Af hverju má Asensio spila í kvöld? Valur Páll Eiríksson skrifar 9. apríl 2025 14:31 Asensio fagnar marki gegn Club Brugge í síðasta mánuði. Hann hefur skorað þrjú mörk í tveimur Meistaradeildarleikjum fyrir Aston Villa. AP Photo/Darren Staples Spánverjinn Marco Asensio hefur endurfæðst á nýjum stað með Aston Villa í Birmingham-borg. Hann er á láni frá franska stórliðinu PSG en þau lið mætast í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Asensio á giftugri feril en margur í Meistaradeild Evrópu og naut góðs af því að vera samningsbundinn liði Real Madrid í tæpan áratug. Hann hefur unnið keppnina þrisvar sinnum, síðast árið 2022. Hann fór frá Real til PSG sumarið 2023 en gekk illa að festa sig í sessi. Unai Emery hafði elst við hann um hríð og náði loks að klófesta kappann í byrjun febrúar á þessu ári er hann kom á láni frá PSG. Asensio hefur spilað frábærlega í Birmingham og skorað átta mörk í ellefu leikjum í öllum keppnum. Fleiri mörk en hann skoraði á einu og hálfu ári með PSG. Áhugamenn um enska knattspyrnu eru ef til vill óvanir því að sjá lánsmenn spila gegn félagi sem þeir eru samningsbundnir. Enda er slíkt bannað í ensku úrvalsdeildinni. Eftir að Lomana LuaLua skoraði jöfnunarmark gegn liði sínu Newcastle þegar hann var lánsmaður hjá Portsmouth tímabilið 2003-04 var slík reglugerð samþykkt á Englandi. Vegna hennar getur Marcus Rashford til að mynda ekki leikið fyrir Aston Villa gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni þegar liðin eigast við í maí. Eitt lið getur ekki haft áhrif á leikmenn annars UEFA fer eftir öðrum reglum. Reglur þess segja til um að félög megi ekki koma í veg fyrir, á neinn hátt, að leikmenn spili fyrir önnur félög. Vegna þeirra reglna mætti Aston Villa eigin lánsmanni, Samuel Iling-Junior, er það mætti Bologna fyrr í vetur. Phillippe Coutinho skoraði tvö mörk fyrir Bayern Munchen er liðið vann frægan 8-2 sigur á Barcelona, sem þá hann var þá samningsbundinn, árið 2020. Thibaut Courtois hjálpaði þá Atlético Madrid að slá Chelsea úr keppni í undanúrslitum keppninnar árið 2014. Hann var þá lánsmaður hjá Atlético frá Chelsea. Enska félagið reyndi að koma í veg fyrir þátttöku hans með því að skuldbinda Atlético til að greiða Chelsea aukalega í hvert skipti sem hann mætti þeim bláklæddu en UEFA, í samræmi við ofangreindar reglur sambandsins, ógilti allar slíkar klásúlur í lánssamningi félaganna. Munar um minna Asensio er því frjálst að spila gegn Paris Saint-Germain í kvöld og munar um minna fyrir reynslulítið Villa-lið að hafa margfaldan Meistaradeildarsigurvegara innan sinna raða. Asensio hefur skorað þrjú mörk í tveimur Meistaradeildarleikjum hingað til og virðist ljóst að Aston Villa muni gera allt til að festa kaup á kappanum í sumar. Þó er engin klásúla í lánssamningi liðanna um kaupverð. Asensio verður í það minnsta leikmaður Villa fram á sumarið og mun takast á við liðsfélaga sína í Parísarborg í kvöld. Leikur Paris Saint-Germain og Aston Villa hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Á sama tíma fer fram leikur Barcelona og Dortmund á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Sjá meira
Asensio á giftugri feril en margur í Meistaradeild Evrópu og naut góðs af því að vera samningsbundinn liði Real Madrid í tæpan áratug. Hann hefur unnið keppnina þrisvar sinnum, síðast árið 2022. Hann fór frá Real til PSG sumarið 2023 en gekk illa að festa sig í sessi. Unai Emery hafði elst við hann um hríð og náði loks að klófesta kappann í byrjun febrúar á þessu ári er hann kom á láni frá PSG. Asensio hefur spilað frábærlega í Birmingham og skorað átta mörk í ellefu leikjum í öllum keppnum. Fleiri mörk en hann skoraði á einu og hálfu ári með PSG. Áhugamenn um enska knattspyrnu eru ef til vill óvanir því að sjá lánsmenn spila gegn félagi sem þeir eru samningsbundnir. Enda er slíkt bannað í ensku úrvalsdeildinni. Eftir að Lomana LuaLua skoraði jöfnunarmark gegn liði sínu Newcastle þegar hann var lánsmaður hjá Portsmouth tímabilið 2003-04 var slík reglugerð samþykkt á Englandi. Vegna hennar getur Marcus Rashford til að mynda ekki leikið fyrir Aston Villa gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni þegar liðin eigast við í maí. Eitt lið getur ekki haft áhrif á leikmenn annars UEFA fer eftir öðrum reglum. Reglur þess segja til um að félög megi ekki koma í veg fyrir, á neinn hátt, að leikmenn spili fyrir önnur félög. Vegna þeirra reglna mætti Aston Villa eigin lánsmanni, Samuel Iling-Junior, er það mætti Bologna fyrr í vetur. Phillippe Coutinho skoraði tvö mörk fyrir Bayern Munchen er liðið vann frægan 8-2 sigur á Barcelona, sem þá hann var þá samningsbundinn, árið 2020. Thibaut Courtois hjálpaði þá Atlético Madrid að slá Chelsea úr keppni í undanúrslitum keppninnar árið 2014. Hann var þá lánsmaður hjá Atlético frá Chelsea. Enska félagið reyndi að koma í veg fyrir þátttöku hans með því að skuldbinda Atlético til að greiða Chelsea aukalega í hvert skipti sem hann mætti þeim bláklæddu en UEFA, í samræmi við ofangreindar reglur sambandsins, ógilti allar slíkar klásúlur í lánssamningi félaganna. Munar um minna Asensio er því frjálst að spila gegn Paris Saint-Germain í kvöld og munar um minna fyrir reynslulítið Villa-lið að hafa margfaldan Meistaradeildarsigurvegara innan sinna raða. Asensio hefur skorað þrjú mörk í tveimur Meistaradeildarleikjum hingað til og virðist ljóst að Aston Villa muni gera allt til að festa kaup á kappanum í sumar. Þó er engin klásúla í lánssamningi liðanna um kaupverð. Asensio verður í það minnsta leikmaður Villa fram á sumarið og mun takast á við liðsfélaga sína í Parísarborg í kvöld. Leikur Paris Saint-Germain og Aston Villa hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Á sama tíma fer fram leikur Barcelona og Dortmund á Stöð 2 Sport 2.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Sjá meira