Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2025 09:00 Frá miðborg Sumy í Úkraínu. Margir óbreyttir borgarar eru sagðir liggja í valnum eftir að að minnsta kosti ein rússnesk skotflaug lenti í miðborg Sumy í norðurhluta Úkraínu. Sprengjuflaugin lenti þegar margir voru á götum borgarinnar og á leið til kirkju að fagna pálmasunnudegi. Myndefni frá Sumy sýnir fjölda líka á götum borgarinnar, brennda bíla og mjög skemmdan strætisvagn. Fyrstu tölur frá yfirvöldum í Úkraínu segja að minnsta kosti 21 dáinn og 83 særða. Búist er við að tala látinna muni hækka. Utanríkisráðherra Úkraínu segir marga látna og særða og kallar eftir auknum þrýstingi á Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og bættum loftvörnum í Úkraínu. Í stað þess að samþykkja tillögur Donalds Trump um almennt vopnahlé hafi Rússar frekar aukið árásir sínar á Úkraínu. „Styrkur er eina tungumálið sem þeir skilja og eina leiðin til að binda enda á þennan hrylling,“ skrifar Andrii Sybiha. Borgarstjóri Sumy hefur slegið á svipaða strengi og segir einnig marga liggja í valnum. Sjá einnig: Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir tugi látna og særða. „Einungis ógeðfelld úrhrök geta hagað sér svona og drepið óbreytta borgara,“ skrifaði forsetinn. Hann kallar einnig eftir hertum aðgerðum geng Rússlandi frá Evrópu og Bandaríkjunum og segir það einu leiðina til að binda enda á ástandið. Án þrýstings á Rússland sé friður ómögulegur. „Viðræður hafa aldrei stöðvað skotflaugar og sprengjur. Það sem þarf er það viðhorf gagnvart Rússlandi sem hryðjuverkamenn eiga skilið.“ 🚨🚨🚨 BREAKING: The moment a ballistic missile hit the center of SumyPreliminary reports suggest it hit a trolleybus. pic.twitter.com/4c0sn3vlJe— NEXTA (@nexta_tv) April 13, 2025 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Fleiri fréttir Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Sjá meira
Myndefni frá Sumy sýnir fjölda líka á götum borgarinnar, brennda bíla og mjög skemmdan strætisvagn. Fyrstu tölur frá yfirvöldum í Úkraínu segja að minnsta kosti 21 dáinn og 83 særða. Búist er við að tala látinna muni hækka. Utanríkisráðherra Úkraínu segir marga látna og særða og kallar eftir auknum þrýstingi á Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og bættum loftvörnum í Úkraínu. Í stað þess að samþykkja tillögur Donalds Trump um almennt vopnahlé hafi Rússar frekar aukið árásir sínar á Úkraínu. „Styrkur er eina tungumálið sem þeir skilja og eina leiðin til að binda enda á þennan hrylling,“ skrifar Andrii Sybiha. Borgarstjóri Sumy hefur slegið á svipaða strengi og segir einnig marga liggja í valnum. Sjá einnig: Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir tugi látna og særða. „Einungis ógeðfelld úrhrök geta hagað sér svona og drepið óbreytta borgara,“ skrifaði forsetinn. Hann kallar einnig eftir hertum aðgerðum geng Rússlandi frá Evrópu og Bandaríkjunum og segir það einu leiðina til að binda enda á ástandið. Án þrýstings á Rússland sé friður ómögulegur. „Viðræður hafa aldrei stöðvað skotflaugar og sprengjur. Það sem þarf er það viðhorf gagnvart Rússlandi sem hryðjuverkamenn eiga skilið.“ 🚨🚨🚨 BREAKING: The moment a ballistic missile hit the center of SumyPreliminary reports suggest it hit a trolleybus. pic.twitter.com/4c0sn3vlJe— NEXTA (@nexta_tv) April 13, 2025
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Fleiri fréttir Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Sjá meira