Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Lovísa Arnardóttir skrifar 14. apríl 2025 14:00 Sverrir Ingi Ólafsson, deildarstjóri öryggislausna hjá Öryggismiðstöðinni. Aðsend Sverrir Ingi Ólafsson, deildarstjóri öryggislausna hjá Öryggismiðstöðinni, segir að með örfáum einföldum skrefum, eins og að virkja öryggiskerfið og ganga vel frá heimilinu, geti fólk notið páskafrísins áhyggjulaust. Best sé að bíða með tásumyndirnar þar til fólk kemur heim og læsa verðmæti inni og taka myndir af þeim. „Þegar farið er í frí er mikilvægt að tryggja öryggi heimilisins og huga bæði að forvörnum og hollráðum gegn innbrotum. Það er mikilvægt að læsa öllum hurðum og gluggum og tryggja að læsingarnar séu sterkar og í lagi. Mikilvægt er að geyma verðmæta hluti eins og hjól og tæki í læstum geymslum. Innandyra ættu dýrir hlutir ekki að vera í augsýn og jafnvel gardínur dregnar niður,“ segir Sverrir. Hvað varðar sérlega verðmæta hluti eins og skartgripi, úr og safngripi segir hann best að læsa inn í sérstökum verðmætaskápum. „Það er gott að gera nágrönnum viðvart um lengri fjarveru og biðja þá um að hafa augun opin fyrir óvenjulegum mannaferðum og láta þá fjarlægja póst og blöð úr póstkassanum. Innbrotsþjófar hafa oft auga með húsum áður en þeir ráðast til atlögu. Þeir geta jafnvel bankað upp á eða hringt dyrabjöllunni undir því yfirskini að vera að leita að einhverjum,“ segir Sverrir Ingi. Sverrir Ingi fór yfir málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hægt er að hlusta á viðtalið hér að ofan. Þar fór hann yfir það til dæmis að gott sé að láta kerfin sem til eru vinna með manni. Að vera með öryggiskerfi sem er stillt upp með tímastýringum á ljósum til dæmis. Þá sagði hann líka gott að láta nágranna vita. Sverrir segir það líka góða reglu að auglýsa ekki ferðalagið á opnum samfélagsmiðlum. „Ekki birta kannski tásumyndirnar meðan þú ert á Tene, frekar að bíða með þær þar til þú kemur heim,“ segir Sverrir. Deila frekar í lokuðum hóp Ef fólk ætlar að birta eitthvað að passa þá að það sé í lokuðum hóp frekar en að deila því með öllum. „Það þurfa ekki allir að vita að þú sért einhvers staðar í burtu. Það má bíða í viku.“ „Það er líka gott að setja upp hreyfiskynjara og útiljós sem kvikna við hreyfingu, sérstaklega í bakgarði.“ Hann segir meiri líkur á innbrotum þegar margir eru í fríi og það sama eigi um einbýli og fjölbýlishús. „Við höfum séð dæmi um að ákveðin hverfi séu tekin fyrir eða ákveðin hús.“ Sverrir Ingi segir ekki endilega betra að læsa öllum herbergjum. Það geti valdið meiri skemmdum sé brotist inn. Vísir/Vilhelm Hann segir gott að vera með verðmætaskáp boltaðan niður, sé fólk með mikil verðmæti. Auk þess sé gott að taka myndir af þeim. Hann segir ekki endilega betra að læsa hverju herbergi fyrir sig. Sé brotist inn auki það frekar líkurnar á meiri skemmdum. Mikilvægt að virkja næturstillingu Sverrir Ingi undirstrikar mikilvægi öryggiskerfa til að draga úr hættu á innbrotum. „Með öryggiskerfum og eftirlitsmyndavélum er hægt að fá rauntímaviðvaranir og fylgjast með heimilinu í gegnum app. Það eykur klárlega öryggi heimilisins að virkja næturstillingu öryggiskerfisins á meðan sofið er og setja það á vörð þegar heimilið er yfirgefið,“ segir hann og bætir við að það sé mikilvægt að allt heimilisfólkið kunni að nota öryggiskerfið og hafi aðgang að nauðsynlegum upplýsingum. „Það er einnig mikilvægt ef fólk er með öryggiskerfi að það sé tengt vaktmiðstöð sem bregst við boðum. Við erum á vaktinni allan sólarhringinn, vöktum viðvaranir frá öryggiskerfum og bregðumst umsvifalaust við boðum,“ segir hann að lokum. Páskar Lögreglumál Bítið Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira
„Þegar farið er í frí er mikilvægt að tryggja öryggi heimilisins og huga bæði að forvörnum og hollráðum gegn innbrotum. Það er mikilvægt að læsa öllum hurðum og gluggum og tryggja að læsingarnar séu sterkar og í lagi. Mikilvægt er að geyma verðmæta hluti eins og hjól og tæki í læstum geymslum. Innandyra ættu dýrir hlutir ekki að vera í augsýn og jafnvel gardínur dregnar niður,“ segir Sverrir. Hvað varðar sérlega verðmæta hluti eins og skartgripi, úr og safngripi segir hann best að læsa inn í sérstökum verðmætaskápum. „Það er gott að gera nágrönnum viðvart um lengri fjarveru og biðja þá um að hafa augun opin fyrir óvenjulegum mannaferðum og láta þá fjarlægja póst og blöð úr póstkassanum. Innbrotsþjófar hafa oft auga með húsum áður en þeir ráðast til atlögu. Þeir geta jafnvel bankað upp á eða hringt dyrabjöllunni undir því yfirskini að vera að leita að einhverjum,“ segir Sverrir Ingi. Sverrir Ingi fór yfir málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hægt er að hlusta á viðtalið hér að ofan. Þar fór hann yfir það til dæmis að gott sé að láta kerfin sem til eru vinna með manni. Að vera með öryggiskerfi sem er stillt upp með tímastýringum á ljósum til dæmis. Þá sagði hann líka gott að láta nágranna vita. Sverrir segir það líka góða reglu að auglýsa ekki ferðalagið á opnum samfélagsmiðlum. „Ekki birta kannski tásumyndirnar meðan þú ert á Tene, frekar að bíða með þær þar til þú kemur heim,“ segir Sverrir. Deila frekar í lokuðum hóp Ef fólk ætlar að birta eitthvað að passa þá að það sé í lokuðum hóp frekar en að deila því með öllum. „Það þurfa ekki allir að vita að þú sért einhvers staðar í burtu. Það má bíða í viku.“ „Það er líka gott að setja upp hreyfiskynjara og útiljós sem kvikna við hreyfingu, sérstaklega í bakgarði.“ Hann segir meiri líkur á innbrotum þegar margir eru í fríi og það sama eigi um einbýli og fjölbýlishús. „Við höfum séð dæmi um að ákveðin hverfi séu tekin fyrir eða ákveðin hús.“ Sverrir Ingi segir ekki endilega betra að læsa öllum herbergjum. Það geti valdið meiri skemmdum sé brotist inn. Vísir/Vilhelm Hann segir gott að vera með verðmætaskáp boltaðan niður, sé fólk með mikil verðmæti. Auk þess sé gott að taka myndir af þeim. Hann segir ekki endilega betra að læsa hverju herbergi fyrir sig. Sé brotist inn auki það frekar líkurnar á meiri skemmdum. Mikilvægt að virkja næturstillingu Sverrir Ingi undirstrikar mikilvægi öryggiskerfa til að draga úr hættu á innbrotum. „Með öryggiskerfum og eftirlitsmyndavélum er hægt að fá rauntímaviðvaranir og fylgjast með heimilinu í gegnum app. Það eykur klárlega öryggi heimilisins að virkja næturstillingu öryggiskerfisins á meðan sofið er og setja það á vörð þegar heimilið er yfirgefið,“ segir hann og bætir við að það sé mikilvægt að allt heimilisfólkið kunni að nota öryggiskerfið og hafi aðgang að nauðsynlegum upplýsingum. „Það er einnig mikilvægt ef fólk er með öryggiskerfi að það sé tengt vaktmiðstöð sem bregst við boðum. Við erum á vaktinni allan sólarhringinn, vöktum viðvaranir frá öryggiskerfum og bregðumst umsvifalaust við boðum,“ segir hann að lokum.
Páskar Lögreglumál Bítið Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira