„Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. apríl 2025 13:30 Finnur Freyr hefur aldrei stýrt Val til sigurs gegn Grindavík í Smáranum en þarf að gera það í kvöld. Vísir / Diego Þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson og leikmenn Vals eru á leiðinni í sumarfrí ef þeir vinna ekki gegn Grindavík í Smáranum í kvöld. Finnur segir liðið hafa saknað Kára Jónssonar þegar líða fór á síðustu leiki, þrátt fyrir það hafi leikirnir verið í járnum og liðið þurfi einfaldlega að halda betur einbeitingu þegar mest á reynir. „Við vitum að við erum með bakið upp við vegg og vitum að ef við töpum í kvöld þá er tímabilið búið, en við ætlum bara að fara á fullu í þetta og reyna að gera betur en í síðustu leikjum“ sagði Finnur í samtali við Vísi. Valur vann fyrsta leikinn en síðan hefur Grindavík unnið síðustu tvo, þar af síðasta leik á Hlíðarenda eftir að hafa tapað tíu leikjum þar í röð. „Grindavík er bara búið að vera að gera mjög vel í seríunni. Hafa verið að spila mjög góða vörn og eru með mikil einstaklingsgæði í [Jeremy] Pargo og [DeAndre] Kane sem við höfum verið að ströggla með. En þetta hafa verið jafnir leikir alveg fram í lok þriðja eða byrjun fjórða, þá höfum við misst þá frá okkur. Við þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum, það er kannski þá helst sem við söknum Kára, en við verðum bara að vera fókuseraðir í því sem við erum að reyna að gera á lykilstundum í leiknum.“ Stóru mennirnir í Grindavík, Daniel Mortensen og Ólafur Ólafsson, áttu frábæran leik síðast og spiluðu stóran þátt í sigrinum. „Við vorum að missa bæði Mortensen og Óla í full auðveld skot, sérstaklega Mortensen svona framan af og hann komst svolítið í gang þá. En í fyrsta leiknum var það Breki og svo kom Arnór líka með frábæra innkomu síðast. Þrátt fyrir það var leikurinn í járnum, eins og leikurinn á undan, langt framan af. En eins og ég segi verðum við að halda fókus betur varnarlega og gera betur sóknarlega þegar mest á reynir.“ Taiwo Badmus ræðst til atlögu gegn Ólafi Ólafssyni og Daniel Mortensen.vísir Valur hefur aldrei unnið Grindavík í Smáranum. Úrslitaserían fór vannst á heimavelli og Grindavík vann síðan með sjö stigum þegar liðin mættust í deildarleik í desember. „Við erum búnir að tapa slatta af leikjum í röð á móti þeim þar en okkur hefur svosem liðið ágætlega í Smáranum að öðru leiti, unnum bikarinn þar núna í mars. Þannig að Smárinn sem slíkur er ekkert verra hús en eitthvað annað“ sagði Finnur. Bónus-deild karla Valur UMF Grindavík Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Fleiri fréttir Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Sjá meira
„Við vitum að við erum með bakið upp við vegg og vitum að ef við töpum í kvöld þá er tímabilið búið, en við ætlum bara að fara á fullu í þetta og reyna að gera betur en í síðustu leikjum“ sagði Finnur í samtali við Vísi. Valur vann fyrsta leikinn en síðan hefur Grindavík unnið síðustu tvo, þar af síðasta leik á Hlíðarenda eftir að hafa tapað tíu leikjum þar í röð. „Grindavík er bara búið að vera að gera mjög vel í seríunni. Hafa verið að spila mjög góða vörn og eru með mikil einstaklingsgæði í [Jeremy] Pargo og [DeAndre] Kane sem við höfum verið að ströggla með. En þetta hafa verið jafnir leikir alveg fram í lok þriðja eða byrjun fjórða, þá höfum við misst þá frá okkur. Við þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum, það er kannski þá helst sem við söknum Kára, en við verðum bara að vera fókuseraðir í því sem við erum að reyna að gera á lykilstundum í leiknum.“ Stóru mennirnir í Grindavík, Daniel Mortensen og Ólafur Ólafsson, áttu frábæran leik síðast og spiluðu stóran þátt í sigrinum. „Við vorum að missa bæði Mortensen og Óla í full auðveld skot, sérstaklega Mortensen svona framan af og hann komst svolítið í gang þá. En í fyrsta leiknum var það Breki og svo kom Arnór líka með frábæra innkomu síðast. Þrátt fyrir það var leikurinn í járnum, eins og leikurinn á undan, langt framan af. En eins og ég segi verðum við að halda fókus betur varnarlega og gera betur sóknarlega þegar mest á reynir.“ Taiwo Badmus ræðst til atlögu gegn Ólafi Ólafssyni og Daniel Mortensen.vísir Valur hefur aldrei unnið Grindavík í Smáranum. Úrslitaserían fór vannst á heimavelli og Grindavík vann síðan með sjö stigum þegar liðin mættust í deildarleik í desember. „Við erum búnir að tapa slatta af leikjum í röð á móti þeim þar en okkur hefur svosem liðið ágætlega í Smáranum að öðru leiti, unnum bikarinn þar núna í mars. Þannig að Smárinn sem slíkur er ekkert verra hús en eitthvað annað“ sagði Finnur.
Bónus-deild karla Valur UMF Grindavík Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Fleiri fréttir Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Sjá meira