Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. apríl 2025 11:58 Tekjur Bílastæðasjóðs jukust hressilega milli ára frá 2023 til 2024. Vísir/Vilhelm Tekjur Bílastæðasjóðs jukust um 476 milljónir milli ára frá 2023 til 2024. Þar af jukust tekjur af gjaldskyldum bílastæðum um 270 milljónir sem skýrist af stækkun P1-gjaldsvæðis. Þá fjölgaði íbúakortum um 211 stykki. Þetta kemur fram í minnisblaði um sundurliðun tekna Bílastæðasjóðs fyrir árin 2022, 2023 og 2024 sem unnið var af umhverfis- og skipulagssviði og var lagt fram á fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 9. apríl 2025 síðastliðinn. Aukningin milli ára er að stærstum hluta tilkomin vegna stækkunar P1-svæðis sem gerði að verkum að P1-stæðum fjölgaði úr 773 í 905 milli ára. Það skýrir hvers vegna tekjur af P1-stæðum jukust um tæpar 179 milljónir frá 2023 til 2024. Tafla sem sýnir tekjur af gjaldskyldum bílastæðum, íbúakortum, stöðumælasektum, bílahúsum og öðrum tekjum. Á sama tíma fjölgaði P2-stæðum aðeins um fimm talsins en tekjur af þeim jukust samt um rúmar 127 milljónir. P3-stæðum fækkaði um 82 en tekjurnar jukust um tíu milljónir og P-4 fækkaði um 29 en tekjurnar jukust um tvær milljónir. Þessar auknu tekjur skýrast af því að verð á gjaldsvæðunum þremur hækkaði um tíu krónur milli ára. Tekjur af óflokkuðum P1-P3-stæðum dragast hins vegar töluvert saman, fara úr tæpum 97 milljónum árið 2023 í 50 milljónir 2024. Fleiri stöðumælasektir og íbúakort Tekjur af stöðumælasektum aukast um 73 milljónir milli ára, úr rúmlega 423 milljónum í 496 milljónir. Þar af aukast tekjur af aukastöðugjöldum, sem lögð eru á bifreiðar þar sem ekki hefur verið greitt fyrir afnot bílastæðis á gjaldskyldu svæði, um 56 milljónir. Tekjur af íbúakortum aukast milli ára um 12 milljónir en þeim fjölgaði um 211 milli ára, úr 1.552 árið 2023 í 1.763 árið 2024. Á tveimur árum hefur íbúakortum fjölgað um 685 stykki. Þrátt fyrir að bílastæðum í bílastæðum hafi ekki fjölgað þá aukast tekjurnar um 64 milljónir frá 2023 til 2024. Slík stæði hafa haldist jafnmörg, 1.145 talsins, frá 2022 en tekjurnar á sama tíma aukist um tæpar 130 milljónir. „Aðrar tekjur“ margfaldast milli ára Eitt sem vekur athygli í minnisblaðinu eru svokallaðar „aðrar tekjur“ sem eru margfalt hærri árið 2024 en árin tvö á undan. Þær voru 94 milljónir í fyrra meðan þær voru tæpar 39 milljónir árið 2023 og aðeins 21 milljón árið 2022. Að sögn Guðbjargar Lilju Erlendsdóttur, samgöngustjóra Reykjavíkurborgar, tengist stærstur hluti annarra tekna byggingaruppbyggingu inni á gjaldskyldum svæðum þegar verktakar fá afnot af gjaldskyldum stæðum. Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, samgöngustjóri hjá Reykjavíkurborg, er einn af ábyrgðarmönnum minnisblaðsins. „Gjaldið er mjög hóflegt í sjálfu sér,“ segir Guðbjörg. Aukninguna milli ára telur Guðbjörg vera í takt við uppbyggingu á gjaldskyldum svæðum. Þar að auki stóðu lengi yfir kvikmyndatökur við Höfða og segir Guðbjörg kvikmyndagerðarmenn þá hafa lagt undir sig fjölmörg bílastæði sem þeir þurftu að greiða fyrir. Reykjavík Bílastæði Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Þetta kemur fram í minnisblaði um sundurliðun tekna Bílastæðasjóðs fyrir árin 2022, 2023 og 2024 sem unnið var af umhverfis- og skipulagssviði og var lagt fram á fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 9. apríl 2025 síðastliðinn. Aukningin milli ára er að stærstum hluta tilkomin vegna stækkunar P1-svæðis sem gerði að verkum að P1-stæðum fjölgaði úr 773 í 905 milli ára. Það skýrir hvers vegna tekjur af P1-stæðum jukust um tæpar 179 milljónir frá 2023 til 2024. Tafla sem sýnir tekjur af gjaldskyldum bílastæðum, íbúakortum, stöðumælasektum, bílahúsum og öðrum tekjum. Á sama tíma fjölgaði P2-stæðum aðeins um fimm talsins en tekjur af þeim jukust samt um rúmar 127 milljónir. P3-stæðum fækkaði um 82 en tekjurnar jukust um tíu milljónir og P-4 fækkaði um 29 en tekjurnar jukust um tvær milljónir. Þessar auknu tekjur skýrast af því að verð á gjaldsvæðunum þremur hækkaði um tíu krónur milli ára. Tekjur af óflokkuðum P1-P3-stæðum dragast hins vegar töluvert saman, fara úr tæpum 97 milljónum árið 2023 í 50 milljónir 2024. Fleiri stöðumælasektir og íbúakort Tekjur af stöðumælasektum aukast um 73 milljónir milli ára, úr rúmlega 423 milljónum í 496 milljónir. Þar af aukast tekjur af aukastöðugjöldum, sem lögð eru á bifreiðar þar sem ekki hefur verið greitt fyrir afnot bílastæðis á gjaldskyldu svæði, um 56 milljónir. Tekjur af íbúakortum aukast milli ára um 12 milljónir en þeim fjölgaði um 211 milli ára, úr 1.552 árið 2023 í 1.763 árið 2024. Á tveimur árum hefur íbúakortum fjölgað um 685 stykki. Þrátt fyrir að bílastæðum í bílastæðum hafi ekki fjölgað þá aukast tekjurnar um 64 milljónir frá 2023 til 2024. Slík stæði hafa haldist jafnmörg, 1.145 talsins, frá 2022 en tekjurnar á sama tíma aukist um tæpar 130 milljónir. „Aðrar tekjur“ margfaldast milli ára Eitt sem vekur athygli í minnisblaðinu eru svokallaðar „aðrar tekjur“ sem eru margfalt hærri árið 2024 en árin tvö á undan. Þær voru 94 milljónir í fyrra meðan þær voru tæpar 39 milljónir árið 2023 og aðeins 21 milljón árið 2022. Að sögn Guðbjargar Lilju Erlendsdóttur, samgöngustjóra Reykjavíkurborgar, tengist stærstur hluti annarra tekna byggingaruppbyggingu inni á gjaldskyldum svæðum þegar verktakar fá afnot af gjaldskyldum stæðum. Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, samgöngustjóri hjá Reykjavíkurborg, er einn af ábyrgðarmönnum minnisblaðsins. „Gjaldið er mjög hóflegt í sjálfu sér,“ segir Guðbjörg. Aukninguna milli ára telur Guðbjörg vera í takt við uppbyggingu á gjaldskyldum svæðum. Þar að auki stóðu lengi yfir kvikmyndatökur við Höfða og segir Guðbjörg kvikmyndagerðarmenn þá hafa lagt undir sig fjölmörg bílastæði sem þeir þurftu að greiða fyrir.
Reykjavík Bílastæði Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“