Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Atli Ísleifsson skrifar 14. apríl 2025 06:09 Agnes Veronika hafði unnið á leikskólanum í um áratug þegar hún tók við leikskólastjórastöðunni árið 2023. Reykjavíkurborg Leikskólastjórinn á Maríuborg í Grafarholti í Reykjavík hefur sagt upp störfum. Nokkur styr hefur staðið um leikskólastjórann síðustu misserinn og rataði það í fjölmiðla fyrr á árinu að foreldrar um sextíu barna á leikskólanum hefðu sent borgarráði bréf þar sem þess var krafist að honum yrði vikið frá störfum. Snerust kvartanirnar um starfshætti á leikskólanum. Leikskólastjórinn, Agnes Veronika Hauksdóttir, segir frá því að hún hafi hætt störfum í hverfisgrúppu yfir íbúa í Grafarholti og Úlfarsárdal á Facebook. Þar segir hún ákvörðunina ekki hafa verið auðvelda, en nauðsynlega „eftir persónulegt einelti“ sem hún hafi orðið fyrir í starfi. „Ég gerði mitt allra besta fyrir börnin, starfsfólkið foreldra – og þrátt fyrir að alls konar óvæntar uppákomur geti alltaf átt sér stað í flóknum störfum, þá á enginn að þurfa að þola niðurrif eða persónulegar árásir,“ segir Agnes Veronika í færslunni. Agnes hafði unnið á leikskólanum í um áratug þegar hún tók við leikskólastjórastöðunni árið 2023. Í samtali við Morgunblaðið segir Agnes að hún sé að hætta störfum vegna „hávaða“ en ekki „af faglegum rökum“. Hún telur að sögur af slæmum starfsháttum séu uppspuni samstarfsfólks sem hafi af ásettu ráði reynt að koma höggi á hana vegna persónulegra erja. Í bréfi foreldra barna við leikskólann til borgarráðs var Agnes sökuð um brot á lögum og að hegðun hennar hefði leitt til þess að sautján starfsmenn hið minnsta hafi sagt upp störfum. Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Foreldrar sextíu barna sem eru eða voru á leikskólanum Maríuborg í Grafarholti hafa sent borgarráði Reykjavíkur bréf þar sem þess er krafist að leikskólastjóra Maríuborgar verði vikið frá störfum. Í bréfinu er að finna alvarlegar kvartanir vegna starfshátta á leikskólanum. 24. janúar 2025 07:01 Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Foreldrar 60 barna sem eru eða voru á leikskólanum Maríuborg í Grafarholti hafa sent borgarráði Reykjavíkur bréf þar sem þess er krafist að leikskólastjóra Maríuborgar verði vikið frá störfum. Skrifstofustjóri leikskólahluta fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir borgina hafa unnið lengi að lausn málsins. 24. janúar 2025 12:06 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Leikskólastjórinn, Agnes Veronika Hauksdóttir, segir frá því að hún hafi hætt störfum í hverfisgrúppu yfir íbúa í Grafarholti og Úlfarsárdal á Facebook. Þar segir hún ákvörðunina ekki hafa verið auðvelda, en nauðsynlega „eftir persónulegt einelti“ sem hún hafi orðið fyrir í starfi. „Ég gerði mitt allra besta fyrir börnin, starfsfólkið foreldra – og þrátt fyrir að alls konar óvæntar uppákomur geti alltaf átt sér stað í flóknum störfum, þá á enginn að þurfa að þola niðurrif eða persónulegar árásir,“ segir Agnes Veronika í færslunni. Agnes hafði unnið á leikskólanum í um áratug þegar hún tók við leikskólastjórastöðunni árið 2023. Í samtali við Morgunblaðið segir Agnes að hún sé að hætta störfum vegna „hávaða“ en ekki „af faglegum rökum“. Hún telur að sögur af slæmum starfsháttum séu uppspuni samstarfsfólks sem hafi af ásettu ráði reynt að koma höggi á hana vegna persónulegra erja. Í bréfi foreldra barna við leikskólann til borgarráðs var Agnes sökuð um brot á lögum og að hegðun hennar hefði leitt til þess að sautján starfsmenn hið minnsta hafi sagt upp störfum.
Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Foreldrar sextíu barna sem eru eða voru á leikskólanum Maríuborg í Grafarholti hafa sent borgarráði Reykjavíkur bréf þar sem þess er krafist að leikskólastjóra Maríuborgar verði vikið frá störfum. Í bréfinu er að finna alvarlegar kvartanir vegna starfshátta á leikskólanum. 24. janúar 2025 07:01 Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Foreldrar 60 barna sem eru eða voru á leikskólanum Maríuborg í Grafarholti hafa sent borgarráði Reykjavíkur bréf þar sem þess er krafist að leikskólastjóra Maríuborgar verði vikið frá störfum. Skrifstofustjóri leikskólahluta fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir borgina hafa unnið lengi að lausn málsins. 24. janúar 2025 12:06 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Foreldrar sextíu barna sem eru eða voru á leikskólanum Maríuborg í Grafarholti hafa sent borgarráði Reykjavíkur bréf þar sem þess er krafist að leikskólastjóra Maríuborgar verði vikið frá störfum. Í bréfinu er að finna alvarlegar kvartanir vegna starfshátta á leikskólanum. 24. janúar 2025 07:01
Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Foreldrar 60 barna sem eru eða voru á leikskólanum Maríuborg í Grafarholti hafa sent borgarráði Reykjavíkur bréf þar sem þess er krafist að leikskólastjóra Maríuborgar verði vikið frá störfum. Skrifstofustjóri leikskólahluta fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir borgina hafa unnið lengi að lausn málsins. 24. janúar 2025 12:06