Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Rakel Sveinsdóttir skrifar 15. apríl 2025 07:03 Stjórn Rannsóknaseturs um jafnrétti í efnahags- og atvinnulífi; Ásta Dís Óladóttir, Katrín Jakobsdóttir stjórnarformaður og Viðar Lúðvíksson. Rannsóknarsetrið opnar í dag en það boðar alvöru breytingar í jafnréttismálum, unnar í breiðri samvinnu við atvinnulífið. Vísir/Anton Brink „Ísland hefur mikið fram að færa á sviði jafnréttismála og á okkur er hlustað á alþjóðavettvangi í þeim efnum,” segir Katrín Jakobsdóttir, stjórnarformaður nýs Rannsóknarseturs um jafnrétti í efnahags- og atvinnulífi og fyrrum forsætisráðherra. Rannsóknarsetur um jafnrétti í efnahags- og atvinnulífi verður formlega opnað í dag; Á 95 ára afmælisdegi frú Vigdísar Finnbogadóttur. „Stjórnmálamenn og aðrir sem leiða stefnumótun, til dæmis í atvinnu- og efnahagslífi hafa áhuga á að kynna sér ástæður góðs árangurs Íslands á þessu sviði; þess vegna eru mikil tækifæri til að gera enn betur á þessu sviði og deila því með öðrum þjóðum. Jafnrétti er ein besta útflutningsvara Íslands!” segir Katrín. En Rannsóknarsetrið ætlar þó ekki aðeins að nýta sér þá reynslu og þekkingu sem Ísland býr nú þegar yfir. Heldur einnig að nýta alþjóða þekkingu og verða virkur mótandi og miðlari þekkingar. „Eitt af verkefnum setursins er innleiðing og þróun Public Leadership for Gender Equality, ramma sem mótaður er af Stanford háskóla. Markmiðið er að aðlaga rammann að íslensku samhengi, en jafnframt að nýta íslenska reynslu, þekkingu og gögn til að styðja við innleiðingu hans í öðrum löndum þar sem jafnrétti í efnahags- og atvinnulífi er skemmra á veg komið,” segir Ásta Dís Óladóttir, prófessor við Háskóla Íslands og stjórnarkona í Rannsóknarsetrinu, en meðstjórnandi Katrínar og Ástu er Viðar Lúðvíksson, hæstaréttarlögmaður hjá lögfræðistofunni Landslög. Katrín og Ásta segja þróunina vissulega hafa verið hæga, sérstaklega í einkageiranum. Þess vegna sé svo mikilvægt að styðjast við rannsóknir og gögn þannig að ákvarðanir byggi á slíkum grunni. Ýmsar hagnýtar lausnir verða boðaðar. Boða raunverulegar breytingar Það er augljóst að Rannsóknarsetrið ætlar sér stóra hluti; Til dæmis að styðjast við rannsóknir til að finna leiðir til að loka kynjabilinu; Hvað stjórnir félaga og stjórnendur geti gert til að stuðla að auknu jafnrétti innan sinna fyrirtækja. Að rannsaka áhrif gervigreindar á vinnumarkað og ráðningaferli. Að rýna í hvata og stuðningskerfi sem eru líkleg til að auka á fjárfestingavilja kvenna og fleira. Þar á meðal að rannsaka áhrif jafnlaunavottunarinnar sem hér var sett á laggirnar og telst nokkuð frábrugðin þeim jafnlaunavottunum sem aðrar þjóðir hafa valið að fara. En þróunin undanfarið hefur þó verið hægt á Íslandi; sérstaklega í efsta lagi stjórnenda í einkageiranum. Er þetta starf Rannsóknarsetursins líklegt til að breyta einhverju? Katrín telur svo vera. Ég hef þá trú að ákvarðanir sem byggja á rannsóknum og gögnum séu farsælli fyrir samfélagið og standist betur tímans tönn en ákvarðanir sem ekki byggja á slíkum grunni. Þess vegna skiptir máli að rannsaka orsakir þessa kynjabils og nýta niðurstöður þeirra til að koma fram með lausnir sem hægt verður að hagnýta í atvinnulífinu.” Ásta Dís tekur undir þetta og segir nýja rannsóknarsetrið hafa burði til að stuðla að raunverulegum breytingum, umfram það sem áður hafi verið reynt. Það skýrist einkum af því að teymi setursins búi yfir þekkingu og sérhæfingu í jafnréttismálum, stjórnun og fleira sem fræðimenn en séu einnig reynsluboltar úr atvinnulífinu. Meðal aðila sem teljast í teymi Rannsóknarsetursins eru nafnarnir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson og Gylfi Magnússon, og Haukur Freyr Gylfason og Haukur C. Benediktsson, allirstarfandi í HÍ, en einnig einstaklingar sem starfa erlendis. Til dæmis eru þrjár sem starfa í Bandaríkjunum, þær Sigríður Benediktsdóttir hjá Columbia, Margrét Vilborg Bjarnadóttir hjá Maryland og Freyja Vilborg Þórarinsdóttir stofnandi Gemma Q. Þá má einnig nefna Úlf Viðar Níelsson sem starfar hjá CBS í Danmörku „Setrið mun vinna markvisst að því að þróa lausnir og vonandi tæki sem nýtast til að brúa bilið milli stefnu og framkvæmdar og stuðla að kerfisbreytingum í atvinnulífinu,” segir Ásta. Hópmynd af samstarfsaðilum: Gunnar Gunnarsson (Creditinfo), Magnús Harðarson (Nasdag), Snædís Ögn Flosadóttir (Arion), Katrín, Ásta og Þóra H. Christiansen (HÍ).Kristinn Ingvason, Anton Brink Starfið mun nýtast mörgum Við opnun setursins í dag verða niðurstöður nýrrar rannsóknar kynntar um fjárfestingar kvenna í atvinnulífinu, hvaða hindrunum þær mæta og hvað hvetur þær. Þetta er fyrsta rannsóknin hér á landi sem snýr að fjárfestingahegðun kvenna sem gegna ábyrgðarstöðum í atvinnulífinu. Reyndar höfum við ekki fundið sambærilega rannsókn á heimsvísu, en ég þori svo sem ekki að fullyrða að það hafi ekki verið gerð sambærileg rannsókn á áhrifakonum í atvinnulífi annars staðar. Að mati Ástu, skiptir breið samtvinna við atvinnulíf, stofnanafjárfesta og stjórnvöld miklu máli. Því með þeirri samvinnu og samlegðar rannsókna, stefnumótunar og framkvæmdar geti setrið orðið að leiðandi hreyfiafli. „Bæði hér heima og á alþjóðavettvangi,” segir Ásta. Sem dæmi má nefna fyrrgreint verkefni, Public Leadership for Gender Equality (PL4GE), sem byggir meðal annars á íslenskum gögnum og norrænum samanburði en miðar að því að þróa módel fyrir jafnrétti í efnahagsmálum og ákvarðanatöku í samstarfi við norræna aðila, meðal annars í Danmörku, Noregi og Finnlandi. En hvað með fjölbreytni atvinnulífs, til dæmis með tilliti til annara hópa; hinsegin samfélagsins eða fólks sem ekki vill vera kyngreint? „Tölfræðileg greining á opinberum gögnum byggir yfirleitt á flokkun í karlkyn, kvenkyn og annað/ótilgreint. Því beinast rannsóknir setursins fyrst og fremst að stöðu karla og kvenna, þar sem úrtökin eru nægjanlega stór til marktækrar úrvinnslu,” segir Ásta en bætir við: „Við gerum okkur þó fulla grein fyrir því að fjölbreytileiki í atvinnulífi nær út fyrir kynjatvíhyggju, meðal annars til hinsegin fólks og þeirra sem ekki skilgreina sig sem konur eða karla. Í teymi setursins er til staðar fræðileg þekking og reynsla sem tekur til þessara viðfangsefna, sérstaklega í samhengi við aðgengi að völdum og inngildingu í ráðningarferlum og stjórnun. Lausnir sem stuðla að auknu jafnvægi milli karla og kvenna geta jafnframt lagt grunn að víðtækari breytingum sem nýtast fleiri hópum.” Jafnréttismál Vinnumarkaður Sjálfbærni Tengdar fréttir Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Það er heldur betur hressileg stemning fyrir Hvatningardegi Vertonet sem haldinn verður á morgun. Því nú er nánast uppselt á viðburðinn. 2. apríl 2025 07:01 „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Eitt af því sem gerir okkur alltaf jafn stolt og ánægð, eiginlega montin, er þegar útlöndin eru að skrifa um einhver afrek frá Íslandi. Sem gerist reyndar ótrúlega oft miðað við smæð samfélagsins. 28. mars 2025 07:02 „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Þegar ég kom inn á vinnumarkaðinn fyrst hvarflaði það ekki að mörgu fólki um þrítugt að fara að vinna hjá hinu opinbera, það þótti svolítið vera eins og að setjast í „helgan stein,“ segir Baldur Gísli Jónsson yfirmaður mannauðsráðgjafar Intellecta. 2. janúar 2025 07:02 „Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Þann 11.maí síðastliðinn, hélt París Anna Bergmann, sextán ára nemandi við Menntaskólann á Akureyri erindi á ráðstefnu félagi Ungra athafnakvenna, UAK. 27. maí 2024 07:01 Ástin laðar að: Gott að vera kona á Íslandi, en ekki innflytjandi „Ég er bara alls ekki sammála því að allar konur af erlendu bergi brotnu þurfi að byrja á því að vinna á leikskóla. Því okkur er endalaust sagt að það sé svo gott fyrir okkur að læra íslenskuna þar,“ segir Randi Stebbins og bætir við: 29. apríl 2024 07:02 Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Sjá meira
Rannsóknarsetur um jafnrétti í efnahags- og atvinnulífi verður formlega opnað í dag; Á 95 ára afmælisdegi frú Vigdísar Finnbogadóttur. „Stjórnmálamenn og aðrir sem leiða stefnumótun, til dæmis í atvinnu- og efnahagslífi hafa áhuga á að kynna sér ástæður góðs árangurs Íslands á þessu sviði; þess vegna eru mikil tækifæri til að gera enn betur á þessu sviði og deila því með öðrum þjóðum. Jafnrétti er ein besta útflutningsvara Íslands!” segir Katrín. En Rannsóknarsetrið ætlar þó ekki aðeins að nýta sér þá reynslu og þekkingu sem Ísland býr nú þegar yfir. Heldur einnig að nýta alþjóða þekkingu og verða virkur mótandi og miðlari þekkingar. „Eitt af verkefnum setursins er innleiðing og þróun Public Leadership for Gender Equality, ramma sem mótaður er af Stanford háskóla. Markmiðið er að aðlaga rammann að íslensku samhengi, en jafnframt að nýta íslenska reynslu, þekkingu og gögn til að styðja við innleiðingu hans í öðrum löndum þar sem jafnrétti í efnahags- og atvinnulífi er skemmra á veg komið,” segir Ásta Dís Óladóttir, prófessor við Háskóla Íslands og stjórnarkona í Rannsóknarsetrinu, en meðstjórnandi Katrínar og Ástu er Viðar Lúðvíksson, hæstaréttarlögmaður hjá lögfræðistofunni Landslög. Katrín og Ásta segja þróunina vissulega hafa verið hæga, sérstaklega í einkageiranum. Þess vegna sé svo mikilvægt að styðjast við rannsóknir og gögn þannig að ákvarðanir byggi á slíkum grunni. Ýmsar hagnýtar lausnir verða boðaðar. Boða raunverulegar breytingar Það er augljóst að Rannsóknarsetrið ætlar sér stóra hluti; Til dæmis að styðjast við rannsóknir til að finna leiðir til að loka kynjabilinu; Hvað stjórnir félaga og stjórnendur geti gert til að stuðla að auknu jafnrétti innan sinna fyrirtækja. Að rannsaka áhrif gervigreindar á vinnumarkað og ráðningaferli. Að rýna í hvata og stuðningskerfi sem eru líkleg til að auka á fjárfestingavilja kvenna og fleira. Þar á meðal að rannsaka áhrif jafnlaunavottunarinnar sem hér var sett á laggirnar og telst nokkuð frábrugðin þeim jafnlaunavottunum sem aðrar þjóðir hafa valið að fara. En þróunin undanfarið hefur þó verið hægt á Íslandi; sérstaklega í efsta lagi stjórnenda í einkageiranum. Er þetta starf Rannsóknarsetursins líklegt til að breyta einhverju? Katrín telur svo vera. Ég hef þá trú að ákvarðanir sem byggja á rannsóknum og gögnum séu farsælli fyrir samfélagið og standist betur tímans tönn en ákvarðanir sem ekki byggja á slíkum grunni. Þess vegna skiptir máli að rannsaka orsakir þessa kynjabils og nýta niðurstöður þeirra til að koma fram með lausnir sem hægt verður að hagnýta í atvinnulífinu.” Ásta Dís tekur undir þetta og segir nýja rannsóknarsetrið hafa burði til að stuðla að raunverulegum breytingum, umfram það sem áður hafi verið reynt. Það skýrist einkum af því að teymi setursins búi yfir þekkingu og sérhæfingu í jafnréttismálum, stjórnun og fleira sem fræðimenn en séu einnig reynsluboltar úr atvinnulífinu. Meðal aðila sem teljast í teymi Rannsóknarsetursins eru nafnarnir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson og Gylfi Magnússon, og Haukur Freyr Gylfason og Haukur C. Benediktsson, allirstarfandi í HÍ, en einnig einstaklingar sem starfa erlendis. Til dæmis eru þrjár sem starfa í Bandaríkjunum, þær Sigríður Benediktsdóttir hjá Columbia, Margrét Vilborg Bjarnadóttir hjá Maryland og Freyja Vilborg Þórarinsdóttir stofnandi Gemma Q. Þá má einnig nefna Úlf Viðar Níelsson sem starfar hjá CBS í Danmörku „Setrið mun vinna markvisst að því að þróa lausnir og vonandi tæki sem nýtast til að brúa bilið milli stefnu og framkvæmdar og stuðla að kerfisbreytingum í atvinnulífinu,” segir Ásta. Hópmynd af samstarfsaðilum: Gunnar Gunnarsson (Creditinfo), Magnús Harðarson (Nasdag), Snædís Ögn Flosadóttir (Arion), Katrín, Ásta og Þóra H. Christiansen (HÍ).Kristinn Ingvason, Anton Brink Starfið mun nýtast mörgum Við opnun setursins í dag verða niðurstöður nýrrar rannsóknar kynntar um fjárfestingar kvenna í atvinnulífinu, hvaða hindrunum þær mæta og hvað hvetur þær. Þetta er fyrsta rannsóknin hér á landi sem snýr að fjárfestingahegðun kvenna sem gegna ábyrgðarstöðum í atvinnulífinu. Reyndar höfum við ekki fundið sambærilega rannsókn á heimsvísu, en ég þori svo sem ekki að fullyrða að það hafi ekki verið gerð sambærileg rannsókn á áhrifakonum í atvinnulífi annars staðar. Að mati Ástu, skiptir breið samtvinna við atvinnulíf, stofnanafjárfesta og stjórnvöld miklu máli. Því með þeirri samvinnu og samlegðar rannsókna, stefnumótunar og framkvæmdar geti setrið orðið að leiðandi hreyfiafli. „Bæði hér heima og á alþjóðavettvangi,” segir Ásta. Sem dæmi má nefna fyrrgreint verkefni, Public Leadership for Gender Equality (PL4GE), sem byggir meðal annars á íslenskum gögnum og norrænum samanburði en miðar að því að þróa módel fyrir jafnrétti í efnahagsmálum og ákvarðanatöku í samstarfi við norræna aðila, meðal annars í Danmörku, Noregi og Finnlandi. En hvað með fjölbreytni atvinnulífs, til dæmis með tilliti til annara hópa; hinsegin samfélagsins eða fólks sem ekki vill vera kyngreint? „Tölfræðileg greining á opinberum gögnum byggir yfirleitt á flokkun í karlkyn, kvenkyn og annað/ótilgreint. Því beinast rannsóknir setursins fyrst og fremst að stöðu karla og kvenna, þar sem úrtökin eru nægjanlega stór til marktækrar úrvinnslu,” segir Ásta en bætir við: „Við gerum okkur þó fulla grein fyrir því að fjölbreytileiki í atvinnulífi nær út fyrir kynjatvíhyggju, meðal annars til hinsegin fólks og þeirra sem ekki skilgreina sig sem konur eða karla. Í teymi setursins er til staðar fræðileg þekking og reynsla sem tekur til þessara viðfangsefna, sérstaklega í samhengi við aðgengi að völdum og inngildingu í ráðningarferlum og stjórnun. Lausnir sem stuðla að auknu jafnvægi milli karla og kvenna geta jafnframt lagt grunn að víðtækari breytingum sem nýtast fleiri hópum.”
Jafnréttismál Vinnumarkaður Sjálfbærni Tengdar fréttir Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Það er heldur betur hressileg stemning fyrir Hvatningardegi Vertonet sem haldinn verður á morgun. Því nú er nánast uppselt á viðburðinn. 2. apríl 2025 07:01 „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Eitt af því sem gerir okkur alltaf jafn stolt og ánægð, eiginlega montin, er þegar útlöndin eru að skrifa um einhver afrek frá Íslandi. Sem gerist reyndar ótrúlega oft miðað við smæð samfélagsins. 28. mars 2025 07:02 „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Þegar ég kom inn á vinnumarkaðinn fyrst hvarflaði það ekki að mörgu fólki um þrítugt að fara að vinna hjá hinu opinbera, það þótti svolítið vera eins og að setjast í „helgan stein,“ segir Baldur Gísli Jónsson yfirmaður mannauðsráðgjafar Intellecta. 2. janúar 2025 07:02 „Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Þann 11.maí síðastliðinn, hélt París Anna Bergmann, sextán ára nemandi við Menntaskólann á Akureyri erindi á ráðstefnu félagi Ungra athafnakvenna, UAK. 27. maí 2024 07:01 Ástin laðar að: Gott að vera kona á Íslandi, en ekki innflytjandi „Ég er bara alls ekki sammála því að allar konur af erlendu bergi brotnu þurfi að byrja á því að vinna á leikskóla. Því okkur er endalaust sagt að það sé svo gott fyrir okkur að læra íslenskuna þar,“ segir Randi Stebbins og bætir við: 29. apríl 2024 07:02 Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Sjá meira
Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Það er heldur betur hressileg stemning fyrir Hvatningardegi Vertonet sem haldinn verður á morgun. Því nú er nánast uppselt á viðburðinn. 2. apríl 2025 07:01
„Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Eitt af því sem gerir okkur alltaf jafn stolt og ánægð, eiginlega montin, er þegar útlöndin eru að skrifa um einhver afrek frá Íslandi. Sem gerist reyndar ótrúlega oft miðað við smæð samfélagsins. 28. mars 2025 07:02
„Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Þegar ég kom inn á vinnumarkaðinn fyrst hvarflaði það ekki að mörgu fólki um þrítugt að fara að vinna hjá hinu opinbera, það þótti svolítið vera eins og að setjast í „helgan stein,“ segir Baldur Gísli Jónsson yfirmaður mannauðsráðgjafar Intellecta. 2. janúar 2025 07:02
„Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Þann 11.maí síðastliðinn, hélt París Anna Bergmann, sextán ára nemandi við Menntaskólann á Akureyri erindi á ráðstefnu félagi Ungra athafnakvenna, UAK. 27. maí 2024 07:01
Ástin laðar að: Gott að vera kona á Íslandi, en ekki innflytjandi „Ég er bara alls ekki sammála því að allar konur af erlendu bergi brotnu þurfi að byrja á því að vinna á leikskóla. Því okkur er endalaust sagt að það sé svo gott fyrir okkur að læra íslenskuna þar,“ segir Randi Stebbins og bætir við: 29. apríl 2024 07:02