Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. apríl 2025 12:50 Gylfi Zoega hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands. Sögulegar hækkanir hafa orðið á hlutabréfamörkuðum eftir að Bandaríkjaforseti ákvað að bíða með ofurtollahækkanir á öll lönd nema Kína í gær. . Hagfræðiprófessor telur að mögulega sé ákvörðunin hluti af fléttu forsetans eða viðbrögð við miklum lækkunum á öllum mörkuðum vestanhafs síðustu daga. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í síðdegis í gær að íslenskum tíma um frestun boðaðra tollahækkanna á öll lönd nema Kína um 90 daga. Nú er staðan sú að öll lönd heims fá á sig tíu prósenta tollinn sem áður hafði verið boðaður, nema Kína en Trump hefur sett 125 prósenta toll á allar vörur þaðan. Kínverjar hafa sett tæplega níutíu prósenta tolla á vörur frá Bandaríkjunum á móti. Mögulega hluti af fléttu forsetans Gylfi Zoega hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands segir að mögulega sé ákvörðunin í gær hluti af fyrir fram ákveðnum leik forsetans. „Það er erfitt að átta sig á hvort þetta sé útspil í lengri fléttu sem endar með samningum við þau lönd sem áttu að fá á sig mun hærri tolla. Kannski var þetta bara til að hræða löndin til að koma og semja. Það eru tugir landa sem eru að koma núna og semja um tolla og milliríkjaviðskipti við Bandaríkin,“ segir Gylfi. Og eða viðbrögð Samkvæmt bandarískum fjölmiðlum voru það vaxandi áhyggjur af áfalli á skuldabréfamarkaði og möguleg keðjuverkandi áhrif á bandarískan efnahag sem knúðu Trump til þess að stíga til baka. Hlutabréfamarkaðir höfðu hrapað og erlendir bandamenn virtust við það að grípa til gagnaðgerða. Gylfi segir að það geti einnig verið hluti af skýringunni. „Hin mögulega skýringin á frestuninni er að skuldabréfamarkaður lækkaði í Bandaríkjunum í gær meðan vextir á bandarískum skuldabréfum hækkuðu. Það er auðvitað alvarlegt þegar vextir á ríkisbréfum hækka því ríkissjóður skuldar mjög mikið. Það er mjög óvanalegt og hættumerki þegar bæði hlutabréfamarkaður og skuldabréfamarkaður fara niður á sama tíma. Þá lækkaði dollarinn við fyrirætlanirnar um tollahækkanirnar sem hefði heldur ekki átt að gerast. Þannig að mögulega er ákvörðunin í gær einhver samblanda af þessu tvennu sem ég hef nefnt,“ segir Gylfi. Aðspurður um hvort hann vilji spá fyrir um hvað Bandaríkjaforseti gerir eftir 90 daga svarar Gylfi: „Nei ég held að það viti það engin. Ekki heldur sjálfur Bandaríkjaforseti eða nokkrir aðrir.“ Eftir miklar lækkanir á hlutabréfum í kauphöllum vítt og breitt urðu sögulegar hækkanir vestanhafs í gær og í morgun hafa hlutabréfamarkaðir tekið vel við sér í Evrópu og Asíu. Hér heima hefur úrvalsvísitalan í Kauphöllinni hækkað um tæp fimm prósent það sem af er degi. Skattar og tollar Bandaríkin Donald Trump Alþingi Viðskiptaþvinganir Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í síðdegis í gær að íslenskum tíma um frestun boðaðra tollahækkanna á öll lönd nema Kína um 90 daga. Nú er staðan sú að öll lönd heims fá á sig tíu prósenta tollinn sem áður hafði verið boðaður, nema Kína en Trump hefur sett 125 prósenta toll á allar vörur þaðan. Kínverjar hafa sett tæplega níutíu prósenta tolla á vörur frá Bandaríkjunum á móti. Mögulega hluti af fléttu forsetans Gylfi Zoega hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands segir að mögulega sé ákvörðunin í gær hluti af fyrir fram ákveðnum leik forsetans. „Það er erfitt að átta sig á hvort þetta sé útspil í lengri fléttu sem endar með samningum við þau lönd sem áttu að fá á sig mun hærri tolla. Kannski var þetta bara til að hræða löndin til að koma og semja. Það eru tugir landa sem eru að koma núna og semja um tolla og milliríkjaviðskipti við Bandaríkin,“ segir Gylfi. Og eða viðbrögð Samkvæmt bandarískum fjölmiðlum voru það vaxandi áhyggjur af áfalli á skuldabréfamarkaði og möguleg keðjuverkandi áhrif á bandarískan efnahag sem knúðu Trump til þess að stíga til baka. Hlutabréfamarkaðir höfðu hrapað og erlendir bandamenn virtust við það að grípa til gagnaðgerða. Gylfi segir að það geti einnig verið hluti af skýringunni. „Hin mögulega skýringin á frestuninni er að skuldabréfamarkaður lækkaði í Bandaríkjunum í gær meðan vextir á bandarískum skuldabréfum hækkuðu. Það er auðvitað alvarlegt þegar vextir á ríkisbréfum hækka því ríkissjóður skuldar mjög mikið. Það er mjög óvanalegt og hættumerki þegar bæði hlutabréfamarkaður og skuldabréfamarkaður fara niður á sama tíma. Þá lækkaði dollarinn við fyrirætlanirnar um tollahækkanirnar sem hefði heldur ekki átt að gerast. Þannig að mögulega er ákvörðunin í gær einhver samblanda af þessu tvennu sem ég hef nefnt,“ segir Gylfi. Aðspurður um hvort hann vilji spá fyrir um hvað Bandaríkjaforseti gerir eftir 90 daga svarar Gylfi: „Nei ég held að það viti það engin. Ekki heldur sjálfur Bandaríkjaforseti eða nokkrir aðrir.“ Eftir miklar lækkanir á hlutabréfum í kauphöllum vítt og breitt urðu sögulegar hækkanir vestanhafs í gær og í morgun hafa hlutabréfamarkaðir tekið vel við sér í Evrópu og Asíu. Hér heima hefur úrvalsvísitalan í Kauphöllinni hækkað um tæp fimm prósent það sem af er degi.
Skattar og tollar Bandaríkin Donald Trump Alþingi Viðskiptaþvinganir Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent