Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Lovísa Arnardóttir skrifar 8. apríl 2025 06:49 Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir áríðandi að þessar breytingar á skattkerfinu verði greindar ítarlega. Vísir/Arnar Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir afnám samsköttunar ekkert annað en dulbúna skattahækkun og svik við kjósendur. Í færslu á Facebook segir hann slíkar breytingar á skattkerfinu geta verið högg fyrir barnafjölskyldur. „Stjórnvöld hafa nú boðað að hætta samsköttun hjóna og sambýlisfólks. Þessi breyting er kynnt sem skref í átt að einfaldara og sanngjarnara skattkerfi, en í raun er hér um að ræða skattahækkun upp á 2,5 milljarða króna. Þetta eru ekki smámunir – þessi fjárhæð jafngildir fjórðungi af fyrirhuguðum hækkunum á veiðigjöldum,“ segir Vilhjálmur í færslu sinni. Hann segir enn alvarlegra að stjórnarflokkarnir tilkynni þetta núna en hafi lofað því í aðdraganda kosninga að tekjuskattar einstaklinga yrðu ekki hækkaðir. Eftir um hundrað daga við völd sé boðuð breyting sem feli í sér hækkun á skattbyrði heimilanna. Ríkisstjórnin hefur svarað gagnrýni á þessar breytingar og vísað til þess að samsköttun nýtist helst þeim sem eru í hæstu tekjutíundinni. Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, svaraði fyrirspurnum formanns Sjálfstæðisflokksins um málið á þingi í gær. Nýting persónuafsláttar óbreytt Þar sagði hann breytinguna einungis eiga við um nýtingu skattþrepa ekki nýtingu persónuafsláttar, það haldist óbreytt. „Rannsóknir skattayfirvalda á því hverjir hafa getað nýtt sér þennan möguleika staðfesta ekki það sem háttvirtur þingmaður, Guðrún Hafsteinsdóttir, heldur fram, um að hér sé um að ræða barnafjölskyldur og þá sem tímabundið verða fyrir tekjulækkun. Heldur fyrst og fremst efsta hluta tekjudreifingarinnar. Þar sem raunverulega einhver munur er á skattþrepum,“ sagði Daði Már og ítrekaði að þessar breytingar hafi aðeins áhrif á efstu tekjutíundina. Fjallað er um orðaskipti þeirra í fréttinni hér að neðan. Vilhjálmur segir það ekki rétt. Breytingin muni einnig hafa mikil áhrif á skuldsettar barnafjölskyldur þar sem annað foreldrið er í fleiri en einni vinnu eða vinnur mikla yfirvinnu á meðan hitt sinnir börnum eða er í hlutastarfi. „Þessi heimili hafa hingað til getað dreift skattbyrðinni á milli sín með sameiginlegri nýtingu skattþrepa – en sú leið verður nú lokuð,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að áður en þetta verður innleitt verði að fara fram greining á þessum breytingum. „Því eitt er alveg ljóst: þetta er skattahækkun – og hún er ekkert annað svik við kjósendur.“ Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stéttarfélög Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Fjármál heimilisins Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
„Stjórnvöld hafa nú boðað að hætta samsköttun hjóna og sambýlisfólks. Þessi breyting er kynnt sem skref í átt að einfaldara og sanngjarnara skattkerfi, en í raun er hér um að ræða skattahækkun upp á 2,5 milljarða króna. Þetta eru ekki smámunir – þessi fjárhæð jafngildir fjórðungi af fyrirhuguðum hækkunum á veiðigjöldum,“ segir Vilhjálmur í færslu sinni. Hann segir enn alvarlegra að stjórnarflokkarnir tilkynni þetta núna en hafi lofað því í aðdraganda kosninga að tekjuskattar einstaklinga yrðu ekki hækkaðir. Eftir um hundrað daga við völd sé boðuð breyting sem feli í sér hækkun á skattbyrði heimilanna. Ríkisstjórnin hefur svarað gagnrýni á þessar breytingar og vísað til þess að samsköttun nýtist helst þeim sem eru í hæstu tekjutíundinni. Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, svaraði fyrirspurnum formanns Sjálfstæðisflokksins um málið á þingi í gær. Nýting persónuafsláttar óbreytt Þar sagði hann breytinguna einungis eiga við um nýtingu skattþrepa ekki nýtingu persónuafsláttar, það haldist óbreytt. „Rannsóknir skattayfirvalda á því hverjir hafa getað nýtt sér þennan möguleika staðfesta ekki það sem háttvirtur þingmaður, Guðrún Hafsteinsdóttir, heldur fram, um að hér sé um að ræða barnafjölskyldur og þá sem tímabundið verða fyrir tekjulækkun. Heldur fyrst og fremst efsta hluta tekjudreifingarinnar. Þar sem raunverulega einhver munur er á skattþrepum,“ sagði Daði Már og ítrekaði að þessar breytingar hafi aðeins áhrif á efstu tekjutíundina. Fjallað er um orðaskipti þeirra í fréttinni hér að neðan. Vilhjálmur segir það ekki rétt. Breytingin muni einnig hafa mikil áhrif á skuldsettar barnafjölskyldur þar sem annað foreldrið er í fleiri en einni vinnu eða vinnur mikla yfirvinnu á meðan hitt sinnir börnum eða er í hlutastarfi. „Þessi heimili hafa hingað til getað dreift skattbyrðinni á milli sín með sameiginlegri nýtingu skattþrepa – en sú leið verður nú lokuð,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að áður en þetta verður innleitt verði að fara fram greining á þessum breytingum. „Því eitt er alveg ljóst: þetta er skattahækkun – og hún er ekkert annað svik við kjósendur.“
Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stéttarfélög Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Fjármál heimilisins Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira