Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglu eftir nóttina. Þar segir að 71 mál sé bókað í kerfum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan fimm í gærkvöldi til klukkan fimm í morgun og gistu sjö í fangaklefa eftir nóttina.
Flest málin sem nefnd eru í dagbókinni snúa að ölvun og akstri undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna en meðal annars þurfti að hafa afskipti af nokkrum mönnum í alvarlegu ástandi. Þar af voru tveir sem gengu á miðjum götum borgarinnar.
Tveir menn í annarlegu ástandi voru handteknir og vistaðir í fangageymslu vegna gruns um húsbrot. Það sama á við tvo menn sem voru að slást.
Mikið var um sjúkraflutninga í gær. Í færslu á Facebooksíðu slökkviliðsins segir að í heildina hafi þeir verið 117 og þar af 22 í forgangi. Minna hafi verið að gera hjá slökkviliðsmönnum í brunavörnum en þeir hafi tvisvar verið kallaðir út. Einu sinni vegna slyss og í hitt skiptið vegna elds sem reyndist ekki vera neitt.