Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar 8. apríl 2025 14:00 Það er ekki skoðun heldur staðreynd að afli nær allra fisktegunda sem hafa verið settar inn í kvótastýringu og undir veiðistjórn Hafró, hefur minnkað til muna. Það á m.a. við um loðnu, þorsk og grásleppu. Það er rétt að staldra við ofangreinda staðreynd og velta því upp hvernig eigi að bregðast við. Nú í vor er grásleppuveiðum stýrt í fyrsta og vonandi síðasta sinn með kvótum og er það eins og við manninn mælt að „ráðgjöfin“ felur í sér að afli ársins verði tugum prósenta minni en hann var í fyrra. Bæði vegna 32 prósenta niðurskurðar á leyfilegum heildarafla og reglna sem hið nýja skipulag hefur í för með sér. Grásleppan var kvótasett í fyrra þrátt fyrir að fiskveiðiráðgjöfin varðandi veiðarnar hvíli á vægast sagt á veikum grunni. Það segir alla söguna að þótt Hafró hafi metið grásleppuna í sögulegu lágmarki aflast nú vel. Það er víðast landburður af grásleppu. Eftir því sem farið er nánar yfir þá aðferðafræði og forsendur sem liggja til grundvallar á stofnmati Hafró á lífmassa grásleppu dregst upp því skýrari mynd af því hversu fráleitt og órökstutt stofnmatið er. Það er ljóst af þeim rannsóknum sem liggja fyrir að dauði af völdum fiskveiða er stórlega ofmetinn og dauði hrygndrar grásleppu af öðrum orsökum en vegna veiða er stórlega vanmetinn. Ýmislegt bendir til að allt að 90 prósent drepist í kjölfar hrygningar. Það er einnig umhugsunarvert að vísindastofnun á sviði náttúrufræða skuli bera á borð ofurnákvæmar magntölur um ráðlagða veiði og áætlaða stofnstærð án þess að leggja til grundvallar aldur fiska, vöxt og hve mörg ár það tekur grásleppu og rauðmaga að verða kynþroska eða samkeppni grásleppu við aðrar tegundir um fæðu! Framangreindum spurningum er flestum ósvarað. Sjálf aðferðafræðin er afar umdeild ekki síst meðal veiðimanna grásleppu, þ.e. að byggja niðurstöður á því hvað veiðist af grásleppu í stofnmælingu botnfiska (togararallinu). Það er vægast sagt furðulegt að beita mælingum sem gerðar eru við botninn til að meta stofnstærð hrognkelsis sem heldur sig í yfirborði sjávar utan hrygningartímans. Það er að bætast við ný þekking á útbreiðslu grásleppu m.a. í makrílleiðöngrum sem rétt er að leggja við núverandi þekkingarbrunn áður en farið er að kvótasetja tegundina og takmarka útflutingstekjur þjóðarinnar til framtíðar. Fyrir Alþingi liggur frumvarp frá meirihluta atvinnuveganefndar um að afnema ómálefnalega kvótasetningu. Frumvarpið opnar á sveigjanlegri veiðistjórn byggða á traustari grunni. Almennt væri það til mikilla bóta að tryggja aðkomu skipstjóra að veiðiráðgjöfinni. Þannig fengist breiðari sýn á fiskveiðiráðgjöfina og hvernig megi úr henni bæta. Hvernig má það vera að t.d. djúpkarfi veiðist mun betur í almennum veiðum sem meðafli en í stofnmælingum? Höfundur er þ ingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Flokkur fólksins Sjávarútvegur Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki skoðun heldur staðreynd að afli nær allra fisktegunda sem hafa verið settar inn í kvótastýringu og undir veiðistjórn Hafró, hefur minnkað til muna. Það á m.a. við um loðnu, þorsk og grásleppu. Það er rétt að staldra við ofangreinda staðreynd og velta því upp hvernig eigi að bregðast við. Nú í vor er grásleppuveiðum stýrt í fyrsta og vonandi síðasta sinn með kvótum og er það eins og við manninn mælt að „ráðgjöfin“ felur í sér að afli ársins verði tugum prósenta minni en hann var í fyrra. Bæði vegna 32 prósenta niðurskurðar á leyfilegum heildarafla og reglna sem hið nýja skipulag hefur í för með sér. Grásleppan var kvótasett í fyrra þrátt fyrir að fiskveiðiráðgjöfin varðandi veiðarnar hvíli á vægast sagt á veikum grunni. Það segir alla söguna að þótt Hafró hafi metið grásleppuna í sögulegu lágmarki aflast nú vel. Það er víðast landburður af grásleppu. Eftir því sem farið er nánar yfir þá aðferðafræði og forsendur sem liggja til grundvallar á stofnmati Hafró á lífmassa grásleppu dregst upp því skýrari mynd af því hversu fráleitt og órökstutt stofnmatið er. Það er ljóst af þeim rannsóknum sem liggja fyrir að dauði af völdum fiskveiða er stórlega ofmetinn og dauði hrygndrar grásleppu af öðrum orsökum en vegna veiða er stórlega vanmetinn. Ýmislegt bendir til að allt að 90 prósent drepist í kjölfar hrygningar. Það er einnig umhugsunarvert að vísindastofnun á sviði náttúrufræða skuli bera á borð ofurnákvæmar magntölur um ráðlagða veiði og áætlaða stofnstærð án þess að leggja til grundvallar aldur fiska, vöxt og hve mörg ár það tekur grásleppu og rauðmaga að verða kynþroska eða samkeppni grásleppu við aðrar tegundir um fæðu! Framangreindum spurningum er flestum ósvarað. Sjálf aðferðafræðin er afar umdeild ekki síst meðal veiðimanna grásleppu, þ.e. að byggja niðurstöður á því hvað veiðist af grásleppu í stofnmælingu botnfiska (togararallinu). Það er vægast sagt furðulegt að beita mælingum sem gerðar eru við botninn til að meta stofnstærð hrognkelsis sem heldur sig í yfirborði sjávar utan hrygningartímans. Það er að bætast við ný þekking á útbreiðslu grásleppu m.a. í makrílleiðöngrum sem rétt er að leggja við núverandi þekkingarbrunn áður en farið er að kvótasetja tegundina og takmarka útflutingstekjur þjóðarinnar til framtíðar. Fyrir Alþingi liggur frumvarp frá meirihluta atvinnuveganefndar um að afnema ómálefnalega kvótasetningu. Frumvarpið opnar á sveigjanlegri veiðistjórn byggða á traustari grunni. Almennt væri það til mikilla bóta að tryggja aðkomu skipstjóra að veiðiráðgjöfinni. Þannig fengist breiðari sýn á fiskveiðiráðgjöfina og hvernig megi úr henni bæta. Hvernig má það vera að t.d. djúpkarfi veiðist mun betur í almennum veiðum sem meðafli en í stofnmælingum? Höfundur er þ ingmaður Flokks fólksins.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun