Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. apríl 2025 15:13 Stelpurnar okkar eru á leið á HM í desember en ekki Ísrael. vísir/Hulda Margrét Leikmenn kvennalandsliðs Íslands í handbolta hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna leikja liðsins við Ísrael og aðdragandans að þeim. Þær spyrja hvers vegna Ísrael sé enn leyft að taka þátt í alþjóðlegum keppnum og skora á íþróttayfirvöld að knýja fram breytingar. Það gekk á ýmsu í kringum leiki íslenska liðsins við Ísrael. Spila þurfti þá fyrir luktum dyrum og tómri stúku vegna tilmæla ríkislögreglustjóra tengdum öryggismálum. Margur kallaði eftir sniðgöngu landsliðskvenna Íslands vegna framgangs Ísraela í Palestínu. Landsliðskonur fengu fjölmörg skilaboð í aðdraganda leikjanna og þær sagðar hlynntar þjóðarmorði Ísraela með því að spila leikinn. Í yfirlýsingunni í dag segjast stelpurnar hafa staðið frammi fyrir tveimur kostum: „Að spila við fulltrúa ríkis sem ber ábyrgð á dauða ótal saklausra borgara – eða hafna þátttöku og þar með láta ísraelska landsliðið fara áfram.“ Ísland vann báða leikina örugglega og tryggði þar með sæti liðsins á HM í vetur. Í myndatöku eftir leik vakti athygli að leikmenn liðsins settu hönd yfir merki ísraelska fyrirtækisins Rapyd. Leikmenn liðsins sendu þar skýr skilaboð um ósætti við að ísraelskt fyrirtæki sé einn meginstyrktaraðila sambandsins. Leikmenn íslenska liðsins hafa nú sent frá sér yfirlýsingu vegna þess sem hefur gengið á dagana í aðdraganda leikjanna tveggja við Ísrael. Þar segir að það séu „ekki eðlilegar eða ásættanlegar aðstæður þegar landslið þarf að spila tvo leiki fyrir luktum dyrum, mæta í lögreglufylgd og hafa áhyggjur af öryggi sínu bæði á vellinum og utan hans.“ Stelpurnar okkar skora á ÍSÍ og HSÍ að þrýsta á alþjóðasambönd um að Ísrael verði meina að taka þátt í alþjóðlegum íþróttaviðburðum á meðan á hernaði þjóðarinnar stendur, með því að koma reynslu stelpnanna á framfæri. Yfirlýsingu þeirra má sjá í heild hér að neðan. Yfirlýsing frá kvennalandsliði Íslands í handbolta Við leikmenn kvennalandsliðs Íslands í handbolta teljum mikilvægt að koma reynslu okkar á framfæri eftir að hafa spilað tvo umspilsleiki gegn landsliði Ísraels í þessari viku. Það er tímabært að alþjóðleg íþróttahreyfing – og íþróttayfirvöld hér á landi – endurskoði afstöðu sína gagnvart þátttöku Ísraels í alþjóðlegum keppnum á meðan hernaðaraðgerðir þeirra á Gaza halda áfram. Að spila tvo landsleiki gegn Ísrael var ekki sjálfsagt fyrir okkur. Við stóðum frammi fyrir áskorun sem við höfum ekki áður þurft að horfast í augu við: Að spila við fulltrúa ríkis sem ber ábyrgð á dauða ótal saklausra borgara – eða hafna þátttöku og þar með láta ísraelska landsliðið fara áfram. Við ákváðum að spila – af því við vildum sjá íslenska fánann á heimsmeistaramótinu en ekki þann ísraelska. Það eru ekki eðlilegar eða ásættanlegar aðstæður þegar landslið þarf að spila tvo leiki fyrir luktum dyrum, mæta í lögreglufylgd og hafa áhyggjur af öryggi sínu bæði á vellinum og utan hans. Við viljum spila handbolta af ástríðu, fyrir land og þjóð – en við viljum líka að þær aðstæður sem okkur er gert að spila við séu í takt við grundvallargildi íþrótta um frið, virðingu og samstöðu. Til að þessi gildi, og þær reglur alþjóðlegra íþróttasamtaka sem eiga að tryggja framkvæmd þeirra, haldi gildi sinni, þá er eðlilegt að spyrja: Hvers vegna fær Ísrael enn að taka þátt í alþjóðlegum keppnum? Við skorum á HSÍ og ÍSÍ að koma okkar reynslu á framfæri við viðeigandi alþjóðasambönd og fara fram á að Ísrael verði meinað að taka þátt í alþjóðlegu íþróttaviðburðum meðan á hernaði þeirra stendur. Við viljum rödd okkar heyrist – sem íþróttakvenna, sem fulltrúa Íslands, og sem manneskja. Við stöndum saman í þeirri von að afstaða okkar stuðli að breytingum sem endurspegla þá mannlega reisn sem íþróttir eiga að standa fyrir. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Handbolti HSÍ ÍSÍ Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Sjá meira
Það gekk á ýmsu í kringum leiki íslenska liðsins við Ísrael. Spila þurfti þá fyrir luktum dyrum og tómri stúku vegna tilmæla ríkislögreglustjóra tengdum öryggismálum. Margur kallaði eftir sniðgöngu landsliðskvenna Íslands vegna framgangs Ísraela í Palestínu. Landsliðskonur fengu fjölmörg skilaboð í aðdraganda leikjanna og þær sagðar hlynntar þjóðarmorði Ísraela með því að spila leikinn. Í yfirlýsingunni í dag segjast stelpurnar hafa staðið frammi fyrir tveimur kostum: „Að spila við fulltrúa ríkis sem ber ábyrgð á dauða ótal saklausra borgara – eða hafna þátttöku og þar með láta ísraelska landsliðið fara áfram.“ Ísland vann báða leikina örugglega og tryggði þar með sæti liðsins á HM í vetur. Í myndatöku eftir leik vakti athygli að leikmenn liðsins settu hönd yfir merki ísraelska fyrirtækisins Rapyd. Leikmenn liðsins sendu þar skýr skilaboð um ósætti við að ísraelskt fyrirtæki sé einn meginstyrktaraðila sambandsins. Leikmenn íslenska liðsins hafa nú sent frá sér yfirlýsingu vegna þess sem hefur gengið á dagana í aðdraganda leikjanna tveggja við Ísrael. Þar segir að það séu „ekki eðlilegar eða ásættanlegar aðstæður þegar landslið þarf að spila tvo leiki fyrir luktum dyrum, mæta í lögreglufylgd og hafa áhyggjur af öryggi sínu bæði á vellinum og utan hans.“ Stelpurnar okkar skora á ÍSÍ og HSÍ að þrýsta á alþjóðasambönd um að Ísrael verði meina að taka þátt í alþjóðlegum íþróttaviðburðum á meðan á hernaði þjóðarinnar stendur, með því að koma reynslu stelpnanna á framfæri. Yfirlýsingu þeirra má sjá í heild hér að neðan. Yfirlýsing frá kvennalandsliði Íslands í handbolta Við leikmenn kvennalandsliðs Íslands í handbolta teljum mikilvægt að koma reynslu okkar á framfæri eftir að hafa spilað tvo umspilsleiki gegn landsliði Ísraels í þessari viku. Það er tímabært að alþjóðleg íþróttahreyfing – og íþróttayfirvöld hér á landi – endurskoði afstöðu sína gagnvart þátttöku Ísraels í alþjóðlegum keppnum á meðan hernaðaraðgerðir þeirra á Gaza halda áfram. Að spila tvo landsleiki gegn Ísrael var ekki sjálfsagt fyrir okkur. Við stóðum frammi fyrir áskorun sem við höfum ekki áður þurft að horfast í augu við: Að spila við fulltrúa ríkis sem ber ábyrgð á dauða ótal saklausra borgara – eða hafna þátttöku og þar með láta ísraelska landsliðið fara áfram. Við ákváðum að spila – af því við vildum sjá íslenska fánann á heimsmeistaramótinu en ekki þann ísraelska. Það eru ekki eðlilegar eða ásættanlegar aðstæður þegar landslið þarf að spila tvo leiki fyrir luktum dyrum, mæta í lögreglufylgd og hafa áhyggjur af öryggi sínu bæði á vellinum og utan hans. Við viljum spila handbolta af ástríðu, fyrir land og þjóð – en við viljum líka að þær aðstæður sem okkur er gert að spila við séu í takt við grundvallargildi íþrótta um frið, virðingu og samstöðu. Til að þessi gildi, og þær reglur alþjóðlegra íþróttasamtaka sem eiga að tryggja framkvæmd þeirra, haldi gildi sinni, þá er eðlilegt að spyrja: Hvers vegna fær Ísrael enn að taka þátt í alþjóðlegum keppnum? Við skorum á HSÍ og ÍSÍ að koma okkar reynslu á framfæri við viðeigandi alþjóðasambönd og fara fram á að Ísrael verði meinað að taka þátt í alþjóðlegu íþróttaviðburðum meðan á hernaði þeirra stendur. Við viljum rödd okkar heyrist – sem íþróttakvenna, sem fulltrúa Íslands, og sem manneskja. Við stöndum saman í þeirri von að afstaða okkar stuðli að breytingum sem endurspegla þá mannlega reisn sem íþróttir eiga að standa fyrir.
Yfirlýsing frá kvennalandsliði Íslands í handbolta Við leikmenn kvennalandsliðs Íslands í handbolta teljum mikilvægt að koma reynslu okkar á framfæri eftir að hafa spilað tvo umspilsleiki gegn landsliði Ísraels í þessari viku. Það er tímabært að alþjóðleg íþróttahreyfing – og íþróttayfirvöld hér á landi – endurskoði afstöðu sína gagnvart þátttöku Ísraels í alþjóðlegum keppnum á meðan hernaðaraðgerðir þeirra á Gaza halda áfram. Að spila tvo landsleiki gegn Ísrael var ekki sjálfsagt fyrir okkur. Við stóðum frammi fyrir áskorun sem við höfum ekki áður þurft að horfast í augu við: Að spila við fulltrúa ríkis sem ber ábyrgð á dauða ótal saklausra borgara – eða hafna þátttöku og þar með láta ísraelska landsliðið fara áfram. Við ákváðum að spila – af því við vildum sjá íslenska fánann á heimsmeistaramótinu en ekki þann ísraelska. Það eru ekki eðlilegar eða ásættanlegar aðstæður þegar landslið þarf að spila tvo leiki fyrir luktum dyrum, mæta í lögreglufylgd og hafa áhyggjur af öryggi sínu bæði á vellinum og utan hans. Við viljum spila handbolta af ástríðu, fyrir land og þjóð – en við viljum líka að þær aðstæður sem okkur er gert að spila við séu í takt við grundvallargildi íþrótta um frið, virðingu og samstöðu. Til að þessi gildi, og þær reglur alþjóðlegra íþróttasamtaka sem eiga að tryggja framkvæmd þeirra, haldi gildi sinni, þá er eðlilegt að spyrja: Hvers vegna fær Ísrael enn að taka þátt í alþjóðlegum keppnum? Við skorum á HSÍ og ÍSÍ að koma okkar reynslu á framfæri við viðeigandi alþjóðasambönd og fara fram á að Ísrael verði meinað að taka þátt í alþjóðlegu íþróttaviðburðum meðan á hernaði þeirra stendur. Við viljum rödd okkar heyrist – sem íþróttakvenna, sem fulltrúa Íslands, og sem manneskja. Við stöndum saman í þeirri von að afstaða okkar stuðli að breytingum sem endurspegla þá mannlega reisn sem íþróttir eiga að standa fyrir.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Handbolti HSÍ ÍSÍ Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Sjá meira