Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Árni Sæberg skrifar 10. apríl 2025 14:09 Ásdís Kristjánsdóttir er bæjarstjóri í Kópavogi. Rekstur Kópavogsbæjar styrktist verulega árið 2024 og var afkoman sú besta í fjölda ára. Rekstrarafgangur samstæðu bæjarins var 4,5 milljarðar króna. Áhersla á traustan rekstur og fyrsta úthlutun í nýju hverfi í Vatnsendahvarfi er meginskýring niðurstöðu ársreiknings, sem lagður var fram í bæjarráði Kópavogs í morgun. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að rekstrarniðurstaða A-hluta hafi verið jákvæð um 6,5 milljarða króna fyrir fjármagnsliði og rekstrarafgangur 4,2 milljarðar króna en áætlun hafi gert ráð fyrir að afkoman yrði neikvæð um 146 milljónir króna. Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta fyrir fjármagnsliði hafi verið jákvæð um 7,4 milljarða og rekstrarafgangur samstæðunnar 4,5 milljarðar króna. Heildarskuldir og skuldbindingar hafi lækkað að raunvirði. Þá hafi skuldaviðmið lækkað í 77 prósent úr 92 prósentum og sé vel undir lögbundnu hámarki, sem er 150 prósent samkvæmt sveitarstjórnarlögum. Ekki reiknað með lóðaúthlutun Lóðum í fyrsta áfanga í Vatnsendahvarfi hafi verið úthlutað árið 2024, sem skili sér inn í ársreikninginn, en samkvæmt venju sé ekki gert ráð fyrir lóðaúthlutun í fjárhagsáætlun. Í ár verði lokið við úthlutun í Vatnsendahvarfi sem muni skila sér inn í niðurstöðu ársreiknings fyrir 2025. „Rekstur Kópavogsbæjar styrkist umtalsvert milli ára sem endurspeglar ríka áherslu okkar á traustan rekstur. Afgangur af rekstri bæjarins er 4,5 milljarðar króna og afkoman því sú besta í 17 ár. Veltufé frá rekstri er 4,8 milljarðar króna sem endurspeglar það svigrúm sem reksturinn gefur til að standa undir framkvæmdum og afborgunum lána,“ er haft eftir Ásdísi Kristjánsdóttur, bæjarstjóra Kópavogsbæjar. Þrátt fyrir miklar fjárfestingar í leik- og grunnskólum og öðrum nauðsynlegum innviðum sveitarfélagsins séu heildarskuldir og skuldbindingar að lækka að raunvirði. Þá haldi skuldahlutfall Kópavogsbæjar áfram að lækka og sé langt undir lögbundnu skuldaviðmiði. „Kópavogsbær er stækkandi bæjarfélag og standa nú yfir úthlutanir í nýju hverfi í efri byggðum Kópavogs. Mikill áhugi er á hverfinu og var fyrsta úthlutun á árinu 2024. Við klárum úthlutanir á þessu ári. Ábyrg fjármálastjórn er forsenda þess að unnt sé að veita framúrskarandi þjónustu til bæjarbúa. Verkefnið nú sem endranær er að standa vörð um góðan rekstur þannig að áfram sé unnt að skila ábatanum til bæjarbúa í formi lægri skatta og bættrar þjónustu.“ Umfangsmiklar framkvæmdir Í tilkynningu segir að fjárfestingar og framkvæmdir í leik- og grunnskólum ásamt öðrum mannvirkjum hafi numið um 5,7 milljörðum króna. Tekjur vegna lóðaúthlutunar í Vatnsendahvarfi þýði að verulega dregur úr þörf fyrir lántöku vegna framkvæmda. Viðamesta framkvæmdin sé bygging við Barnaskóla Kársness við Skólagerði en kostnaður við hana hafi numið um 2,3 milljörðum árið 2024. Kostnaður við viðhald og framkvæmdir við aðra leik- og grunnskóla hafi numið á annan milljarð króna. Aðrar stórar fjárfestingar hafi meðal annars bygging nýs íbúðakjarna við Kleifakór þar sem kostnaður hafi verið um 300 milljónir króna. Auk þess hafi verið framkvæmdir við Kópavogsvöll og Kórinn sem nemi um 330 milljónum króna. 240 milljónum hafi verið varið í nýtt hjúkrunarheimili í Boðaþingi og 100 milljónum í húsnæði velferðarsviðs við Vallakór. Þá hafi um 600 milljónum króna berið varið í gatnagerð. Kópavogur Rekstur hins opinbera Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að rekstrarniðurstaða A-hluta hafi verið jákvæð um 6,5 milljarða króna fyrir fjármagnsliði og rekstrarafgangur 4,2 milljarðar króna en áætlun hafi gert ráð fyrir að afkoman yrði neikvæð um 146 milljónir króna. Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta fyrir fjármagnsliði hafi verið jákvæð um 7,4 milljarða og rekstrarafgangur samstæðunnar 4,5 milljarðar króna. Heildarskuldir og skuldbindingar hafi lækkað að raunvirði. Þá hafi skuldaviðmið lækkað í 77 prósent úr 92 prósentum og sé vel undir lögbundnu hámarki, sem er 150 prósent samkvæmt sveitarstjórnarlögum. Ekki reiknað með lóðaúthlutun Lóðum í fyrsta áfanga í Vatnsendahvarfi hafi verið úthlutað árið 2024, sem skili sér inn í ársreikninginn, en samkvæmt venju sé ekki gert ráð fyrir lóðaúthlutun í fjárhagsáætlun. Í ár verði lokið við úthlutun í Vatnsendahvarfi sem muni skila sér inn í niðurstöðu ársreiknings fyrir 2025. „Rekstur Kópavogsbæjar styrkist umtalsvert milli ára sem endurspeglar ríka áherslu okkar á traustan rekstur. Afgangur af rekstri bæjarins er 4,5 milljarðar króna og afkoman því sú besta í 17 ár. Veltufé frá rekstri er 4,8 milljarðar króna sem endurspeglar það svigrúm sem reksturinn gefur til að standa undir framkvæmdum og afborgunum lána,“ er haft eftir Ásdísi Kristjánsdóttur, bæjarstjóra Kópavogsbæjar. Þrátt fyrir miklar fjárfestingar í leik- og grunnskólum og öðrum nauðsynlegum innviðum sveitarfélagsins séu heildarskuldir og skuldbindingar að lækka að raunvirði. Þá haldi skuldahlutfall Kópavogsbæjar áfram að lækka og sé langt undir lögbundnu skuldaviðmiði. „Kópavogsbær er stækkandi bæjarfélag og standa nú yfir úthlutanir í nýju hverfi í efri byggðum Kópavogs. Mikill áhugi er á hverfinu og var fyrsta úthlutun á árinu 2024. Við klárum úthlutanir á þessu ári. Ábyrg fjármálastjórn er forsenda þess að unnt sé að veita framúrskarandi þjónustu til bæjarbúa. Verkefnið nú sem endranær er að standa vörð um góðan rekstur þannig að áfram sé unnt að skila ábatanum til bæjarbúa í formi lægri skatta og bættrar þjónustu.“ Umfangsmiklar framkvæmdir Í tilkynningu segir að fjárfestingar og framkvæmdir í leik- og grunnskólum ásamt öðrum mannvirkjum hafi numið um 5,7 milljörðum króna. Tekjur vegna lóðaúthlutunar í Vatnsendahvarfi þýði að verulega dregur úr þörf fyrir lántöku vegna framkvæmda. Viðamesta framkvæmdin sé bygging við Barnaskóla Kársness við Skólagerði en kostnaður við hana hafi numið um 2,3 milljörðum árið 2024. Kostnaður við viðhald og framkvæmdir við aðra leik- og grunnskóla hafi numið á annan milljarð króna. Aðrar stórar fjárfestingar hafi meðal annars bygging nýs íbúðakjarna við Kleifakór þar sem kostnaður hafi verið um 300 milljónir króna. Auk þess hafi verið framkvæmdir við Kópavogsvöll og Kórinn sem nemi um 330 milljónum króna. 240 milljónum hafi verið varið í nýtt hjúkrunarheimili í Boðaþingi og 100 milljónum í húsnæði velferðarsviðs við Vallakór. Þá hafi um 600 milljónum króna berið varið í gatnagerð.
Kópavogur Rekstur hins opinbera Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira