Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. apríl 2025 14:04 Hér er dreifarinn frá Fögrusteinum í Hrunamannahreppi, sem sér um að dreifa seyrunni á landgræðslusvæði með mjög góðum árangri. Myndin var tekin síðasta sumar. Aðsend Um þúsund tonn af seyru frá sveitarfélögum og sumarbústöðum í uppsveitum Árnessýslu er nýtt til uppgræðslustarfa með góðum árangri. Á sama tíma er fólk hvatt til að henda alls ekki blauttuskum, tannþráðum eða munnpúðum í salerni. Seyruverkefnið svokallaða er rekið undir byggðasamlaginu Umhverfis- og tæknisviði Uppsveita á Laugarvatni, sem sér um að halda utan um verkefnið, sem felst í móttöku á seyru, annast hreinsun á rotþróm og sjá um rekstur verkefnisins frá A til Ö. Sveitarfélögin, sem taka þátt eru Ásahreppur, Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur. Auk þess tekur Landgræðslan og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands þátt í verkefninu. Nanna Jónsdóttir skrifstofustjóri Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita heldur utan um seyruverkefnið og veit allt um það. „Við sem sagt sjáum um annars vegar hreinsun á rotþróm. Við erum að taka sumarhúsa rotþrær á fimm ára fresti og heimili og aðrar þrær á þriggja ára fresti. Við förum svo með efnið, sem sagt úr þrónum upp á Flúðir þar sem við erum með vinnslustöð og þar er seyran kölkuð,” segir Nanna. Eftir það er henni safnað saman í sérstakan dreifarabíl, sem fer með afurðina á afrétt í sérstaka landgræðslugirðingu þar sem seyrunni er dreift og hún nýtt til uppgræðslu með góðum árangri. Nanna Jónsdóttir, skrifstofustjóri Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita, sem heldur utan um seyruverkefnið af mikilli röggsemi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og er þetta að virka vel til uppgræðslu, kúkur og piss og allt það eða hvað? „Heyrðu, þetta er að koma það vel út og okkur vantar nýtt svæði til að dreifa á og já, þetta er að skila mjög góðum árangri,” segir Nanna. En það eru alltaf einhver vandamál, sem fylgja verkefnum eins og seyruverkefninu því margir virðast nota klósettin sín, sem ruslatunnu. „Já, við þurfum alveg að fara í átak þar sameiginlega á landsvísu. Það er allt of mikið um blauttuskur til dæmis og tannþráð, fólk er að setja það og síðan eru það þessir púðar, sem er verið að nota. Þetta eru hlutir, sem mega alls ekki fara ofan í salerni,” segir Nanna, „Seyrustjóri“ uppsveita Árnessýslu. Bíll á Seyrustöðum á Flúðum þar sem móttakan á seyru er.Aðsend Hér má m.a. sjá upplýsingar um verkefnið Bláskógabyggð Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira
Seyruverkefnið svokallaða er rekið undir byggðasamlaginu Umhverfis- og tæknisviði Uppsveita á Laugarvatni, sem sér um að halda utan um verkefnið, sem felst í móttöku á seyru, annast hreinsun á rotþróm og sjá um rekstur verkefnisins frá A til Ö. Sveitarfélögin, sem taka þátt eru Ásahreppur, Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur. Auk þess tekur Landgræðslan og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands þátt í verkefninu. Nanna Jónsdóttir skrifstofustjóri Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita heldur utan um seyruverkefnið og veit allt um það. „Við sem sagt sjáum um annars vegar hreinsun á rotþróm. Við erum að taka sumarhúsa rotþrær á fimm ára fresti og heimili og aðrar þrær á þriggja ára fresti. Við förum svo með efnið, sem sagt úr þrónum upp á Flúðir þar sem við erum með vinnslustöð og þar er seyran kölkuð,” segir Nanna. Eftir það er henni safnað saman í sérstakan dreifarabíl, sem fer með afurðina á afrétt í sérstaka landgræðslugirðingu þar sem seyrunni er dreift og hún nýtt til uppgræðslu með góðum árangri. Nanna Jónsdóttir, skrifstofustjóri Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita, sem heldur utan um seyruverkefnið af mikilli röggsemi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og er þetta að virka vel til uppgræðslu, kúkur og piss og allt það eða hvað? „Heyrðu, þetta er að koma það vel út og okkur vantar nýtt svæði til að dreifa á og já, þetta er að skila mjög góðum árangri,” segir Nanna. En það eru alltaf einhver vandamál, sem fylgja verkefnum eins og seyruverkefninu því margir virðast nota klósettin sín, sem ruslatunnu. „Já, við þurfum alveg að fara í átak þar sameiginlega á landsvísu. Það er allt of mikið um blauttuskur til dæmis og tannþráð, fólk er að setja það og síðan eru það þessir púðar, sem er verið að nota. Þetta eru hlutir, sem mega alls ekki fara ofan í salerni,” segir Nanna, „Seyrustjóri“ uppsveita Árnessýslu. Bíll á Seyrustöðum á Flúðum þar sem móttakan á seyru er.Aðsend Hér má m.a. sjá upplýsingar um verkefnið
Bláskógabyggð Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira