Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar 10. apríl 2025 08:03 Það er kannski mikilvægt á þessum tímapunkti að minna á þá orðræðu sem við í Framsókn í Reykjavík höfum talað fyrir á þessu kjörtímabili; Þéttum byggð þar sem það er skynsamlegt, en riðjum líka nýtt land og gerum fleiri lóðir byggingarhæfar. Við þurfum nefnilega að byggja bæði meira og fjölbreyttar. Þetta er í sjálfu sér ekki flókið. Sem íbúi í Seljahverfinu í Breiðholti vil ég benda á að í hverfinu eru tveir frábærir skólar. Það eru Ölduselsskóli, og svo besti grunnskóli í heimi, gamli skólinn minn; Seljaskóli. Þétting byggðar í Seljahverfi kann að hljóma eins og hin allra besta hugmynd, en við verðum að hafa í huga að hverfið er að yngjast, barnafólki er að fjölga þarna aftur og skólarnir verða þéttar setnir á næstu árum en þeir hafa verið núna - og er þó ansi þétt setinn bekkurinn. Við skulum líka ekki gleyma að í öllum hverfum er þörf á einhverjum grænum blettum, grænum svæðum. Það ríkir gríðarleg ánægja með Seljahverfið eins og það er - og í raun Breiðholtið allt. Breiðhyltingar eru stoltir af hverfinu sínu og njóta þess að vera þarna úti við leik og hreyfingu. En það þýðir ekki að það megi ekkert byggja - heldur verðum við að gera það í takt við útlit og anda hverfisins, vilja íbúa og þróa áfram grænu svæðin þannig að þau nýtist íbúum sem best. Við getum gert bæði. Gleymum því ekki að fólk sem býr í Breiðholti býr í dag við bílastæðaskort. Sá skortur hefur verið viðvarandi frá upphafi, þar sem fleiri íbúðir voru byggðar á flestum reitum en upphaflega var áætlað. Það er því full ástæða til þess að minna alla kjörna fulltrúa á það að hvar sem á að byggja, í Breiðholtinu eða annars staðar, þarf að gera ráð fyrir fleiri bílastæðum en 0,5 á hverja íbúð, enda fæstir að keyra um á hálfum bílum. Það er ekki á bílastæðaskortinn í Breiðholti bætandi. Við þurfum að styðja við raunverulegt val fólks til ferðamáta. Að lokum, þegar kemur að þéttingu, þá þarf að huga að góðu samráði við íbúa þar sem verið er að raska gömlum og grónum hverfum. Þétting má ekki hafa þau áhrif að hún rýri lífsgæði íbúa sem fyrir eru: það verður að hlusta á áhyggjur íbúa hverfanna þegar þær koma upp og vinna að lausnum þar sem mesta sáttin ríkir. Kjörnir fulltrúar þurfa að mæta íbúum með auðmýkt og samtali. Við þurfum að hlusta á sérfræðingana í hverju hverfi, það er íbúana. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Framsóknar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Daníelsson Reykjavík Borgarstjórn Skóla- og menntamál Framsóknarflokkurinn Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Það er kannski mikilvægt á þessum tímapunkti að minna á þá orðræðu sem við í Framsókn í Reykjavík höfum talað fyrir á þessu kjörtímabili; Þéttum byggð þar sem það er skynsamlegt, en riðjum líka nýtt land og gerum fleiri lóðir byggingarhæfar. Við þurfum nefnilega að byggja bæði meira og fjölbreyttar. Þetta er í sjálfu sér ekki flókið. Sem íbúi í Seljahverfinu í Breiðholti vil ég benda á að í hverfinu eru tveir frábærir skólar. Það eru Ölduselsskóli, og svo besti grunnskóli í heimi, gamli skólinn minn; Seljaskóli. Þétting byggðar í Seljahverfi kann að hljóma eins og hin allra besta hugmynd, en við verðum að hafa í huga að hverfið er að yngjast, barnafólki er að fjölga þarna aftur og skólarnir verða þéttar setnir á næstu árum en þeir hafa verið núna - og er þó ansi þétt setinn bekkurinn. Við skulum líka ekki gleyma að í öllum hverfum er þörf á einhverjum grænum blettum, grænum svæðum. Það ríkir gríðarleg ánægja með Seljahverfið eins og það er - og í raun Breiðholtið allt. Breiðhyltingar eru stoltir af hverfinu sínu og njóta þess að vera þarna úti við leik og hreyfingu. En það þýðir ekki að það megi ekkert byggja - heldur verðum við að gera það í takt við útlit og anda hverfisins, vilja íbúa og þróa áfram grænu svæðin þannig að þau nýtist íbúum sem best. Við getum gert bæði. Gleymum því ekki að fólk sem býr í Breiðholti býr í dag við bílastæðaskort. Sá skortur hefur verið viðvarandi frá upphafi, þar sem fleiri íbúðir voru byggðar á flestum reitum en upphaflega var áætlað. Það er því full ástæða til þess að minna alla kjörna fulltrúa á það að hvar sem á að byggja, í Breiðholtinu eða annars staðar, þarf að gera ráð fyrir fleiri bílastæðum en 0,5 á hverja íbúð, enda fæstir að keyra um á hálfum bílum. Það er ekki á bílastæðaskortinn í Breiðholti bætandi. Við þurfum að styðja við raunverulegt val fólks til ferðamáta. Að lokum, þegar kemur að þéttingu, þá þarf að huga að góðu samráði við íbúa þar sem verið er að raska gömlum og grónum hverfum. Þétting má ekki hafa þau áhrif að hún rýri lífsgæði íbúa sem fyrir eru: það verður að hlusta á áhyggjur íbúa hverfanna þegar þær koma upp og vinna að lausnum þar sem mesta sáttin ríkir. Kjörnir fulltrúar þurfa að mæta íbúum með auðmýkt og samtali. Við þurfum að hlusta á sérfræðingana í hverju hverfi, það er íbúana. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Framsóknar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar