Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar 11. apríl 2025 09:00 Þegar skipulag er framkvæmt án samráðs og kjörnir fulltrúar víkja sér undan ábyrgð – þá verður traustið að endurheimtast með nýrri forystu. Það þarf hugrekki til að viðurkenna mistök – og enn meira hugrekki til að takast á við afleiðingar gjörða sinna. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, hefur sagst tilbúin að „axla ábyrgð“, en í raun virðist hún einungis viðurkenna ábyrgðina í orði – án þess að axla ábyrgð. Eins og málfræðingurinn Eiríkur Rögnvaldsson hefur bent á, er grundvallarmunur á því að bera ábyrgð og axla ábyrgð. Fólk ber ábyrgð á tilteknum hlutum samkvæmt lögum, siðareglum eða almennum venjum í mannlegum samskiptum, og undan þeirri ábyrgð verður ekki vikist – hún er ekki valkvæð. Að axla ábyrgð þýðir hins vegar að viðurkenna þessa ábyrgð í verki, taka afleiðingum eigin gjörða og leitast við að bæta fyrir mistök. Þetta er ekki spurning um orð, heldur um gjörðir. Í kjölfar þess að risavaxið iðnaðarhúsnæði reis þétt upp við fjölbýlishús í Breiðholti – framkvæmd sem fór fram án viðunandi samráðs og er nú almennt kölluð „græna skrímslið“ eða „græna gímaldið“ – þar sem íbúar fengu hvorki skýr svör né tækifæri til raunverulegs samráðs, og stórar ákvarðanir voru teknar í skjóli óljósra og ógegnsærra ferla, ætti Dóra að sýna í verki að hún skilji þann mun. Hún hefur brugðist trausti borgarbúa – ekki einungis með gjörðum sínum heldur einnig með afstöðu sinni þegar skaðinn er skeður. Hún biður ekki um fyrirgefningu – hún afsakar sig. Þetta dugar ekki. Að sama skapi hefur umræðan um uppbyggingu allt að 100 íbúða við andapollinn í Seljahverfi valdið réttmætri óánægju. Svæðið, sem íbúar þekkja sem friðsælt útivistarsvæði og barnaleiksvæði, hefur nú verið sett á kort sem þróunarsvæði – með tölum sem gefa til kynna mögulega uppbyggingu íbúða. Þrátt fyrir yfirlýsingar um að ekkert sé ákveðið, eru þessar tölur ekki teknar út og ekki settar fram með fyrirvara. Það er erfitt að tala um „samráð“ við slíkar aðstæður – þegar traustið vantar. Það sem veldur aukinni vantrú eru yfirlýsingar hennar þar sem hún stillir kynjum upp sem andstæðum í pólitík. Hún hefur meðal annars fullyrt að konur þurfi að „koma og taka til“ eftir karlmenn sem valdi „veseni“. Slíkar yfirlýsingar eru ekki aðeins ósanngjarnar, heldur grafa þær undan virðingu fyrir fólki – af öllum kynjum – sem vinnur heiðarlega að bættum samfélögum. Í lýðræðissamfélagi eigum við ekki að sundra, heldur sameina. Abraham Lincoln sagði eitt sinn: „Þú getur ekki forðast ábyrgð morgundagsins með því að komast hjá henni í dag.“ Þessi orð eiga vel við. Dóra Björt hefur fengið mörg tækifæri til að axla ábyrgð – en hún hefur ekki nýtt þau. Þegar traust glatast dugar ekki að tala um úrbætur. Það þarf að sýna ábyrgð í verki – og það byrjar með því að stíga til hliðar. Þannig skapast rými fyrir nýtt upphaf, nýja sýn og forystu sem nýtur raunverulegs trausts samfélagsins. Dóra Björt ætti því að stíga til hliðar úr umhverfis- og skipulagsráði. Íbúar borgarinnar eiga kost á að velja sér nýja forystu að ári – og þeim má treysta til þess. Fólk vill ekki lengur heyra falleg orð – það vill sjá heiðarleika, ábyrgð og raunverulegt samtal við íbúa. Það er ekki of mikið að biðja um. Það er lágmark. Höfundur er verkfræðingur og íbúi í Breiðholti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þegar skipulag er framkvæmt án samráðs og kjörnir fulltrúar víkja sér undan ábyrgð – þá verður traustið að endurheimtast með nýrri forystu. Það þarf hugrekki til að viðurkenna mistök – og enn meira hugrekki til að takast á við afleiðingar gjörða sinna. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, hefur sagst tilbúin að „axla ábyrgð“, en í raun virðist hún einungis viðurkenna ábyrgðina í orði – án þess að axla ábyrgð. Eins og málfræðingurinn Eiríkur Rögnvaldsson hefur bent á, er grundvallarmunur á því að bera ábyrgð og axla ábyrgð. Fólk ber ábyrgð á tilteknum hlutum samkvæmt lögum, siðareglum eða almennum venjum í mannlegum samskiptum, og undan þeirri ábyrgð verður ekki vikist – hún er ekki valkvæð. Að axla ábyrgð þýðir hins vegar að viðurkenna þessa ábyrgð í verki, taka afleiðingum eigin gjörða og leitast við að bæta fyrir mistök. Þetta er ekki spurning um orð, heldur um gjörðir. Í kjölfar þess að risavaxið iðnaðarhúsnæði reis þétt upp við fjölbýlishús í Breiðholti – framkvæmd sem fór fram án viðunandi samráðs og er nú almennt kölluð „græna skrímslið“ eða „græna gímaldið“ – þar sem íbúar fengu hvorki skýr svör né tækifæri til raunverulegs samráðs, og stórar ákvarðanir voru teknar í skjóli óljósra og ógegnsærra ferla, ætti Dóra að sýna í verki að hún skilji þann mun. Hún hefur brugðist trausti borgarbúa – ekki einungis með gjörðum sínum heldur einnig með afstöðu sinni þegar skaðinn er skeður. Hún biður ekki um fyrirgefningu – hún afsakar sig. Þetta dugar ekki. Að sama skapi hefur umræðan um uppbyggingu allt að 100 íbúða við andapollinn í Seljahverfi valdið réttmætri óánægju. Svæðið, sem íbúar þekkja sem friðsælt útivistarsvæði og barnaleiksvæði, hefur nú verið sett á kort sem þróunarsvæði – með tölum sem gefa til kynna mögulega uppbyggingu íbúða. Þrátt fyrir yfirlýsingar um að ekkert sé ákveðið, eru þessar tölur ekki teknar út og ekki settar fram með fyrirvara. Það er erfitt að tala um „samráð“ við slíkar aðstæður – þegar traustið vantar. Það sem veldur aukinni vantrú eru yfirlýsingar hennar þar sem hún stillir kynjum upp sem andstæðum í pólitík. Hún hefur meðal annars fullyrt að konur þurfi að „koma og taka til“ eftir karlmenn sem valdi „veseni“. Slíkar yfirlýsingar eru ekki aðeins ósanngjarnar, heldur grafa þær undan virðingu fyrir fólki – af öllum kynjum – sem vinnur heiðarlega að bættum samfélögum. Í lýðræðissamfélagi eigum við ekki að sundra, heldur sameina. Abraham Lincoln sagði eitt sinn: „Þú getur ekki forðast ábyrgð morgundagsins með því að komast hjá henni í dag.“ Þessi orð eiga vel við. Dóra Björt hefur fengið mörg tækifæri til að axla ábyrgð – en hún hefur ekki nýtt þau. Þegar traust glatast dugar ekki að tala um úrbætur. Það þarf að sýna ábyrgð í verki – og það byrjar með því að stíga til hliðar. Þannig skapast rými fyrir nýtt upphaf, nýja sýn og forystu sem nýtur raunverulegs trausts samfélagsins. Dóra Björt ætti því að stíga til hliðar úr umhverfis- og skipulagsráði. Íbúar borgarinnar eiga kost á að velja sér nýja forystu að ári – og þeim má treysta til þess. Fólk vill ekki lengur heyra falleg orð – það vill sjá heiðarleika, ábyrgð og raunverulegt samtal við íbúa. Það er ekki of mikið að biðja um. Það er lágmark. Höfundur er verkfræðingur og íbúi í Breiðholti.
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar