Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Lovísa Arnardóttir skrifar 10. apríl 2025 22:00 Atvikið átti sér stað í miðbæ Reykjavíkur. Vísir Lögreglumaðurinn þarf að greiða 300 þúsund króna sekt og 200 þúsund í miskabætur til manns fyrir brot í opinberu starfi og líkamsárás. Lögreglumaðurinn beitti kylfu við handtöku þegar ekki þótti nauðsyn til. Lögreglumaðurinn sló mann sem hann handtók fjórum sinnum með kylfu í lærið við handtöku án þess að það hefði verið brýn nauðsyn til. Í dómi kemur fram að lögreglumaðurinn hafi beitt kylfunni eftir að hafa beitt piparúða ítrekað og náð að yfirbuga manninn. Fleiri lögreglumenn hafi auk þess verið á leið á vettvang og því ólíklegt að lögreglumanninum hefði stafað hætta af manninum. Við þær aðstæður sé ekki hægt að telja að það hafi verið brýn nauðsyn að slá manninn með kylfunni. Landsréttur fellst því á að lögreglumaðurinn hafi farið offari hvað varðar notkun kylfunnar og ekki gætt lögmætra aðferða við handtöku mannsins. Í dómi kemur fram að lögreglumaðurinn hafi þó ekki verið talinn hafa farið offari við handtökuna þegar hann beitti piparúða eða þegar hann ýtti fæti sínum í hnésbót mannsins. Við ákvörðun refsingarinnar var horft til þess að framganga lögreglumannsins olli manninum ekki líkamlegu tjóni og til þess að lögreglumaðurinn hafði ekki einbeittan brotavilja til þess. Lögreglumanninum hafi ekki gengið annað til verks en að yfirbuga manninn við handtöku. Lögreglumaðurinn handtók manninn í kjölfar þess að hann tók þátt í slagsmálum fyrir utan skemmtistaðinn LÚX í maí 2023. Fram kemur í dómi að lögreglumaðurinn hafi ítrekað gefið manninum fyrirmæli og er tekið fram að ekki sé umdeilt að þörf hafi verið á handtöku, það sé aðeins umdeilt hvernig hún fór fram. Reykjavík Lögreglan Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Sjá meira
Lögreglumaðurinn sló mann sem hann handtók fjórum sinnum með kylfu í lærið við handtöku án þess að það hefði verið brýn nauðsyn til. Í dómi kemur fram að lögreglumaðurinn hafi beitt kylfunni eftir að hafa beitt piparúða ítrekað og náð að yfirbuga manninn. Fleiri lögreglumenn hafi auk þess verið á leið á vettvang og því ólíklegt að lögreglumanninum hefði stafað hætta af manninum. Við þær aðstæður sé ekki hægt að telja að það hafi verið brýn nauðsyn að slá manninn með kylfunni. Landsréttur fellst því á að lögreglumaðurinn hafi farið offari hvað varðar notkun kylfunnar og ekki gætt lögmætra aðferða við handtöku mannsins. Í dómi kemur fram að lögreglumaðurinn hafi þó ekki verið talinn hafa farið offari við handtökuna þegar hann beitti piparúða eða þegar hann ýtti fæti sínum í hnésbót mannsins. Við ákvörðun refsingarinnar var horft til þess að framganga lögreglumannsins olli manninum ekki líkamlegu tjóni og til þess að lögreglumaðurinn hafði ekki einbeittan brotavilja til þess. Lögreglumanninum hafi ekki gengið annað til verks en að yfirbuga manninn við handtöku. Lögreglumaðurinn handtók manninn í kjölfar þess að hann tók þátt í slagsmálum fyrir utan skemmtistaðinn LÚX í maí 2023. Fram kemur í dómi að lögreglumaðurinn hafi ítrekað gefið manninum fyrirmæli og er tekið fram að ekki sé umdeilt að þörf hafi verið á handtöku, það sé aðeins umdeilt hvernig hún fór fram.
Reykjavík Lögreglan Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Sjá meira