Doncic sneri í nótt aftur til Dallas í fyrsta sinn eftir að honum var óvænt skipt til Lakers.
Fyrir leik var langt myndband til heiðurs Doncic spilað. Slóveninn var greinilega djúpt snortinn og felldi tár þegar hann horfði á myndbandið.
Forever our brate. Thank you, 77. #MFFL pic.twitter.com/k9gRH8RtRE
— Dallas Mavericks (@dallasmavs) April 9, 2025
Luka wiping tears after watching Mavs tribute video 🥺 pic.twitter.com/9tYtzdW3A0
— ESPN (@espn) April 9, 2025
Doncic var þó snöggur að koma sér í gírinn fyrir leikinn og var besti maður vallarins þegar Lakers tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með fimmtán stiga sigri.
Doncic skoraði 45 stig, tók átta fráköst, gaf sex stoðsendingar og stal boltanum fjórum sinnum í leiknum.
Luka had an INCREDIBLE performance in his return to Dallas:
— NBA (@NBA) April 10, 2025
✨ 45 PTS (most w/ Lakers)
✨ 8 REB
✨ 6 AST
✨ 7 3PM
✨ 4 STL
The @Lakers clinch a spot in the #NBAPlayoffs presented by Google! pic.twitter.com/joBwFu6kz6
„Allir sáu hvernig ég brást við myndbandinu. Allir þessir stuðningsmenn. Ég kann að meta þetta. Allir sem ég spilaði með, allir studdu við bakið á mér. Ég er bara glaður. Ég elska þessa stuðningsmenn, þessa borg en við þurfum að halda áfram,“ sagði Doncic.
LeBron James skoraði 27 stig fyrir Lakers, þar af þrettán í 4. leikhluta. Rui Hachimura var með fimmtán stig.
Ef Lakers vinnur annan af síðustu tveimur leikjum sínum í deildarkeppninni tryggir liðið sér 3. sætið í Vesturdeildinni. Lakers á eftir að spila við Houston Rockets á heimavelli og Portland Trail Blazers á útivelli.
Naji Marshall skoraði 23 stig fyrir Dallas sem er í 10. sæti Vesturdeildarinnar og fer í umspil um sæti í úrslitakeppninni.