Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar 12. apríl 2025 15:02 Fundur í Evrópuþinginu undirstrikaði það sem heilbrigðisstarfsfólk hefur lengi sagt: „Við getum ekki leyst manneklu með skýrslum og góðum vilja. - Við þurfum aðgerðir.“ Í síðustu viku sátum við fulltrúar Sjúkraliðafélags Íslands fund í sjálfu Evrópuþinginu, í fyrsta sinn í sögu félagsins. Tilefnið var ekki hátíðlegt. Þvert á móti var fundurinn viðvörun. Þar komu saman þingmenn, verkalýðsleiðtogar og heilbrigðisstarfsfólk frá öllum hornum Evrópu til að ræða það sem brennur heitast, alvarlegur og vaxandi skortur á starfsfólki í heilbrigðis- og félagsþjónustu. Ekki tímabundið ástand Á fundinum, með þátttakendum frá EPSU og EPN, kom skýrt fram að manneklan sem við höfum talað um á Íslandi er hluti af stærri heild. Þetta er ekki tímabundið ástand. Þetta er evrópskt vandamál. Og meira en það, þetta er siðferðileg spurning. Frásagnir heilbrigðisstarfsfólks á fundinum voru átakanlegar. Florence Ndebo, hjúkrunarfræðingur frá Belgíu, lýsti álagi sem hefur orðið til þess að 41% menntaðra hjúkrunarfræðinga hafa hætt störfum. Razvan Gae frá Rúmeníu greindi frá yfirvinnu sem enn er greidd samkvæmt taxta frá 2018, tvöfaldri skráningu á pappír og í tölvu, og djúpstæðu vantrausti á kerfið. Þetta eru ekki einstök tilvik, heldur lýsingar á þróun sem blasir við víða í Evrópu. Starfsfólk brennur út, vantar stuðning, og neyðist jafnvel til að yfirgefa störf sem þau hafa helgað líf sitt. Og það sem skilur á milli heilbrigðiskerfa sem standast álag og þeirra sem falla, er hvort hlustað sé á þessi varnaðarorð. Tvöfalt hlutverk Evrópusambandsins Fræðimenn eins og prófessor Roland Erne bentu á tvíeggjað hlutverk Evrópusambandsins. Annars vegar stuðning við réttindi starfsmanna og hins vegar fjárlög og samkeppnisreglur sem þrýsta heilbrigðisþjónustuna til niðurskurðar og einkavæðingar. Tilly Metz, þingkona Græningja, orðaði það skýrt: „Við verðum að hætta að fórna heilbrigðisþjónustu fyrir hernaðarútgjöld.“ Hún kallaði eftir samevrópskri tilskipun um örugga mönnun, sálfélagslegan stuðning og mannsæmandi vinnuumhverfi fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Okkar veruleiki Við fulltrúar frá Íslandi lýstum okkar veruleika. Að meðalaldur sjúkraliða fari hækkandi, nýliðun er of lítil, og mikil þörf sé á að tryggja traustar og faglegar starfsleiðir fyrir fólk sem sinnir krefjandi heilbrigðisþjónustu. Við höfum náð árangri í styttingu vinnuviku og þróun menntunarleiða, en þörf fyrir skýra framtíðarsýn og raunhæfa stefnu í mönnun heilbrigðisstofnana er brýn. Evrópuþingið á ekki að vera eini salurinn þar sem raddir sjúkraliða fá að heyrast. Þær þurfa líka að hljóma heima, í ríkisfjármálum, fjármálaáætlun, á Alþingi, í kjarasamningum og pólitískum ákvörðunum. Það þarf meira en viljayfirlýsingar, það þarf virka stefnu sem tryggir starfsfólki mannsæmandi kjör, öryggi og faglegt rými til að rækja störf sín með reisn. Þau sem hugsa um okkur Fundurinn í Evrópuþinginu var áminning um mikilvægi alþjóðlegrar samstöðu. Um að raddir þeirra sem vinna við að hlúa að fólki, á öllum aldri, á öllum stigum veikinda og þjáningar, þurfa að vera í forgrunni. Of lengi hefur fólk verið sett í þá stöðu að gefa meira en það hefur. Nú er kominn tími til að sinna okkar frábæra heilbrigðisstarfsfólki. Að fjárfesta ekki bara í byggingum eða búnaði, heldur í fólkinu. Í höndum og hugsun heilbrigðisþjónustunnar. Í þeim sem hlúa að okkur þegar við getum það ekki sjálf. Það þarf að sýna með verkum, en ekki orðum, að sjúkraliðar og starfsfólk sem sinnir hjúkrun skipta máli. Að hugsað sé þau sem hugsa um okkur. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Heilbrigðismál Mest lesið Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Fundur í Evrópuþinginu undirstrikaði það sem heilbrigðisstarfsfólk hefur lengi sagt: „Við getum ekki leyst manneklu með skýrslum og góðum vilja. - Við þurfum aðgerðir.“ Í síðustu viku sátum við fulltrúar Sjúkraliðafélags Íslands fund í sjálfu Evrópuþinginu, í fyrsta sinn í sögu félagsins. Tilefnið var ekki hátíðlegt. Þvert á móti var fundurinn viðvörun. Þar komu saman þingmenn, verkalýðsleiðtogar og heilbrigðisstarfsfólk frá öllum hornum Evrópu til að ræða það sem brennur heitast, alvarlegur og vaxandi skortur á starfsfólki í heilbrigðis- og félagsþjónustu. Ekki tímabundið ástand Á fundinum, með þátttakendum frá EPSU og EPN, kom skýrt fram að manneklan sem við höfum talað um á Íslandi er hluti af stærri heild. Þetta er ekki tímabundið ástand. Þetta er evrópskt vandamál. Og meira en það, þetta er siðferðileg spurning. Frásagnir heilbrigðisstarfsfólks á fundinum voru átakanlegar. Florence Ndebo, hjúkrunarfræðingur frá Belgíu, lýsti álagi sem hefur orðið til þess að 41% menntaðra hjúkrunarfræðinga hafa hætt störfum. Razvan Gae frá Rúmeníu greindi frá yfirvinnu sem enn er greidd samkvæmt taxta frá 2018, tvöfaldri skráningu á pappír og í tölvu, og djúpstæðu vantrausti á kerfið. Þetta eru ekki einstök tilvik, heldur lýsingar á þróun sem blasir við víða í Evrópu. Starfsfólk brennur út, vantar stuðning, og neyðist jafnvel til að yfirgefa störf sem þau hafa helgað líf sitt. Og það sem skilur á milli heilbrigðiskerfa sem standast álag og þeirra sem falla, er hvort hlustað sé á þessi varnaðarorð. Tvöfalt hlutverk Evrópusambandsins Fræðimenn eins og prófessor Roland Erne bentu á tvíeggjað hlutverk Evrópusambandsins. Annars vegar stuðning við réttindi starfsmanna og hins vegar fjárlög og samkeppnisreglur sem þrýsta heilbrigðisþjónustuna til niðurskurðar og einkavæðingar. Tilly Metz, þingkona Græningja, orðaði það skýrt: „Við verðum að hætta að fórna heilbrigðisþjónustu fyrir hernaðarútgjöld.“ Hún kallaði eftir samevrópskri tilskipun um örugga mönnun, sálfélagslegan stuðning og mannsæmandi vinnuumhverfi fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Okkar veruleiki Við fulltrúar frá Íslandi lýstum okkar veruleika. Að meðalaldur sjúkraliða fari hækkandi, nýliðun er of lítil, og mikil þörf sé á að tryggja traustar og faglegar starfsleiðir fyrir fólk sem sinnir krefjandi heilbrigðisþjónustu. Við höfum náð árangri í styttingu vinnuviku og þróun menntunarleiða, en þörf fyrir skýra framtíðarsýn og raunhæfa stefnu í mönnun heilbrigðisstofnana er brýn. Evrópuþingið á ekki að vera eini salurinn þar sem raddir sjúkraliða fá að heyrast. Þær þurfa líka að hljóma heima, í ríkisfjármálum, fjármálaáætlun, á Alþingi, í kjarasamningum og pólitískum ákvörðunum. Það þarf meira en viljayfirlýsingar, það þarf virka stefnu sem tryggir starfsfólki mannsæmandi kjör, öryggi og faglegt rými til að rækja störf sín með reisn. Þau sem hugsa um okkur Fundurinn í Evrópuþinginu var áminning um mikilvægi alþjóðlegrar samstöðu. Um að raddir þeirra sem vinna við að hlúa að fólki, á öllum aldri, á öllum stigum veikinda og þjáningar, þurfa að vera í forgrunni. Of lengi hefur fólk verið sett í þá stöðu að gefa meira en það hefur. Nú er kominn tími til að sinna okkar frábæra heilbrigðisstarfsfólki. Að fjárfesta ekki bara í byggingum eða búnaði, heldur í fólkinu. Í höndum og hugsun heilbrigðisþjónustunnar. Í þeim sem hlúa að okkur þegar við getum það ekki sjálf. Það þarf að sýna með verkum, en ekki orðum, að sjúkraliðar og starfsfólk sem sinnir hjúkrun skipta máli. Að hugsað sé þau sem hugsa um okkur. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar