Af hverju má Asensio spila í kvöld? Valur Páll Eiríksson skrifar 9. apríl 2025 14:31 Asensio fagnar marki gegn Club Brugge í síðasta mánuði. Hann hefur skorað þrjú mörk í tveimur Meistaradeildarleikjum fyrir Aston Villa. AP Photo/Darren Staples Spánverjinn Marco Asensio hefur endurfæðst á nýjum stað með Aston Villa í Birmingham-borg. Hann er á láni frá franska stórliðinu PSG en þau lið mætast í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Asensio á giftugri feril en margur í Meistaradeild Evrópu og naut góðs af því að vera samningsbundinn liði Real Madrid í tæpan áratug. Hann hefur unnið keppnina þrisvar sinnum, síðast árið 2022. Hann fór frá Real til PSG sumarið 2023 en gekk illa að festa sig í sessi. Unai Emery hafði elst við hann um hríð og náði loks að klófesta kappann í byrjun febrúar á þessu ári er hann kom á láni frá PSG. Asensio hefur spilað frábærlega í Birmingham og skorað átta mörk í ellefu leikjum í öllum keppnum. Fleiri mörk en hann skoraði á einu og hálfu ári með PSG. Áhugamenn um enska knattspyrnu eru ef til vill óvanir því að sjá lánsmenn spila gegn félagi sem þeir eru samningsbundnir. Enda er slíkt bannað í ensku úrvalsdeildinni. Eftir að Lomana LuaLua skoraði jöfnunarmark gegn liði sínu Newcastle þegar hann var lánsmaður hjá Portsmouth tímabilið 2003-04 var slík reglugerð samþykkt á Englandi. Vegna hennar getur Marcus Rashford til að mynda ekki leikið fyrir Aston Villa gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni þegar liðin eigast við í maí. Eitt lið getur ekki haft áhrif á leikmenn annars UEFA fer eftir öðrum reglum. Reglur þess segja til um að félög megi ekki koma í veg fyrir, á neinn hátt, að leikmenn spili fyrir önnur félög. Vegna þeirra reglna mætti Aston Villa eigin lánsmanni, Samuel Iling-Junior, er það mætti Bologna fyrr í vetur. Phillippe Coutinho skoraði tvö mörk fyrir Bayern Munchen er liðið vann frægan 8-2 sigur á Barcelona, sem þá hann var þá samningsbundinn, árið 2020. Thibaut Courtois hjálpaði þá Atlético Madrid að slá Chelsea úr keppni í undanúrslitum keppninnar árið 2014. Hann var þá lánsmaður hjá Atlético frá Chelsea. Enska félagið reyndi að koma í veg fyrir þátttöku hans með því að skuldbinda Atlético til að greiða Chelsea aukalega í hvert skipti sem hann mætti þeim bláklæddu en UEFA, í samræmi við ofangreindar reglur sambandsins, ógilti allar slíkar klásúlur í lánssamningi félaganna. Munar um minna Asensio er því frjálst að spila gegn Paris Saint-Germain í kvöld og munar um minna fyrir reynslulítið Villa-lið að hafa margfaldan Meistaradeildarsigurvegara innan sinna raða. Asensio hefur skorað þrjú mörk í tveimur Meistaradeildarleikjum hingað til og virðist ljóst að Aston Villa muni gera allt til að festa kaup á kappanum í sumar. Þó er engin klásúla í lánssamningi liðanna um kaupverð. Asensio verður í það minnsta leikmaður Villa fram á sumarið og mun takast á við liðsfélaga sína í Parísarborg í kvöld. Leikur Paris Saint-Germain og Aston Villa hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Á sama tíma fer fram leikur Barcelona og Dortmund á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira
Asensio á giftugri feril en margur í Meistaradeild Evrópu og naut góðs af því að vera samningsbundinn liði Real Madrid í tæpan áratug. Hann hefur unnið keppnina þrisvar sinnum, síðast árið 2022. Hann fór frá Real til PSG sumarið 2023 en gekk illa að festa sig í sessi. Unai Emery hafði elst við hann um hríð og náði loks að klófesta kappann í byrjun febrúar á þessu ári er hann kom á láni frá PSG. Asensio hefur spilað frábærlega í Birmingham og skorað átta mörk í ellefu leikjum í öllum keppnum. Fleiri mörk en hann skoraði á einu og hálfu ári með PSG. Áhugamenn um enska knattspyrnu eru ef til vill óvanir því að sjá lánsmenn spila gegn félagi sem þeir eru samningsbundnir. Enda er slíkt bannað í ensku úrvalsdeildinni. Eftir að Lomana LuaLua skoraði jöfnunarmark gegn liði sínu Newcastle þegar hann var lánsmaður hjá Portsmouth tímabilið 2003-04 var slík reglugerð samþykkt á Englandi. Vegna hennar getur Marcus Rashford til að mynda ekki leikið fyrir Aston Villa gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni þegar liðin eigast við í maí. Eitt lið getur ekki haft áhrif á leikmenn annars UEFA fer eftir öðrum reglum. Reglur þess segja til um að félög megi ekki koma í veg fyrir, á neinn hátt, að leikmenn spili fyrir önnur félög. Vegna þeirra reglna mætti Aston Villa eigin lánsmanni, Samuel Iling-Junior, er það mætti Bologna fyrr í vetur. Phillippe Coutinho skoraði tvö mörk fyrir Bayern Munchen er liðið vann frægan 8-2 sigur á Barcelona, sem þá hann var þá samningsbundinn, árið 2020. Thibaut Courtois hjálpaði þá Atlético Madrid að slá Chelsea úr keppni í undanúrslitum keppninnar árið 2014. Hann var þá lánsmaður hjá Atlético frá Chelsea. Enska félagið reyndi að koma í veg fyrir þátttöku hans með því að skuldbinda Atlético til að greiða Chelsea aukalega í hvert skipti sem hann mætti þeim bláklæddu en UEFA, í samræmi við ofangreindar reglur sambandsins, ógilti allar slíkar klásúlur í lánssamningi félaganna. Munar um minna Asensio er því frjálst að spila gegn Paris Saint-Germain í kvöld og munar um minna fyrir reynslulítið Villa-lið að hafa margfaldan Meistaradeildarsigurvegara innan sinna raða. Asensio hefur skorað þrjú mörk í tveimur Meistaradeildarleikjum hingað til og virðist ljóst að Aston Villa muni gera allt til að festa kaup á kappanum í sumar. Þó er engin klásúla í lánssamningi liðanna um kaupverð. Asensio verður í það minnsta leikmaður Villa fram á sumarið og mun takast á við liðsfélaga sína í Parísarborg í kvöld. Leikur Paris Saint-Germain og Aston Villa hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Á sama tíma fer fram leikur Barcelona og Dortmund á Stöð 2 Sport 2.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira