Fótboltinn víkur fyrir padel Árni Sæberg skrifar 14. apríl 2025 14:01 Þröstur Jón Sigurðsson er eigandi Sporthússins. Sporthúsið Þann 11. ágúst næstkomandi mun Sporthúsið Kópavogi opna fjóra padelvelli fyrir almenning. Padelvellirnir verða staðsettir í rýminu sem knattspyrnuvellirnir hafa verið í til fjölda ára. Þetta verður óhjákvæmilega til þess að knattspyrnunni verður lokað í lok júní. Í fréttatilkynningu þess efnis frá Sporthúsinu segir að þrír vellirnir verði tvíliðaleiksvellir með löglegri keppnishæð, ellefu til tólf metra, og einn völlurinn verði einliðaleiksvöllur. Þá verði þægileg félagsaðstaða fyrir iðkendur. Hentar öllum aldurshópum Padel sé ört vaxandi íþrótt sem sameini eiginleika úr tennis og skvass. Hún sé leikin á minni velli en tennis, með veggjum og sérstökum spaða, sem geri hana aðgengilega og skemmtilega fyrir breiðan hóp iðkenda. Reglurnar séu einfaldar og leikurinn oftast spilaður í tvíliðaleik, sem auki félagslega þáttinn í íþróttinni. „Padel hentar fólki á öllum aldri og á mismunandi getustigum. Vegna minni krafna um styrk og úthald en í mörgum öðrum boltaíþróttum, geta byrjendur komist fljótt inn í leikinn og haft gaman af honum frá fyrstu mínútu. Við teljum Padel eiga eftir að passa mjög vel inní fjölbreytt þjónustuframboð Sporthússins,“ segir í tilkynningu. Hér má sjá tölvugerða mynd sem sýnir hvernig padelvellirnir munu koma til með að líta út.Sporthúsið Aldur iðkenda spanni allt frá börnum upp í eldri borgara. Kynjahlutfallið sé nokkuð jafnt, þó að karlar séu enn í meirihluta í keppnishaldi. Hins vegar hafi þátttaka kvenna aukist jafnt og þétt og fjölmargir kvennaklúbbar og mót hafi sprottið upp. Skortur á völlum Á heimsvísu hafi padel notið mikilla vinsælda síðustu ár, sérstaklega í Suður-Ameríku og Evrópu. Spánn hafi verið leiðandi í þróun og útbreiðslu íþróttarinnar, þar sem padel sé nú ein vinsælasta íþróttin í landinu. Vinsældir hennar séu einnig í örum vexti í öðrum löndum, þar á meðal Svíþjóð, Bretlandi og Bandaríkjunum. Padel sé víða orðin aðgengileg afþreying fyrir fólk á öllum aldri og sífellt aukin áhersla hafi verið lögð á mótahald og þjálfun bæði barna og fullorðinna víða um heim, enda sé stefnt að því að padel verði keppnisgrein á sumarólympíleikunum 2032. Á Íslandi hafi Padel náð miklum vinsældum á skömmum tíma. Fyrsta og eina aðstaðan hafi verið opnuð í Tennishöllinni árið 2020 og síðan þá hafi áhuginn aukist hratt. Mikill fjöldi Íslendinga hafi prófað íþróttina og margir vilji stunda hana reglulega, en vegna mikils skorts á völlum til þessa hafi vaxtamöguleikar hennar verið takmarkaðir. „Ljóst er að með tilkomu þessara nýju valla mun aðstaða til Padel iðkunar á landinu batna mikið og verða til þess að að iðkendum fjölgi verulega.“ Það er ekki eina bætingin á vallaframboði sem boðuð hefur verið. Tennishöllin, sem er við hliðina á Sporthúsinu, hefur fengið leyfi til þess að stækka húsnæði sitt og bæta við padelvöllum, líkt og Vísir greindi frá árið 2023. Kópavogur Líkamsræktarstöðvar Padel Tengdar fréttir Míglak inn í Tennishöllina í óveðrinu Mikið vatn lak inn í Tennishöllina í Kópavogi í óveðrinu sem reið yfir höfuðborgarsvæðið í dag. 14. mars 2022 21:34 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis frá Sporthúsinu segir að þrír vellirnir verði tvíliðaleiksvellir með löglegri keppnishæð, ellefu til tólf metra, og einn völlurinn verði einliðaleiksvöllur. Þá verði þægileg félagsaðstaða fyrir iðkendur. Hentar öllum aldurshópum Padel sé ört vaxandi íþrótt sem sameini eiginleika úr tennis og skvass. Hún sé leikin á minni velli en tennis, með veggjum og sérstökum spaða, sem geri hana aðgengilega og skemmtilega fyrir breiðan hóp iðkenda. Reglurnar séu einfaldar og leikurinn oftast spilaður í tvíliðaleik, sem auki félagslega þáttinn í íþróttinni. „Padel hentar fólki á öllum aldri og á mismunandi getustigum. Vegna minni krafna um styrk og úthald en í mörgum öðrum boltaíþróttum, geta byrjendur komist fljótt inn í leikinn og haft gaman af honum frá fyrstu mínútu. Við teljum Padel eiga eftir að passa mjög vel inní fjölbreytt þjónustuframboð Sporthússins,“ segir í tilkynningu. Hér má sjá tölvugerða mynd sem sýnir hvernig padelvellirnir munu koma til með að líta út.Sporthúsið Aldur iðkenda spanni allt frá börnum upp í eldri borgara. Kynjahlutfallið sé nokkuð jafnt, þó að karlar séu enn í meirihluta í keppnishaldi. Hins vegar hafi þátttaka kvenna aukist jafnt og þétt og fjölmargir kvennaklúbbar og mót hafi sprottið upp. Skortur á völlum Á heimsvísu hafi padel notið mikilla vinsælda síðustu ár, sérstaklega í Suður-Ameríku og Evrópu. Spánn hafi verið leiðandi í þróun og útbreiðslu íþróttarinnar, þar sem padel sé nú ein vinsælasta íþróttin í landinu. Vinsældir hennar séu einnig í örum vexti í öðrum löndum, þar á meðal Svíþjóð, Bretlandi og Bandaríkjunum. Padel sé víða orðin aðgengileg afþreying fyrir fólk á öllum aldri og sífellt aukin áhersla hafi verið lögð á mótahald og þjálfun bæði barna og fullorðinna víða um heim, enda sé stefnt að því að padel verði keppnisgrein á sumarólympíleikunum 2032. Á Íslandi hafi Padel náð miklum vinsældum á skömmum tíma. Fyrsta og eina aðstaðan hafi verið opnuð í Tennishöllinni árið 2020 og síðan þá hafi áhuginn aukist hratt. Mikill fjöldi Íslendinga hafi prófað íþróttina og margir vilji stunda hana reglulega, en vegna mikils skorts á völlum til þessa hafi vaxtamöguleikar hennar verið takmarkaðir. „Ljóst er að með tilkomu þessara nýju valla mun aðstaða til Padel iðkunar á landinu batna mikið og verða til þess að að iðkendum fjölgi verulega.“ Það er ekki eina bætingin á vallaframboði sem boðuð hefur verið. Tennishöllin, sem er við hliðina á Sporthúsinu, hefur fengið leyfi til þess að stækka húsnæði sitt og bæta við padelvöllum, líkt og Vísir greindi frá árið 2023.
Kópavogur Líkamsræktarstöðvar Padel Tengdar fréttir Míglak inn í Tennishöllina í óveðrinu Mikið vatn lak inn í Tennishöllina í Kópavogi í óveðrinu sem reið yfir höfuðborgarsvæðið í dag. 14. mars 2022 21:34 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira
Míglak inn í Tennishöllina í óveðrinu Mikið vatn lak inn í Tennishöllina í Kópavogi í óveðrinu sem reið yfir höfuðborgarsvæðið í dag. 14. mars 2022 21:34