Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar 8. apríl 2025 08:00 Það eru ekki sérlega mörg ár síðan ég bókstaflega sá rautt þegar fólk var að dásama rafíþróttir. Ég gat ekki með nokkrum móti skilið að það að spila tölvuleiki gæti átt neitt sameiginlegt með íþróttum. Á þessum tíma rak ég Hjólakraft, ungmennastarf í hjólreiðum sem hafði það að markmiði útvega börnum og unglingum, sem jafnan voru ekki að finna sig í hefðbundnu skólastarfi, vettvang til að finna sína köllun í gegnum hjólreiðar. Mér fannst litla barnið mitt, Hjólakraftur, efla lýðheilsu barna og ungmenna en viðraði óspart að það væri óheilbrigt að æfa rafíþróttir. Nokkru síðar fékk ég smá kynningu á rafíþróttum og ég áttaði mig á því að það að æfa rafíþróttir er bara alls ekki það að sitja inni í loftlausu herbergi, þambandi orkudrykki að spila einhverja skotleiki. Bara hreint ekki! Það er margt sem til dæmis Hjólakraftur og rafíþróttafélögin eiga sameiginlegt. Fyrst má kannski nefna að þetta snýst um samfélag - það að tilheyra. Líklega er það ein dýrmætasta tilfinning sem við getum fundið. Margir sem æfa rafíþróttir hafa ekki fundið sig í öðrum íþróttum og því er mikilvægt að finna félagsskap sem tekur vel á móti fólki. Í öðru lagi má nefna það, sem ég hafði engan veginn séð fyrir mér, að þeir sem æfa rafíþróttir þurfa að fara út í hreyfingu á æfingum!! Hverjum hefði dottið það í hug?? Það er magnað að heyra að krakkar séu að fara á rafíþróttaæfingu en þurfi að klæða sig eftir veðri og að þau séu með harðsperrur eftir æfingu. Það finnst mér eiginlega alveg geggjað. Í þriðja lagi, og það skiptir líka miklu máli, þá hafa rafíþróttafélögin lagt gríðarlega áherslu á næringu iðkenda. Þau vilja að iðkendur hugi að næringunni og séu ekki að ofnota orkudrykki og jafnvel helst ekki að nota þá. Allir þessir hlutir sem ég hef talið hér upp hafa fengið mig til þess að hrífast frekar af því samfélagi sem rafíþróttasamfélagið er og losað mig undan þeim fordómum sem ég var heldur betur fullur af. Ég bókstaflega hataði rafíþróttir! Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag munum við í Framsókn leggja fram eftirfarandi tillögu: Lagt er til að borgarstjórn skipi stýrihóp um rafíþróttir í Reykjavík sem hafi það verkefni að móta stefnu Reykjavíkurborgar í rafíþróttum. Greinargerð með tillögunni: Á undanförnum árum hafa rafíþróttir rutt sér til rúms á Íslandi sem ný íþróttahreyfing. Sú hreyfing hefur, líkt og aðrar íþróttahreyfingar, það að markmiði að stuðla að betri heilsu og andlegri líðan barna. Með þessum áherslum hafa rafíþróttafélög hér á landi náð að laða til sín um 3500 iðkendur á grunnskólaaldri um allt land. Fulltrúar félaga sem starfrækja rafíþróttadeildir hafa bent á að það sé afar jákvætt að flestir þessara iðkenda séu börn sem hafa sýnt lítinn áhuga á þátttöku í öðru hefðbundnu íþróttastarfi. Rafíþróttir virki því fyrir fjölda barna sem ekki hafa fundið sig í öðru skipulögðu íþróttastarfi og þannig stuðli rafíþróttir að bættri lýðheilsu barna sem íþróttahreyfingin hefur hingað til ekki náð til. Tvö íþróttafélög starfrækja rafíþróttadeildir, Fylkir og Ármann, og KR starfrækti rafíþróttadeild um tíma en hætti þeim rekstri vegna þess að frekari fjárstuðnings var þörf. Það er mat borgarfulltrúa Framsóknarflokksins að jafnræði eigi að ríkja á milli íþróttagreina þegar kemur að stuðningi borgarinnar við íþróttir barna. Þess vegna er brýnt að Reykjavíkurborg taki málið föstum tökum og móti stefnu í málefnum rafíþrótta. Styðjum við rafíþróttir Við í Framsókn vonum að borgarfulltrúar átti sig á mikilvægi þess að rafíþróttum sé gert jafn hátt undir höfði og öðrum íþróttagreinum. Það er amk engin augljós ástæða til þess að Reykjavíkurborg marki sér ekki stefnu varðandi þessa grein, enda stendur Íþróttabandalag Reykjavíkur fyrir því að keppt er í rafíþróttum á Reykjavíkurleikunum. Höfundur er 1. varaborgarfulltrúi Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Daníelsson Rafíþróttir Framsóknarflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það eru ekki sérlega mörg ár síðan ég bókstaflega sá rautt þegar fólk var að dásama rafíþróttir. Ég gat ekki með nokkrum móti skilið að það að spila tölvuleiki gæti átt neitt sameiginlegt með íþróttum. Á þessum tíma rak ég Hjólakraft, ungmennastarf í hjólreiðum sem hafði það að markmiði útvega börnum og unglingum, sem jafnan voru ekki að finna sig í hefðbundnu skólastarfi, vettvang til að finna sína köllun í gegnum hjólreiðar. Mér fannst litla barnið mitt, Hjólakraftur, efla lýðheilsu barna og ungmenna en viðraði óspart að það væri óheilbrigt að æfa rafíþróttir. Nokkru síðar fékk ég smá kynningu á rafíþróttum og ég áttaði mig á því að það að æfa rafíþróttir er bara alls ekki það að sitja inni í loftlausu herbergi, þambandi orkudrykki að spila einhverja skotleiki. Bara hreint ekki! Það er margt sem til dæmis Hjólakraftur og rafíþróttafélögin eiga sameiginlegt. Fyrst má kannski nefna að þetta snýst um samfélag - það að tilheyra. Líklega er það ein dýrmætasta tilfinning sem við getum fundið. Margir sem æfa rafíþróttir hafa ekki fundið sig í öðrum íþróttum og því er mikilvægt að finna félagsskap sem tekur vel á móti fólki. Í öðru lagi má nefna það, sem ég hafði engan veginn séð fyrir mér, að þeir sem æfa rafíþróttir þurfa að fara út í hreyfingu á æfingum!! Hverjum hefði dottið það í hug?? Það er magnað að heyra að krakkar séu að fara á rafíþróttaæfingu en þurfi að klæða sig eftir veðri og að þau séu með harðsperrur eftir æfingu. Það finnst mér eiginlega alveg geggjað. Í þriðja lagi, og það skiptir líka miklu máli, þá hafa rafíþróttafélögin lagt gríðarlega áherslu á næringu iðkenda. Þau vilja að iðkendur hugi að næringunni og séu ekki að ofnota orkudrykki og jafnvel helst ekki að nota þá. Allir þessir hlutir sem ég hef talið hér upp hafa fengið mig til þess að hrífast frekar af því samfélagi sem rafíþróttasamfélagið er og losað mig undan þeim fordómum sem ég var heldur betur fullur af. Ég bókstaflega hataði rafíþróttir! Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag munum við í Framsókn leggja fram eftirfarandi tillögu: Lagt er til að borgarstjórn skipi stýrihóp um rafíþróttir í Reykjavík sem hafi það verkefni að móta stefnu Reykjavíkurborgar í rafíþróttum. Greinargerð með tillögunni: Á undanförnum árum hafa rafíþróttir rutt sér til rúms á Íslandi sem ný íþróttahreyfing. Sú hreyfing hefur, líkt og aðrar íþróttahreyfingar, það að markmiði að stuðla að betri heilsu og andlegri líðan barna. Með þessum áherslum hafa rafíþróttafélög hér á landi náð að laða til sín um 3500 iðkendur á grunnskólaaldri um allt land. Fulltrúar félaga sem starfrækja rafíþróttadeildir hafa bent á að það sé afar jákvætt að flestir þessara iðkenda séu börn sem hafa sýnt lítinn áhuga á þátttöku í öðru hefðbundnu íþróttastarfi. Rafíþróttir virki því fyrir fjölda barna sem ekki hafa fundið sig í öðru skipulögðu íþróttastarfi og þannig stuðli rafíþróttir að bættri lýðheilsu barna sem íþróttahreyfingin hefur hingað til ekki náð til. Tvö íþróttafélög starfrækja rafíþróttadeildir, Fylkir og Ármann, og KR starfrækti rafíþróttadeild um tíma en hætti þeim rekstri vegna þess að frekari fjárstuðnings var þörf. Það er mat borgarfulltrúa Framsóknarflokksins að jafnræði eigi að ríkja á milli íþróttagreina þegar kemur að stuðningi borgarinnar við íþróttir barna. Þess vegna er brýnt að Reykjavíkurborg taki málið föstum tökum og móti stefnu í málefnum rafíþrótta. Styðjum við rafíþróttir Við í Framsókn vonum að borgarfulltrúar átti sig á mikilvægi þess að rafíþróttum sé gert jafn hátt undir höfði og öðrum íþróttagreinum. Það er amk engin augljós ástæða til þess að Reykjavíkurborg marki sér ekki stefnu varðandi þessa grein, enda stendur Íþróttabandalag Reykjavíkur fyrir því að keppt er í rafíþróttum á Reykjavíkurleikunum. Höfundur er 1. varaborgarfulltrúi Framsóknar.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar