Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir og Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifa 10. apríl 2025 11:01 Hugverkaiðnaður hefur vaxið hratt á undanförnum árum og fest sig í sessi sem fjórða stoð útflutnings þjóðarbúsins. Mikil tækifæri eru til frekari vaxtar í greininni en hún glímir við skort á sérfræðimenntuðu starfsfólki. Vegna þess að innlent menntakerfi nær ekki að mæta þörf greinarinnar fyrir mannauði er þörf á sækja það vinnuafl erlendis frá. Umsóknarferli um dvalar- og atvinnuleyfi eru hins vegar flókin, tímafrek og ófyrirsjáanleg. Þetta skapar óvissu og tafir sem draga úr vaxtarmöguleikum fyrirtækja í greininni. Samtök iðnaðarins kalla eftir markvissum aðgerðum stjórnvalda til að tryggja að framboð sérfræðinga haldist í hendur við vöxt greinarinnar. Árið 2024 voru útflutningstekjur hugverkaiðnaðar 309 milljarðar króna og höfðu þær þá tvöfaldast á aðeins fimm árum. Útflutningstekjur greinarinnar höfðu aldrei áður verið þetta háar. Með vexti greinarinnar er hagkerfið að verða hugverkadrifið og ef rétt er haldið á spilunum eru tækifærin til frekari vaxtar óþrjótandi til hagsbóta fyrir lífsgæði landsmanna. Ef áætlanir fyrirtækjanna í greininni ganga eftir mun greinin tvöfalda útflutningstekjur sínar aftur á næstu fimm árum og að líkindum verða verðmætasta útflutningstoð hagkerfisins. Sérfræðimenntað starfsfólk er lykillinn að þessari þróun en fyrirtæki í greininni eiga erfitt með að manna mikilvæg störf. Fyrirtækin nefna bæði tæknigreinar og stuðningshlutverk, til að mynda er þörf fyrir forritara, sérfræðinga í stafrænni vöruþróun, viðmótshönnuði, gervigreindarsérfræðinga, rafmagnsverkfræðinga, sérfræðinga í mekatróník, reynslumikla sölumenn og markaðsfólk með alþjóðlega sýn, ásamt sérfræðingum í gæðastjórnun og sjálfbærni. Samtök iðnaðarins hafa á síðastliðnum árum ítrekað bent á þessa þróun og gáfu m.a. út greiningu árið 2024 byggðri á könnun á meðal félagsmanna í greininni sem sýndi fram á að fyrirtækin þyrftu að fjölga sérfræðingum um allt að 9.000 á næstu fimm árum til að fylgja eftir vaxtaáætlunum sínum. Mörg fyrirtæki í hugverkaiðnaði bíða nú eftir úrlausn umsókna og í þeirri bið glatast dýrmæt tækifæri til vaxtar. Það skiptir máli að Ísland bjóði upp á samkeppnishæf skilyrði annars bíða vaxtartækifæri greinarinnar á biðstofunni. Auðlind hugverkaiðnaðarins er hugvit og nýsköpun sem byggir á rannsóknar- og þróunarstarfi. Í greininni er framleiðni meiri en að jafnaði í öðrum greinum hagkerfisins og viðfangsefni hennar mörg hver að finna lausnir á helstu áskorunum samfélagsins hvort sem er í loftslagsmálum, heilbrigðisþjónustu eða innviðum. Leiðin til að auka lífsgæði landsmanna er að styðja við áframhaldandi vöxt hugverkaiðnaðar. Til þess þarf að tryggja að nægjanlegt framboð sérfræðinga sé fyrir hendi. Það krefst bæði öflugs menntakerfis og markvissra aðgerða til að einfalda aðgengi að alþjóðlegum sérfræðingum. Samtök iðnaðarins leggja áherslu á að slíkar aðgerðir séu nauðsynlegar ef nýsköpun, verðmætasköpun og útflutningur á grunni hugverka eigi að halda áfram að vaxa í þágu íslensks samfélags. Erla Tinna er viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins og Hulda Birna er sérfræðingur í mennta- og mannauðsmálum hjá Samtökum iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Hugverkaiðnaður hefur vaxið hratt á undanförnum árum og fest sig í sessi sem fjórða stoð útflutnings þjóðarbúsins. Mikil tækifæri eru til frekari vaxtar í greininni en hún glímir við skort á sérfræðimenntuðu starfsfólki. Vegna þess að innlent menntakerfi nær ekki að mæta þörf greinarinnar fyrir mannauði er þörf á sækja það vinnuafl erlendis frá. Umsóknarferli um dvalar- og atvinnuleyfi eru hins vegar flókin, tímafrek og ófyrirsjáanleg. Þetta skapar óvissu og tafir sem draga úr vaxtarmöguleikum fyrirtækja í greininni. Samtök iðnaðarins kalla eftir markvissum aðgerðum stjórnvalda til að tryggja að framboð sérfræðinga haldist í hendur við vöxt greinarinnar. Árið 2024 voru útflutningstekjur hugverkaiðnaðar 309 milljarðar króna og höfðu þær þá tvöfaldast á aðeins fimm árum. Útflutningstekjur greinarinnar höfðu aldrei áður verið þetta háar. Með vexti greinarinnar er hagkerfið að verða hugverkadrifið og ef rétt er haldið á spilunum eru tækifærin til frekari vaxtar óþrjótandi til hagsbóta fyrir lífsgæði landsmanna. Ef áætlanir fyrirtækjanna í greininni ganga eftir mun greinin tvöfalda útflutningstekjur sínar aftur á næstu fimm árum og að líkindum verða verðmætasta útflutningstoð hagkerfisins. Sérfræðimenntað starfsfólk er lykillinn að þessari þróun en fyrirtæki í greininni eiga erfitt með að manna mikilvæg störf. Fyrirtækin nefna bæði tæknigreinar og stuðningshlutverk, til að mynda er þörf fyrir forritara, sérfræðinga í stafrænni vöruþróun, viðmótshönnuði, gervigreindarsérfræðinga, rafmagnsverkfræðinga, sérfræðinga í mekatróník, reynslumikla sölumenn og markaðsfólk með alþjóðlega sýn, ásamt sérfræðingum í gæðastjórnun og sjálfbærni. Samtök iðnaðarins hafa á síðastliðnum árum ítrekað bent á þessa þróun og gáfu m.a. út greiningu árið 2024 byggðri á könnun á meðal félagsmanna í greininni sem sýndi fram á að fyrirtækin þyrftu að fjölga sérfræðingum um allt að 9.000 á næstu fimm árum til að fylgja eftir vaxtaáætlunum sínum. Mörg fyrirtæki í hugverkaiðnaði bíða nú eftir úrlausn umsókna og í þeirri bið glatast dýrmæt tækifæri til vaxtar. Það skiptir máli að Ísland bjóði upp á samkeppnishæf skilyrði annars bíða vaxtartækifæri greinarinnar á biðstofunni. Auðlind hugverkaiðnaðarins er hugvit og nýsköpun sem byggir á rannsóknar- og þróunarstarfi. Í greininni er framleiðni meiri en að jafnaði í öðrum greinum hagkerfisins og viðfangsefni hennar mörg hver að finna lausnir á helstu áskorunum samfélagsins hvort sem er í loftslagsmálum, heilbrigðisþjónustu eða innviðum. Leiðin til að auka lífsgæði landsmanna er að styðja við áframhaldandi vöxt hugverkaiðnaðar. Til þess þarf að tryggja að nægjanlegt framboð sérfræðinga sé fyrir hendi. Það krefst bæði öflugs menntakerfis og markvissra aðgerða til að einfalda aðgengi að alþjóðlegum sérfræðingum. Samtök iðnaðarins leggja áherslu á að slíkar aðgerðir séu nauðsynlegar ef nýsköpun, verðmætasköpun og útflutningur á grunni hugverka eigi að halda áfram að vaxa í þágu íslensks samfélags. Erla Tinna er viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins og Hulda Birna er sérfræðingur í mennta- og mannauðsmálum hjá Samtökum iðnaðarins.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun