Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar 12. apríl 2025 14:16 Landsfundur, jafnaðarmenn, fyrrum formenn. Forseti Alþýðusambands Íslands, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og aðrir góðir gestir. Þegar ég lít yfir þennan sal þá fæ ég hlýtt í hjartað. Ég hef svo lengi hlakkað til að hitta ykkur aftur á landsfundi. Og það var nú bara þannig að við höfðum ekki mikinn tíma eftir síðustu kosningar til að fagna sigrinum saman. Enda vorum við upptekin. Og eftirlétum öðrum flokkum að túlka tölurnar og skilgreina hver væri nú hinn raunverulegi sigurvegari kosninganna – og þar fram eftir götunum. Því að við vorum að mynda nýja ríkisstjórn fyrir Ísland. Ríkisstjórn sem tók til starfa þann 21. desember síðastliðinn. Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. * * * Þetta er stefnuræða formanns og ég mun vissulega ræða stefnu okkar hér á eftir ásamt því að líta yfir farinn veg, leggja mat á stöðu mála og lýsa sýn minni á verkefni okkar í Samfylkingu og í ríkisstjórn – nú, á næstu árum og til lengri framtíðar. En fyrst verð ég að segja að stundum má nú bara staldra aðeins við og gleðjast og hafa gaman – og við skulum leyfa okkur að gera það núna, í dag og fram eftir kvöldi. Í alvörunni talað: Til hamingju öll með sigurinn í síðustu kosningum. Og takk fyrir ykkar framlag – frá dýpstu hjartarótum: Takk! Ég vil sérstaklega þakka stjórn flokksins fyrir ómetanlega gott samstarf á síðustu árum. Þar voru Guðmundur Árni varaformaður, Guðmundur Ari formaður framkvæmdastjórnar, Arna Lára ritari, Jón Grétar gjaldkeri, Logi sem þingflokksformaður og Hilda Jana sem formaður sveitarstjórnarráðs. Og ég gæti haldið svo lengi áfram: Takk framkvæmdastjórn, formenn og stjórnir aðildarfélaga vítt um land og kjördæmisráða, uppstillingarnefndir, Ungt jafnaðarfólk, 60+, verkalýðsmálaráð, kvennahreyfing, kosningarstjórnir og sjálfboðaliðar, hringjarar, fólkið sem stillir upp stólunum og hellir upp á kaffið, trúnaðarmenn, óbreyttir flokksmenn – og utanflokksfólk sem beitir sér samt í umræðu og á kaffistofum – starfsfólk sem vinnur oft ansi langar vinnuvikur, vegna þess að starfið er líka hugsjón, frambjóðendur, fulltrúar í sveitarstjórnum og fjölskyldur allra þeirra sem gefa vinnu og tíma. Án gríns, takk fyrir allt – svona virkar samfélag. Og allt ykkar framlag er forsenda fyrir sameiginlegum sigrum okkar. Þið vitið þetta. Við erum sterkari saman. Og áður en lengra er haldið þá vil ég ávarpa það sérstaklega að ég er mjög meðvituð um mikilvægi þess að forysta flokksins haldi áfram nánu og þéttu samstarfi við hinn almenna flokksmann og jafnaðarfólk um land allt. En það blasir við að staða mín er breytt. Þó ég haldi enn reglulega opna fundi með fólkinu í landinu – hér á höfuðborgarsvæðinu og hringinn í kringum landið – þá breytist margt þegar formaður flokks verður forsætisráðherra. Það eru ríkari skyldur og meira að gera. Ég má ekki verða fjarlæg – og mun gæta þess að missa aldrei tengingu við flokkinn og fólkið í landinu. En það eru líka fleiri í forystu flokksins sem stíga upp í þessari stöðu – varaformaður, formaður framkvæmdastjórnar, ritari og svo framvegis – sem bera fyrir vikið enn meiri ábyrgð á flokknum okkar. Ég veit að þið munið sýna þessu skilning og ég mun leggja mig alla fram, eftir sem áður, bæði sem formaður Samfylkingar og forsætisráðherra Íslands. II. Samfylking í þjónustu þjóðar. Landsfundur – lítum nú aðeins yfir farinn veg. Við sögðum á síðasta landsfundi, fyrir tveimur og hálfu ári, að sá fundur myndi marka tímamót í sögu flokks og þjóðar. Og hingað erum við komin. Við boðuðum breytingar. Og nú leiðum við breytingar. Fyrst í flokknum og svo í ríkisstjórn. Við vorum með plan. Og nú erum við að framkvæma þetta plan. Sem við mótuðum saman í umfangsmiklu samtali við almenning. Því að Samfylkingin er komin aftur á réttan stað. Þétt með þjóðinni. Og í forystu við stjórn landsmála, loksins – eftir 11 löng ár í stjórnarandstöðu. Við vitum að verkefninu er engan veginn lokið. Vinnan er rétt að hefjast. Og við munum halda áfram að móta flokkinn okkar – þannig að við náum sem mestum árangri – byggt á hugsjónum okkar og gildum um frelsi, jafnrétti og samstöðu. Því við fórum ekki í pólitík til að fagna stundarsigri í kosningum heldur til að vinna langvarandi sigra fyrir fólkið í landinu – sem munar um í daglegu lífi. Og við tökum engu sem gefnu – aldrei – ekki einu einasta atkvæði. Heldur störfum af auðmýkt og virðingu fyrir umbjóðendum okkar. Ég hef stundum vitnað í einn af forverum mínum, Jón Baldvinsson prentara, sem var foringi Alþýðusambandsins og -flokksins fyrstu 22 árin: „Eðli verkalýðsbaráttunnar er ekki skyndiupphlaup, hávaðafundir og ævintýri, heldur markvisst, sleitulaust strit fyrir málefnunum sjálfum.“ Ég held að við getum tekið þessi orð til okkar í dag. Ekki „skyndiupphlaup“, ekki „hávaðafundir“, heldur „markvisst, sleitulaust strit“. Þannig munum við ná sem mestum árangri í pólitísku starfi – nú sem fyrr. * * * Og ég vil halda aðeins áfram að lýsa minni sýn á það hvernig Samfylkingin á að vinna og vera og nálgast mál – því að við getum svo sannarlega, og eigum, að nýta þetta tækifæri sem við höfum núna. Til að byggja okkur upp og styrkja að nýju – sem stjórnandi og þjónandi afl í íslensku samfélagi til lengri tíma. Þannig sé ég okkar hlutverk: Samfylking í þjónustu þjóðar. Í þágu vinnandi fólks. Samfylkingin setur Ísland alltaf í fyrsta sæti. Á undan hagsmunum flokksins og okkar félaga. Því að stjórnmálaflokkar eru ólíkir og geta lagt mismikla áherslu á að þjóna þjóð sinni annars vegar eða þjóna sínum félögum hins vegar. En við berum rósina – merki jafnaðarmanna á Íslandi. Og því fylgir ábyrgð. Við berum hana aldrei sem tákn um yfirburði eða til að merkja okkur sem betri eða æðri nokkrum öðrum. Þvert á móti. Við berum rauða rós og fána Íslands til áminningar um það hverjum við þjónum – ekki sjálfum okkur heldur Íslandi og öllum þeim sem hér búa, vinnandi fólki, hvar sem það skipar sér í flokk og leik og starfi. Við erum ekki klúbbur um einkahagsmuni eða einkaáhugamál flokksfélaga. Við erum og verðum alltaf að vera Samfylking í þjónustu þjóðar. Og þetta hugarfar skiptir máli. Prófið bara að máta þessa hugsun við það sem við sjáum nú af okkar ágætu stjórnarandstöðu upp á síðkastið. Ég er sannfærð um að þjóðin sér í gegnum klækjapólitík – en kann að meta hitt: Þegar stjórnmálaflokkar starfa af fullum heilindum með sleitulausu striti fyrir málefnunum sjálfum. Kæru félagar – það skulum við gera áfram. * * * Við berum virðingu fyrir ólíkum skoðunum – og, já, ólíkum gildum. Setjum okkur ekki á háan hest. En berum höfuðið hátt – því að það megum við svo sannarlega gera, stolt og hnarreist. Flokkurinn okkar er 25 ára í vor. Til hamingju! En sagan nær óslitið aftur til ársins 1916. Og hugsjónin lifir að eilífu. Stöndum upp og klöppum og fögnum tryggð Samfylkingarinnar við land og þjóð og hugsjón klassískrar jafnaðarstefnu. Ég legg áherslu á þessa nálgun því að ég tel að hún sé lykillinn að því að Samfylkingin verði, til lengri tíma, sigrandi afl og leiðandi flokkur við stjórn landsmála. Þetta er verkefni okkar. Það er vissulega klisja en þó má fanga þetta hugarfar með spurningunni: Spurðu ekki hvað flokkurinn getur gert fyrir þig – heldur hvað þú og við og flokkurinn getum gert saman, fyrir Ísland og vinnandi fólk, frá einni kynslóð til annarrar um ókomna tíð? Við erum sterkari saman. III. Verkin tala: Fyrstu 100 dagarnir frá sjónarhóli hins almenna manns. Kæru félagar. Hvar stöndum við nú? Verkin tala. Fyrstu 100 dagar verkstjórnar segja sína sögu. Og ég ætla ekki að þreyta ykkur með því að þylja upp afrekaskrá ríkisstjórnarinnar. En þess í stað skulum við líta á verkin frá sjónarhóli hins almenna manns – og fólksins sem við vinnum fyrir; sem við þekkjum, sem við hittum og sem við töluðum við á opnum fundum, inni á vinnustöðum og á heimilum – og í hringingum í kosningabaráttunni. Og tilfinningin var sú hjá alltof mörgum að pólitíkin væri hætt að virka fyrir venjulegt fólk í daglegu lífi. En hvað hefur breyst? Eldra fólk getur nú treyst því að lífeyrir TR hækki með launum í landinu. Þetta verður lögfest í vor, loksins, nákvæmlega eins og við sögðumst ætla að gera. Sama gildir hjá öryrkjanum. Og um leið innleiðum við nýtt örorkulífeyriskerfi með hærri greiðslum og hvötum til virkni – og tryggjum líka að aldurstengda örorkuuppbótin falli ekki niður þegar fólk nær efri árum. Fjölskyldur barna með fjölþættan vanda geta andað léttar. Því að þjónustan verður nú fjármögnuð af ríkinu og fólk mun njóta hennar sama hvar það býr. Fatlað fólk fær lögfestan samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi þess – strax í vor. Það er risastórt skref fyrir Ísland. Aðstandendur fólks sem þarf að öryggisvista munu loksins búa við öryggi. Því að þessi ríkisstjórn er að ganga í að leysa mál sem hefur verið þrasað um í kerfinu í áratugi, án viðunandi niðurstöðu, fyrr en nú. Foreldrar barna sem veikjast á meðgöngu finna strax fyrir breytingum og auknum stuðningi samfélagsins – og það sama gildir um fjölburaforeldra. Unga fólkið keppir ekki lengur við fjársterka aðila sem kaupa upp íbúðir til að leigja þær út á Airbnb, allan ársins hring, án þess að greiða af því gjöld eins og gilda um aðra atvinnustarfsemi. Námsmenn sem þurfa stuðning munu njóta góðs af breyttu námslánakerfi. Og hvað með eldra fólkið sem þarf þjónustu á hjúkrunarheimili eftir að hafa stritað alla ævi? Nú erum við loksins að ýta af stað þjóðarátaki í umönnun eldra fólks. Það mun taka tíma – en við erum farin af stað og ráðgert er að taka í notkun 720 ný hjúkrunarrými til ársins 2028 – með breyttri nálgun og öruggri fjármögnun. Til samanburðar fjölgaði hjúkrunarrýmum um 40 á ári frá árinu 2017. Þetta eru breytingar sem við munum finna fyrir, beint og óbeint, þegar við þurfum á heilbrigðisþjónustu að halda. Og heilbrigðiskerfið er sannarlega í öruggum höndum núna. Með árlegu viðbótarframlagi sem vex samkvæmt fjármálaáætlun til 2030, og fer þá upp í 57 milljarða viðbót, til uppbyggingar í öruggum skrefum. Meðferðarúrræði verða opin í sumar – ólíkt því sem verið hefur. Og þetta eru bara velferðarmálin. Enda höfum við í Samfylkingu stundum sagt: Sterk velferð – stolt þjóð. * * * Ég er ekki byrjuð að tala um efnahags- og atvinnumálin. Og já: Við erum að negla niður vextina – með stóru sleggjunni. Við erum að laga ríkisfjármálin og lögfesta stöðugleikareglu, auka traust til hagstjórnar, allt eins og við sögðumst ætla að gera. Og þess vegna fara verðbólgan og vextirnir lækkandi. Vinnandi fólk finnur fyrir þessu strax í hverjum einasta mánuði – fyrirtækin finna fyrir þessu. En við fögnum ekki sigri of snemma heldur tökum við fulla ábyrgð á stjórn efnahagsmála. Með forgangsröðun, með hagræðingu og já með tekjuöflun. Landsfundur. Við sögðumst ætla að innleiða almenn og réttlát auðlindagjöld. Og þetta er það sem við erum að gera. Við erum að leiðrétta veiðigjöldin og það munar um minna. Næsta haust ætlum við að samþykkja ný lög um lagareldi á Íslandi – sem tryggir að nýtingarréttur í sjókvíaeldi verður tímabundinn, ekki varanlegur eins og síðasta ríkisstjórn vildi. Ströngustu umhverfiskröfum verður fylgt og þjóðin fær réttlátt gjald fyrir nýtingu á fjörðum landsins. Í haust munum við líka taka upp almenn auðlindagjöld af orkuvinnslu – sem renna að hluta til nærsamfélags, óháð eignarhaldi og hvort sem verið er að vinna vatnsafl, jarðvarma, vind eða aðra orkugjafa. Á næsta ári ætlum við svo að taka upp auðlindagjald með álagsstýringu í ferðaþjónustu – sem getur verið breytilegt eftir árstíma og staðsetningu, svo hægt sé að undanskilja landsvæði þar sem álag af ferðaþjónustu er lítið. Þetta er spurning um að þora og gera og það verður ekki alltaf auðvelt – en við ætlum að gera þetta. Enda ætlum við að stórauka fjárfestingu í innviðum og verðmætasköpun á Íslandi. Oft var þörf en nú er nauðsyn. 7 milljarða viðbót í vegabætur strax árið 2026 og svo tröppum við okkur upp á kjörtímabilinu. Við höfum boðað stofnun innviðafélags um stærri nýframkvæmdir í samgöngumálum. Meðal annars til að rjúfa stóra jarðgangastoppið frá 2017 sem síðasta ríkisstjórn bauð þjóðinni upp á. Við ætlum að byrja aftur að bora. Því að ný ríkisstjórn hefur einbeittan vilja til verklegra framkvæmda. Orkumálin eru loksins í góðum höndum. Þar eru hlutirnir að komast á hreyfingu með víðtækum laga- og reglugerðarbreytingum strax á fyrstu mánuðum nýrrar ríkisstjórnar. Þar er krafan skýr: Aukið orkuframboð – en líka varfærni og jafnvægi milli orkunýtingar og náttúruverndar. Nú erum við að veita garðyrkjubændum sérstakan fjárfestingarstuðning, í fyrsta skipti í áratugi, til að nútímavæða ljósabúnað og bæta orkunýtni. Við höfum kynnt stærsta átak aldarinnar í jarðhitaleit til húshitunar. Og við höfum strax komið fram með lagabreytingar til þess að vinda ofan af ójafnvæginu sem hefur skapast milli þéttbýlis og dreifbýlis þegar kemur að dreifikostnaði raforku. Við ætlum að jafna þennan kostnað og sjá til þess að rafmagnsreikningurinn í dreifðari byggðum lækki. Bíðið bara – við munum stíga enn stærri skref í haust til að jafna orkuverð fyrir Ísland allt. Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra mun sömuleiðis kynna sínar áætlanir til að auka aðgengi að menningu og listum um land allt og óháð efnahag. Og framlög til nýsköpunar, rannsókna og þekkingargreina fara hlutfallslega vaxandi á kjörtímabilinu. * * * Allt eru þetta pólitískar áherslur sem birtast í fyrstu fjármálaáætlun nýrrar ríkisstjórnar. Fjármálaáætlun um öryggi og innviði Íslands. Pólitísk baráttumál Samfylkingar til ára og áratuga sem við hrindum nú í framkvæmd. Eftir að hafa skerpt á stefnu okkar og málefnastarfi saman á síðasta kjörtímabili – með víðtækri aðkomu almennings og sérfræðinga. Þetta er ykkar árangur – okkar árangur – eftir sleitulist strit og undirbúning síðustu ára. Við erum að fjölga lögreglumönnum, styrkja Landhelgisgæsluna, fjármagna uppbyggingu á nýju öryggisfangelsi á Stóra-Hrauni og stórauka framlög til öryggis- og varnarmála. Og hvað með útlendingamálin? Síðasta ríkisstjórn sprengdi sjálfa sig víst vegna vandræða með útlendinga og ætlaði svo að skipa þjóðinni að kjósa um þann málaflokk Við erum að taka á útlendingamálunum – af mannúð og með skilvirkni, til að styrkja stjórnsýslu í þessum málaflokki og skapa eins breiða sátt meðal almennings og við getum. Við erum að taka sterkari stjórn á landamærunum – með kröfu um að flugfélög sem lenda á Íslandi gefi upp farþegalista. Og svo mætti nú lengi telja. * * * Ég má til með að þakka samstarfsflokkum okkar í ríkisstjórn, Viðreisn og Flokki fólksins, fyrir vel unnin störf á fyrstu 100 dögum verkstjórnar. Og ég bind miklar vonir við samstarfið á næstu árum. Gefum þeim gott klapp. Milli forystukvenna stjórnarflokkanna ríkir fullt og algjörlega gegnheilt traust, sem er mikilvægt veganesti fyrir nýja ríkisstjórn. Fyrir það er ég þakklát og samstarfið lofar góðu. Og klöppum líka sérstaklega fyrir frammistöðu okkar ágætu fagráðherra sem ég get vottað fyrir að eru standa sig hreint út sagt stórkostlega vel: Ölmu Möller heilbrigðisráðherra, Jóhanni Páli Jóhannssyni umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Loga Einarssyni menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Þetta eru frábærir fulltrúar Samfylkingar. Verkin tala. IV. Við erum sterkari saman. Kæru félagar og góðir gestir. Yfirskrift þessa landsfundar er „Sterkari saman“. Við erum sterkari saman. Og það gildir á flestum sviðum. (i) Þetta gildir um samfélagið okkar. Við viljum vera stolt þjóð með sterkt velferðarkerfi – en ekki lausbundið samansafn einstaklinga sem er hver einn að sýsla í sínu horni. (ii) Þetta gildir sömuleiðis í samfélagi þjóða – í vaxandi mæli. Þar sem fjöldi viðfangsefna krefst alþjóðlegrar samvinnu og samstarfs þvert á landamæri. Það er augljóst þegar kemur að öryggis- og varnarmálum og meðal annars þess vegna erum við Íslendingar í NATO – eitt af stofnríkjum bandalagsins. Ég ætla ekki að ræða öryggis- og varnarmálin í lengra máli núna – því að strax á eftir þessari stefnuræðu verður pallborð um þau mál sem ég mun taka þátt í. Og þá gefst okkur kostur á að fara yfir stefnu Samfylkingarinnar í þessum mikilvæga málaflokki. En þegar kemur að mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu mætti einnig nefna til dæmis loftslagsaðgerðir, alþjóðaviðskipti, fólksflutninga, skattamál og svo margt fleira. Og þess vegna ætlum við einmitt að gefa þjóðinni kost á að ákveða hvort farið verði í aðildarviðræður við Evrópusambandið – fyrir lok árs 2027. En við munum beita okkur fyrir því að umræðan um það verið opin og málefnaleg en ekki drifin áfram af offorsi eða einstrengingslegri pólitík. (iii) En þetta gildir líka um flokkinn okkar og verkalýðshreyfinguna og samstarf okkar við atvinnulífið og fyrirtækin í landinu. Við erum sterkari saman. Ég vil að Samfylking hafi forystu um að færa fólkið í landinu nær hvert öðru en ekki fjær. Og ég tel að enn þéttara samstarf milli samtaka launafólks og atvinnurekenda og stjórnmálaflokkanna í landinu yrði til heilla fyrir land og þjóð. Því er gleðilegt að forseti Alþýðusambands Íslands og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins séu með okkur hér í dag og muni flytja hátíðarávörp hér á eftir í tilefni af afmæli Samfylkingarinnar. Takk fyrir það! Ég veit að við getum gert enn betur í að vinna með atvinnulífinu til lengri tíma – og við eigum að gera það. En það gildir líka á báða bóga og saman skulum við finna taktinn í því – vegna þess að Samfylkingin er reiðbúin að bera ábyrgð á landstjórninni sem kjölfestuflokkur í íslenskum stjórnmálum. (iv) Já – kæru félagar. Samfylkingin var stofnuð árið 2000 einmitt vegna þess að við erum sterkari saman – eftir áralanga sundrungu meðal jafnaðarfólks. Saga flokksins er merkileg á marga lund og við settumst fyrst í ríkisstjórn frá 2007 til 2013 – á erfiðum tíma í lífi þjóðarinnar. Og þá lögðum grunn að endurreisn Íslands eftir allsherjarhrun þó að margt hafi líka reynst okkur erfitt á þessum árum. Við höfum um ára bil verið stórveldi á sveitarstjórnarstiginu – líka á meðan við vorum í vanda á landsvísu og í innanflokksátökum um tíma. En á 25 ára afmælinu erum við sameinaður flokkur í þjónustu þjóðar. Og þá er sérlega ánægjulegt að allir fyrrverandi formenn flokksins, sem höfðu kost á því, séu með okkur í salnum hér í dag. Ég kann virkilega vel að meta það og mun á eftir veita ykkar sérstakan virðingarvott fyrir hönd flokksins – fyrir fórnfúst starf í þágu jafnaðarmanna á Íslandi. Takk! V. Hristum upp í kerfinu. Landsfundur. Ég ætla að ljúka þessu með einni brýningu og hvatningu til okkar allra. Við verðum dæmd af verkum okkar. Og hvernig okkur gengur að sinna hagsmunum vinnandi fólks í raun. Þess vegna skulum við taka upp „stóru skófluna“ fyrst – eins og ónefndur iðnrekandi í Reykjavík komst að orði – og verum algjörlega óhrædd. Hristum upp í kerfinu. Verum sjálfsgagnrýnin. Við megum aldrei verða varðhundar kerfisins ef það er ekki að virka fyrir venjulegt fólk. Þar sem er skortur á nauðsynjum eigum við að stíga inn og skapa meira – eða allavega skapa umgjörð sem vinnur á skortinum: Hvort sem það eru hjúkrunarrými fyrir aldraða. Eða íbúðir á viðráðanlegu verði fyrir fjölskyldur. Eða orku- og samgönguinnviðir sem virka fyrir fólkið í landinu. Ríkið verður að virka. Og pólitíkin má ekki skiptast á milli tveggja jaðra – annars vegar þeirra sem eru lengst til hægri og vilja ekki að ríkið virki og hins vegar vinstriflokka sem verja alltaf ríkið því þeir þora ekki að hrista upp í kerfinu! Forsenda fyrir því að pólitík okkar jafnaðarmanna fái brautargengi er að við tökum fast á þeim málum sem standa fólki næst – og náum árangri. Því að annars munu jaðarflokkar stjórnmálanna og öfgaöfl nærast á skortinum. Og því miður sjáum við dæmi þess alltof víða á Vesturlöndum. Andvaraleysi og kæruleysi er ekki í boði. Ef við þorum ekki að brjóta upp og byggja aftur betur það sem er ekki að virka – þá mun ysta hægrið nærast á því og þykjast geta boðið betur. Ábyrgð okkar er mikil. VI. Lokaorð. Framundan eru sveitarstjórnarkosningar sem fara fram vorið 2026. Heiða Björg Hilmisdóttir, ég vil þakka þér fyrir þitt góða starf sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Og óska þér til hamingju með myndun nýs meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Við höfum verk að vinna og sigra að sækja í sveitarfélögum vítt um land. * * * Landsfundur – góðir gestir. Í dag skulum við gleðjast og fagna árangrinum náðst hefur. En lítum jafnharðan fram á veg og hugum að verkefnum okkar næstu árin. Hvert og eitt okkar getur lagt sitt af mörkum. Með Samfylkingu – fyrir Ísland. Takk fyrir traustið. Takk fyrir stuðninginn. Og til hamingju með glæsilegan landsfund. Höfundur er forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Samfylkingin Mest lesið Halldór 12.04.2025 Halldór „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperuá Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Sjá meira
Landsfundur, jafnaðarmenn, fyrrum formenn. Forseti Alþýðusambands Íslands, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og aðrir góðir gestir. Þegar ég lít yfir þennan sal þá fæ ég hlýtt í hjartað. Ég hef svo lengi hlakkað til að hitta ykkur aftur á landsfundi. Og það var nú bara þannig að við höfðum ekki mikinn tíma eftir síðustu kosningar til að fagna sigrinum saman. Enda vorum við upptekin. Og eftirlétum öðrum flokkum að túlka tölurnar og skilgreina hver væri nú hinn raunverulegi sigurvegari kosninganna – og þar fram eftir götunum. Því að við vorum að mynda nýja ríkisstjórn fyrir Ísland. Ríkisstjórn sem tók til starfa þann 21. desember síðastliðinn. Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. * * * Þetta er stefnuræða formanns og ég mun vissulega ræða stefnu okkar hér á eftir ásamt því að líta yfir farinn veg, leggja mat á stöðu mála og lýsa sýn minni á verkefni okkar í Samfylkingu og í ríkisstjórn – nú, á næstu árum og til lengri framtíðar. En fyrst verð ég að segja að stundum má nú bara staldra aðeins við og gleðjast og hafa gaman – og við skulum leyfa okkur að gera það núna, í dag og fram eftir kvöldi. Í alvörunni talað: Til hamingju öll með sigurinn í síðustu kosningum. Og takk fyrir ykkar framlag – frá dýpstu hjartarótum: Takk! Ég vil sérstaklega þakka stjórn flokksins fyrir ómetanlega gott samstarf á síðustu árum. Þar voru Guðmundur Árni varaformaður, Guðmundur Ari formaður framkvæmdastjórnar, Arna Lára ritari, Jón Grétar gjaldkeri, Logi sem þingflokksformaður og Hilda Jana sem formaður sveitarstjórnarráðs. Og ég gæti haldið svo lengi áfram: Takk framkvæmdastjórn, formenn og stjórnir aðildarfélaga vítt um land og kjördæmisráða, uppstillingarnefndir, Ungt jafnaðarfólk, 60+, verkalýðsmálaráð, kvennahreyfing, kosningarstjórnir og sjálfboðaliðar, hringjarar, fólkið sem stillir upp stólunum og hellir upp á kaffið, trúnaðarmenn, óbreyttir flokksmenn – og utanflokksfólk sem beitir sér samt í umræðu og á kaffistofum – starfsfólk sem vinnur oft ansi langar vinnuvikur, vegna þess að starfið er líka hugsjón, frambjóðendur, fulltrúar í sveitarstjórnum og fjölskyldur allra þeirra sem gefa vinnu og tíma. Án gríns, takk fyrir allt – svona virkar samfélag. Og allt ykkar framlag er forsenda fyrir sameiginlegum sigrum okkar. Þið vitið þetta. Við erum sterkari saman. Og áður en lengra er haldið þá vil ég ávarpa það sérstaklega að ég er mjög meðvituð um mikilvægi þess að forysta flokksins haldi áfram nánu og þéttu samstarfi við hinn almenna flokksmann og jafnaðarfólk um land allt. En það blasir við að staða mín er breytt. Þó ég haldi enn reglulega opna fundi með fólkinu í landinu – hér á höfuðborgarsvæðinu og hringinn í kringum landið – þá breytist margt þegar formaður flokks verður forsætisráðherra. Það eru ríkari skyldur og meira að gera. Ég má ekki verða fjarlæg – og mun gæta þess að missa aldrei tengingu við flokkinn og fólkið í landinu. En það eru líka fleiri í forystu flokksins sem stíga upp í þessari stöðu – varaformaður, formaður framkvæmdastjórnar, ritari og svo framvegis – sem bera fyrir vikið enn meiri ábyrgð á flokknum okkar. Ég veit að þið munið sýna þessu skilning og ég mun leggja mig alla fram, eftir sem áður, bæði sem formaður Samfylkingar og forsætisráðherra Íslands. II. Samfylking í þjónustu þjóðar. Landsfundur – lítum nú aðeins yfir farinn veg. Við sögðum á síðasta landsfundi, fyrir tveimur og hálfu ári, að sá fundur myndi marka tímamót í sögu flokks og þjóðar. Og hingað erum við komin. Við boðuðum breytingar. Og nú leiðum við breytingar. Fyrst í flokknum og svo í ríkisstjórn. Við vorum með plan. Og nú erum við að framkvæma þetta plan. Sem við mótuðum saman í umfangsmiklu samtali við almenning. Því að Samfylkingin er komin aftur á réttan stað. Þétt með þjóðinni. Og í forystu við stjórn landsmála, loksins – eftir 11 löng ár í stjórnarandstöðu. Við vitum að verkefninu er engan veginn lokið. Vinnan er rétt að hefjast. Og við munum halda áfram að móta flokkinn okkar – þannig að við náum sem mestum árangri – byggt á hugsjónum okkar og gildum um frelsi, jafnrétti og samstöðu. Því við fórum ekki í pólitík til að fagna stundarsigri í kosningum heldur til að vinna langvarandi sigra fyrir fólkið í landinu – sem munar um í daglegu lífi. Og við tökum engu sem gefnu – aldrei – ekki einu einasta atkvæði. Heldur störfum af auðmýkt og virðingu fyrir umbjóðendum okkar. Ég hef stundum vitnað í einn af forverum mínum, Jón Baldvinsson prentara, sem var foringi Alþýðusambandsins og -flokksins fyrstu 22 árin: „Eðli verkalýðsbaráttunnar er ekki skyndiupphlaup, hávaðafundir og ævintýri, heldur markvisst, sleitulaust strit fyrir málefnunum sjálfum.“ Ég held að við getum tekið þessi orð til okkar í dag. Ekki „skyndiupphlaup“, ekki „hávaðafundir“, heldur „markvisst, sleitulaust strit“. Þannig munum við ná sem mestum árangri í pólitísku starfi – nú sem fyrr. * * * Og ég vil halda aðeins áfram að lýsa minni sýn á það hvernig Samfylkingin á að vinna og vera og nálgast mál – því að við getum svo sannarlega, og eigum, að nýta þetta tækifæri sem við höfum núna. Til að byggja okkur upp og styrkja að nýju – sem stjórnandi og þjónandi afl í íslensku samfélagi til lengri tíma. Þannig sé ég okkar hlutverk: Samfylking í þjónustu þjóðar. Í þágu vinnandi fólks. Samfylkingin setur Ísland alltaf í fyrsta sæti. Á undan hagsmunum flokksins og okkar félaga. Því að stjórnmálaflokkar eru ólíkir og geta lagt mismikla áherslu á að þjóna þjóð sinni annars vegar eða þjóna sínum félögum hins vegar. En við berum rósina – merki jafnaðarmanna á Íslandi. Og því fylgir ábyrgð. Við berum hana aldrei sem tákn um yfirburði eða til að merkja okkur sem betri eða æðri nokkrum öðrum. Þvert á móti. Við berum rauða rós og fána Íslands til áminningar um það hverjum við þjónum – ekki sjálfum okkur heldur Íslandi og öllum þeim sem hér búa, vinnandi fólki, hvar sem það skipar sér í flokk og leik og starfi. Við erum ekki klúbbur um einkahagsmuni eða einkaáhugamál flokksfélaga. Við erum og verðum alltaf að vera Samfylking í þjónustu þjóðar. Og þetta hugarfar skiptir máli. Prófið bara að máta þessa hugsun við það sem við sjáum nú af okkar ágætu stjórnarandstöðu upp á síðkastið. Ég er sannfærð um að þjóðin sér í gegnum klækjapólitík – en kann að meta hitt: Þegar stjórnmálaflokkar starfa af fullum heilindum með sleitulausu striti fyrir málefnunum sjálfum. Kæru félagar – það skulum við gera áfram. * * * Við berum virðingu fyrir ólíkum skoðunum – og, já, ólíkum gildum. Setjum okkur ekki á háan hest. En berum höfuðið hátt – því að það megum við svo sannarlega gera, stolt og hnarreist. Flokkurinn okkar er 25 ára í vor. Til hamingju! En sagan nær óslitið aftur til ársins 1916. Og hugsjónin lifir að eilífu. Stöndum upp og klöppum og fögnum tryggð Samfylkingarinnar við land og þjóð og hugsjón klassískrar jafnaðarstefnu. Ég legg áherslu á þessa nálgun því að ég tel að hún sé lykillinn að því að Samfylkingin verði, til lengri tíma, sigrandi afl og leiðandi flokkur við stjórn landsmála. Þetta er verkefni okkar. Það er vissulega klisja en þó má fanga þetta hugarfar með spurningunni: Spurðu ekki hvað flokkurinn getur gert fyrir þig – heldur hvað þú og við og flokkurinn getum gert saman, fyrir Ísland og vinnandi fólk, frá einni kynslóð til annarrar um ókomna tíð? Við erum sterkari saman. III. Verkin tala: Fyrstu 100 dagarnir frá sjónarhóli hins almenna manns. Kæru félagar. Hvar stöndum við nú? Verkin tala. Fyrstu 100 dagar verkstjórnar segja sína sögu. Og ég ætla ekki að þreyta ykkur með því að þylja upp afrekaskrá ríkisstjórnarinnar. En þess í stað skulum við líta á verkin frá sjónarhóli hins almenna manns – og fólksins sem við vinnum fyrir; sem við þekkjum, sem við hittum og sem við töluðum við á opnum fundum, inni á vinnustöðum og á heimilum – og í hringingum í kosningabaráttunni. Og tilfinningin var sú hjá alltof mörgum að pólitíkin væri hætt að virka fyrir venjulegt fólk í daglegu lífi. En hvað hefur breyst? Eldra fólk getur nú treyst því að lífeyrir TR hækki með launum í landinu. Þetta verður lögfest í vor, loksins, nákvæmlega eins og við sögðumst ætla að gera. Sama gildir hjá öryrkjanum. Og um leið innleiðum við nýtt örorkulífeyriskerfi með hærri greiðslum og hvötum til virkni – og tryggjum líka að aldurstengda örorkuuppbótin falli ekki niður þegar fólk nær efri árum. Fjölskyldur barna með fjölþættan vanda geta andað léttar. Því að þjónustan verður nú fjármögnuð af ríkinu og fólk mun njóta hennar sama hvar það býr. Fatlað fólk fær lögfestan samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi þess – strax í vor. Það er risastórt skref fyrir Ísland. Aðstandendur fólks sem þarf að öryggisvista munu loksins búa við öryggi. Því að þessi ríkisstjórn er að ganga í að leysa mál sem hefur verið þrasað um í kerfinu í áratugi, án viðunandi niðurstöðu, fyrr en nú. Foreldrar barna sem veikjast á meðgöngu finna strax fyrir breytingum og auknum stuðningi samfélagsins – og það sama gildir um fjölburaforeldra. Unga fólkið keppir ekki lengur við fjársterka aðila sem kaupa upp íbúðir til að leigja þær út á Airbnb, allan ársins hring, án þess að greiða af því gjöld eins og gilda um aðra atvinnustarfsemi. Námsmenn sem þurfa stuðning munu njóta góðs af breyttu námslánakerfi. Og hvað með eldra fólkið sem þarf þjónustu á hjúkrunarheimili eftir að hafa stritað alla ævi? Nú erum við loksins að ýta af stað þjóðarátaki í umönnun eldra fólks. Það mun taka tíma – en við erum farin af stað og ráðgert er að taka í notkun 720 ný hjúkrunarrými til ársins 2028 – með breyttri nálgun og öruggri fjármögnun. Til samanburðar fjölgaði hjúkrunarrýmum um 40 á ári frá árinu 2017. Þetta eru breytingar sem við munum finna fyrir, beint og óbeint, þegar við þurfum á heilbrigðisþjónustu að halda. Og heilbrigðiskerfið er sannarlega í öruggum höndum núna. Með árlegu viðbótarframlagi sem vex samkvæmt fjármálaáætlun til 2030, og fer þá upp í 57 milljarða viðbót, til uppbyggingar í öruggum skrefum. Meðferðarúrræði verða opin í sumar – ólíkt því sem verið hefur. Og þetta eru bara velferðarmálin. Enda höfum við í Samfylkingu stundum sagt: Sterk velferð – stolt þjóð. * * * Ég er ekki byrjuð að tala um efnahags- og atvinnumálin. Og já: Við erum að negla niður vextina – með stóru sleggjunni. Við erum að laga ríkisfjármálin og lögfesta stöðugleikareglu, auka traust til hagstjórnar, allt eins og við sögðumst ætla að gera. Og þess vegna fara verðbólgan og vextirnir lækkandi. Vinnandi fólk finnur fyrir þessu strax í hverjum einasta mánuði – fyrirtækin finna fyrir þessu. En við fögnum ekki sigri of snemma heldur tökum við fulla ábyrgð á stjórn efnahagsmála. Með forgangsröðun, með hagræðingu og já með tekjuöflun. Landsfundur. Við sögðumst ætla að innleiða almenn og réttlát auðlindagjöld. Og þetta er það sem við erum að gera. Við erum að leiðrétta veiðigjöldin og það munar um minna. Næsta haust ætlum við að samþykkja ný lög um lagareldi á Íslandi – sem tryggir að nýtingarréttur í sjókvíaeldi verður tímabundinn, ekki varanlegur eins og síðasta ríkisstjórn vildi. Ströngustu umhverfiskröfum verður fylgt og þjóðin fær réttlátt gjald fyrir nýtingu á fjörðum landsins. Í haust munum við líka taka upp almenn auðlindagjöld af orkuvinnslu – sem renna að hluta til nærsamfélags, óháð eignarhaldi og hvort sem verið er að vinna vatnsafl, jarðvarma, vind eða aðra orkugjafa. Á næsta ári ætlum við svo að taka upp auðlindagjald með álagsstýringu í ferðaþjónustu – sem getur verið breytilegt eftir árstíma og staðsetningu, svo hægt sé að undanskilja landsvæði þar sem álag af ferðaþjónustu er lítið. Þetta er spurning um að þora og gera og það verður ekki alltaf auðvelt – en við ætlum að gera þetta. Enda ætlum við að stórauka fjárfestingu í innviðum og verðmætasköpun á Íslandi. Oft var þörf en nú er nauðsyn. 7 milljarða viðbót í vegabætur strax árið 2026 og svo tröppum við okkur upp á kjörtímabilinu. Við höfum boðað stofnun innviðafélags um stærri nýframkvæmdir í samgöngumálum. Meðal annars til að rjúfa stóra jarðgangastoppið frá 2017 sem síðasta ríkisstjórn bauð þjóðinni upp á. Við ætlum að byrja aftur að bora. Því að ný ríkisstjórn hefur einbeittan vilja til verklegra framkvæmda. Orkumálin eru loksins í góðum höndum. Þar eru hlutirnir að komast á hreyfingu með víðtækum laga- og reglugerðarbreytingum strax á fyrstu mánuðum nýrrar ríkisstjórnar. Þar er krafan skýr: Aukið orkuframboð – en líka varfærni og jafnvægi milli orkunýtingar og náttúruverndar. Nú erum við að veita garðyrkjubændum sérstakan fjárfestingarstuðning, í fyrsta skipti í áratugi, til að nútímavæða ljósabúnað og bæta orkunýtni. Við höfum kynnt stærsta átak aldarinnar í jarðhitaleit til húshitunar. Og við höfum strax komið fram með lagabreytingar til þess að vinda ofan af ójafnvæginu sem hefur skapast milli þéttbýlis og dreifbýlis þegar kemur að dreifikostnaði raforku. Við ætlum að jafna þennan kostnað og sjá til þess að rafmagnsreikningurinn í dreifðari byggðum lækki. Bíðið bara – við munum stíga enn stærri skref í haust til að jafna orkuverð fyrir Ísland allt. Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra mun sömuleiðis kynna sínar áætlanir til að auka aðgengi að menningu og listum um land allt og óháð efnahag. Og framlög til nýsköpunar, rannsókna og þekkingargreina fara hlutfallslega vaxandi á kjörtímabilinu. * * * Allt eru þetta pólitískar áherslur sem birtast í fyrstu fjármálaáætlun nýrrar ríkisstjórnar. Fjármálaáætlun um öryggi og innviði Íslands. Pólitísk baráttumál Samfylkingar til ára og áratuga sem við hrindum nú í framkvæmd. Eftir að hafa skerpt á stefnu okkar og málefnastarfi saman á síðasta kjörtímabili – með víðtækri aðkomu almennings og sérfræðinga. Þetta er ykkar árangur – okkar árangur – eftir sleitulist strit og undirbúning síðustu ára. Við erum að fjölga lögreglumönnum, styrkja Landhelgisgæsluna, fjármagna uppbyggingu á nýju öryggisfangelsi á Stóra-Hrauni og stórauka framlög til öryggis- og varnarmála. Og hvað með útlendingamálin? Síðasta ríkisstjórn sprengdi sjálfa sig víst vegna vandræða með útlendinga og ætlaði svo að skipa þjóðinni að kjósa um þann málaflokk Við erum að taka á útlendingamálunum – af mannúð og með skilvirkni, til að styrkja stjórnsýslu í þessum málaflokki og skapa eins breiða sátt meðal almennings og við getum. Við erum að taka sterkari stjórn á landamærunum – með kröfu um að flugfélög sem lenda á Íslandi gefi upp farþegalista. Og svo mætti nú lengi telja. * * * Ég má til með að þakka samstarfsflokkum okkar í ríkisstjórn, Viðreisn og Flokki fólksins, fyrir vel unnin störf á fyrstu 100 dögum verkstjórnar. Og ég bind miklar vonir við samstarfið á næstu árum. Gefum þeim gott klapp. Milli forystukvenna stjórnarflokkanna ríkir fullt og algjörlega gegnheilt traust, sem er mikilvægt veganesti fyrir nýja ríkisstjórn. Fyrir það er ég þakklát og samstarfið lofar góðu. Og klöppum líka sérstaklega fyrir frammistöðu okkar ágætu fagráðherra sem ég get vottað fyrir að eru standa sig hreint út sagt stórkostlega vel: Ölmu Möller heilbrigðisráðherra, Jóhanni Páli Jóhannssyni umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Loga Einarssyni menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Þetta eru frábærir fulltrúar Samfylkingar. Verkin tala. IV. Við erum sterkari saman. Kæru félagar og góðir gestir. Yfirskrift þessa landsfundar er „Sterkari saman“. Við erum sterkari saman. Og það gildir á flestum sviðum. (i) Þetta gildir um samfélagið okkar. Við viljum vera stolt þjóð með sterkt velferðarkerfi – en ekki lausbundið samansafn einstaklinga sem er hver einn að sýsla í sínu horni. (ii) Þetta gildir sömuleiðis í samfélagi þjóða – í vaxandi mæli. Þar sem fjöldi viðfangsefna krefst alþjóðlegrar samvinnu og samstarfs þvert á landamæri. Það er augljóst þegar kemur að öryggis- og varnarmálum og meðal annars þess vegna erum við Íslendingar í NATO – eitt af stofnríkjum bandalagsins. Ég ætla ekki að ræða öryggis- og varnarmálin í lengra máli núna – því að strax á eftir þessari stefnuræðu verður pallborð um þau mál sem ég mun taka þátt í. Og þá gefst okkur kostur á að fara yfir stefnu Samfylkingarinnar í þessum mikilvæga málaflokki. En þegar kemur að mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu mætti einnig nefna til dæmis loftslagsaðgerðir, alþjóðaviðskipti, fólksflutninga, skattamál og svo margt fleira. Og þess vegna ætlum við einmitt að gefa þjóðinni kost á að ákveða hvort farið verði í aðildarviðræður við Evrópusambandið – fyrir lok árs 2027. En við munum beita okkur fyrir því að umræðan um það verið opin og málefnaleg en ekki drifin áfram af offorsi eða einstrengingslegri pólitík. (iii) En þetta gildir líka um flokkinn okkar og verkalýðshreyfinguna og samstarf okkar við atvinnulífið og fyrirtækin í landinu. Við erum sterkari saman. Ég vil að Samfylking hafi forystu um að færa fólkið í landinu nær hvert öðru en ekki fjær. Og ég tel að enn þéttara samstarf milli samtaka launafólks og atvinnurekenda og stjórnmálaflokkanna í landinu yrði til heilla fyrir land og þjóð. Því er gleðilegt að forseti Alþýðusambands Íslands og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins séu með okkur hér í dag og muni flytja hátíðarávörp hér á eftir í tilefni af afmæli Samfylkingarinnar. Takk fyrir það! Ég veit að við getum gert enn betur í að vinna með atvinnulífinu til lengri tíma – og við eigum að gera það. En það gildir líka á báða bóga og saman skulum við finna taktinn í því – vegna þess að Samfylkingin er reiðbúin að bera ábyrgð á landstjórninni sem kjölfestuflokkur í íslenskum stjórnmálum. (iv) Já – kæru félagar. Samfylkingin var stofnuð árið 2000 einmitt vegna þess að við erum sterkari saman – eftir áralanga sundrungu meðal jafnaðarfólks. Saga flokksins er merkileg á marga lund og við settumst fyrst í ríkisstjórn frá 2007 til 2013 – á erfiðum tíma í lífi þjóðarinnar. Og þá lögðum grunn að endurreisn Íslands eftir allsherjarhrun þó að margt hafi líka reynst okkur erfitt á þessum árum. Við höfum um ára bil verið stórveldi á sveitarstjórnarstiginu – líka á meðan við vorum í vanda á landsvísu og í innanflokksátökum um tíma. En á 25 ára afmælinu erum við sameinaður flokkur í þjónustu þjóðar. Og þá er sérlega ánægjulegt að allir fyrrverandi formenn flokksins, sem höfðu kost á því, séu með okkur í salnum hér í dag. Ég kann virkilega vel að meta það og mun á eftir veita ykkar sérstakan virðingarvott fyrir hönd flokksins – fyrir fórnfúst starf í þágu jafnaðarmanna á Íslandi. Takk! V. Hristum upp í kerfinu. Landsfundur. Ég ætla að ljúka þessu með einni brýningu og hvatningu til okkar allra. Við verðum dæmd af verkum okkar. Og hvernig okkur gengur að sinna hagsmunum vinnandi fólks í raun. Þess vegna skulum við taka upp „stóru skófluna“ fyrst – eins og ónefndur iðnrekandi í Reykjavík komst að orði – og verum algjörlega óhrædd. Hristum upp í kerfinu. Verum sjálfsgagnrýnin. Við megum aldrei verða varðhundar kerfisins ef það er ekki að virka fyrir venjulegt fólk. Þar sem er skortur á nauðsynjum eigum við að stíga inn og skapa meira – eða allavega skapa umgjörð sem vinnur á skortinum: Hvort sem það eru hjúkrunarrými fyrir aldraða. Eða íbúðir á viðráðanlegu verði fyrir fjölskyldur. Eða orku- og samgönguinnviðir sem virka fyrir fólkið í landinu. Ríkið verður að virka. Og pólitíkin má ekki skiptast á milli tveggja jaðra – annars vegar þeirra sem eru lengst til hægri og vilja ekki að ríkið virki og hins vegar vinstriflokka sem verja alltaf ríkið því þeir þora ekki að hrista upp í kerfinu! Forsenda fyrir því að pólitík okkar jafnaðarmanna fái brautargengi er að við tökum fast á þeim málum sem standa fólki næst – og náum árangri. Því að annars munu jaðarflokkar stjórnmálanna og öfgaöfl nærast á skortinum. Og því miður sjáum við dæmi þess alltof víða á Vesturlöndum. Andvaraleysi og kæruleysi er ekki í boði. Ef við þorum ekki að brjóta upp og byggja aftur betur það sem er ekki að virka – þá mun ysta hægrið nærast á því og þykjast geta boðið betur. Ábyrgð okkar er mikil. VI. Lokaorð. Framundan eru sveitarstjórnarkosningar sem fara fram vorið 2026. Heiða Björg Hilmisdóttir, ég vil þakka þér fyrir þitt góða starf sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Og óska þér til hamingju með myndun nýs meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Við höfum verk að vinna og sigra að sækja í sveitarfélögum vítt um land. * * * Landsfundur – góðir gestir. Í dag skulum við gleðjast og fagna árangrinum náðst hefur. En lítum jafnharðan fram á veg og hugum að verkefnum okkar næstu árin. Hvert og eitt okkar getur lagt sitt af mörkum. Með Samfylkingu – fyrir Ísland. Takk fyrir traustið. Takk fyrir stuðninginn. Og til hamingju með glæsilegan landsfund. Höfundur er forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperuá Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar