fyrrasumar hefði ekki verið saknæm eða ólögmæt. Hún hefði verið nauðsynleg til að tryggja lögbundið hlutverk lögreglunnar og ekki brotið reglur um meðalhóf. Dómurinn mat einnig að lögreglumenn mættu tala af alvöruleysi sín á milli eins og aðrir og slík orðaskipti ætti ekki að túlka bókstaflega. Aðstoðarlögreglustjóri sagði á dögunum að lögregla hefði í kjölfar dómsins tekið orðfæri lögreglumanna til skoðunar og ólíklegt væri að álíka mál kæmi aftur upp. Nýja félagið, Dýrið - félag um réttinn til að mótmæla, telur að niðurstaða dómsins hafi veruleg áhrif á grundvallarréttindi landsmanna sem þátttakenda í lýðræðissamfélagi og vill að hún verði endurskoðuð af Landsrétti. „Málið snýst um réttinn til að mótmæla og mörk þess valds sem ríkið má beita til að skerða þann rétt. Áfrýjun málsins snýst því ekki bara um þetta tiltekna mál heldur getur haft áhrif á önnur sambærileg mál sem á eftir koma og öll sem vilja nýta rétt sinn til að láta í sér heyra og taka þátt í að veita valdhöfum aðhald,“ segir í tilkynningu frá Dýrinu. „Til þess að tryggja að málið fari áfram og fái endurskoðun æðri dóms, erum við að leita eftir fjárhagslegum stuðningi til að áfrýja. Við teljum að stuðningur við þessa áfrýjun sé ekki fyrir okkur, heldur öll þau sem vilja vernda réttindi og réttlæti í samfélaginu.“ Opnuð hefur verið vefsíða fyrir félagið á motmaeli.is. „Félagið mun starfa áfram og styðja málstaðinn þó þessu dómsmáli ljúki. Fyrir komandi kynslóðir og til að tryggja að mótmælendur geti sótt rétt sinn innan dómskerfisins. Við þökkum fyrir allan þann stuðning sem okkur hefur verið veittur í þessu máli og vonumst til að málið verði tekið fyrir á næsta dómsstigi, því það er eitthvað sem að skiptir máli fyrir samfélagið okkar í heild.“
Dómsmál Átök í Ísrael og Palestínu Lögreglan Reykjavík Palestína Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira