Fótboltinn víkur fyrir padel Árni Sæberg skrifar 14. apríl 2025 14:01 Þröstur Jón Sigurðsson er eigandi Sporthússins. Sporthúsið Þann 11. ágúst næstkomandi mun Sporthúsið Kópavogi opna fjóra padelvelli fyrir almenning. Padelvellirnir verða staðsettir í rýminu sem knattspyrnuvellirnir hafa verið í til fjölda ára. Þetta verður óhjákvæmilega til þess að knattspyrnunni verður lokað í lok júní. Í fréttatilkynningu þess efnis frá Sporthúsinu segir að þrír vellirnir verði tvíliðaleiksvellir með löglegri keppnishæð, ellefu til tólf metra, og einn völlurinn verði einliðaleiksvöllur. Þá verði þægileg félagsaðstaða fyrir iðkendur. Hentar öllum aldurshópum Padel sé ört vaxandi íþrótt sem sameini eiginleika úr tennis og skvass. Hún sé leikin á minni velli en tennis, með veggjum og sérstökum spaða, sem geri hana aðgengilega og skemmtilega fyrir breiðan hóp iðkenda. Reglurnar séu einfaldar og leikurinn oftast spilaður í tvíliðaleik, sem auki félagslega þáttinn í íþróttinni. „Padel hentar fólki á öllum aldri og á mismunandi getustigum. Vegna minni krafna um styrk og úthald en í mörgum öðrum boltaíþróttum, geta byrjendur komist fljótt inn í leikinn og haft gaman af honum frá fyrstu mínútu. Við teljum Padel eiga eftir að passa mjög vel inní fjölbreytt þjónustuframboð Sporthússins,“ segir í tilkynningu. Hér má sjá tölvugerða mynd sem sýnir hvernig padelvellirnir munu koma til með að líta út.Sporthúsið Aldur iðkenda spanni allt frá börnum upp í eldri borgara. Kynjahlutfallið sé nokkuð jafnt, þó að karlar séu enn í meirihluta í keppnishaldi. Hins vegar hafi þátttaka kvenna aukist jafnt og þétt og fjölmargir kvennaklúbbar og mót hafi sprottið upp. Skortur á völlum Á heimsvísu hafi padel notið mikilla vinsælda síðustu ár, sérstaklega í Suður-Ameríku og Evrópu. Spánn hafi verið leiðandi í þróun og útbreiðslu íþróttarinnar, þar sem padel sé nú ein vinsælasta íþróttin í landinu. Vinsældir hennar séu einnig í örum vexti í öðrum löndum, þar á meðal Svíþjóð, Bretlandi og Bandaríkjunum. Padel sé víða orðin aðgengileg afþreying fyrir fólk á öllum aldri og sífellt aukin áhersla hafi verið lögð á mótahald og þjálfun bæði barna og fullorðinna víða um heim, enda sé stefnt að því að padel verði keppnisgrein á sumarólympíleikunum 2032. Á Íslandi hafi Padel náð miklum vinsældum á skömmum tíma. Fyrsta og eina aðstaðan hafi verið opnuð í Tennishöllinni árið 2020 og síðan þá hafi áhuginn aukist hratt. Mikill fjöldi Íslendinga hafi prófað íþróttina og margir vilji stunda hana reglulega, en vegna mikils skorts á völlum til þessa hafi vaxtamöguleikar hennar verið takmarkaðir. „Ljóst er að með tilkomu þessara nýju valla mun aðstaða til Padel iðkunar á landinu batna mikið og verða til þess að að iðkendum fjölgi verulega.“ Það er ekki eina bætingin á vallaframboði sem boðuð hefur verið. Tennishöllin, sem er við hliðina á Sporthúsinu, hefur fengið leyfi til þess að stækka húsnæði sitt og bæta við padelvöllum, líkt og Vísir greindi frá árið 2023. Kópavogur Líkamsræktarstöðvar Padel Tengdar fréttir Míglak inn í Tennishöllina í óveðrinu Mikið vatn lak inn í Tennishöllina í Kópavogi í óveðrinu sem reið yfir höfuðborgarsvæðið í dag. 14. mars 2022 21:34 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis frá Sporthúsinu segir að þrír vellirnir verði tvíliðaleiksvellir með löglegri keppnishæð, ellefu til tólf metra, og einn völlurinn verði einliðaleiksvöllur. Þá verði þægileg félagsaðstaða fyrir iðkendur. Hentar öllum aldurshópum Padel sé ört vaxandi íþrótt sem sameini eiginleika úr tennis og skvass. Hún sé leikin á minni velli en tennis, með veggjum og sérstökum spaða, sem geri hana aðgengilega og skemmtilega fyrir breiðan hóp iðkenda. Reglurnar séu einfaldar og leikurinn oftast spilaður í tvíliðaleik, sem auki félagslega þáttinn í íþróttinni. „Padel hentar fólki á öllum aldri og á mismunandi getustigum. Vegna minni krafna um styrk og úthald en í mörgum öðrum boltaíþróttum, geta byrjendur komist fljótt inn í leikinn og haft gaman af honum frá fyrstu mínútu. Við teljum Padel eiga eftir að passa mjög vel inní fjölbreytt þjónustuframboð Sporthússins,“ segir í tilkynningu. Hér má sjá tölvugerða mynd sem sýnir hvernig padelvellirnir munu koma til með að líta út.Sporthúsið Aldur iðkenda spanni allt frá börnum upp í eldri borgara. Kynjahlutfallið sé nokkuð jafnt, þó að karlar séu enn í meirihluta í keppnishaldi. Hins vegar hafi þátttaka kvenna aukist jafnt og þétt og fjölmargir kvennaklúbbar og mót hafi sprottið upp. Skortur á völlum Á heimsvísu hafi padel notið mikilla vinsælda síðustu ár, sérstaklega í Suður-Ameríku og Evrópu. Spánn hafi verið leiðandi í þróun og útbreiðslu íþróttarinnar, þar sem padel sé nú ein vinsælasta íþróttin í landinu. Vinsældir hennar séu einnig í örum vexti í öðrum löndum, þar á meðal Svíþjóð, Bretlandi og Bandaríkjunum. Padel sé víða orðin aðgengileg afþreying fyrir fólk á öllum aldri og sífellt aukin áhersla hafi verið lögð á mótahald og þjálfun bæði barna og fullorðinna víða um heim, enda sé stefnt að því að padel verði keppnisgrein á sumarólympíleikunum 2032. Á Íslandi hafi Padel náð miklum vinsældum á skömmum tíma. Fyrsta og eina aðstaðan hafi verið opnuð í Tennishöllinni árið 2020 og síðan þá hafi áhuginn aukist hratt. Mikill fjöldi Íslendinga hafi prófað íþróttina og margir vilji stunda hana reglulega, en vegna mikils skorts á völlum til þessa hafi vaxtamöguleikar hennar verið takmarkaðir. „Ljóst er að með tilkomu þessara nýju valla mun aðstaða til Padel iðkunar á landinu batna mikið og verða til þess að að iðkendum fjölgi verulega.“ Það er ekki eina bætingin á vallaframboði sem boðuð hefur verið. Tennishöllin, sem er við hliðina á Sporthúsinu, hefur fengið leyfi til þess að stækka húsnæði sitt og bæta við padelvöllum, líkt og Vísir greindi frá árið 2023.
Kópavogur Líkamsræktarstöðvar Padel Tengdar fréttir Míglak inn í Tennishöllina í óveðrinu Mikið vatn lak inn í Tennishöllina í Kópavogi í óveðrinu sem reið yfir höfuðborgarsvæðið í dag. 14. mars 2022 21:34 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Míglak inn í Tennishöllina í óveðrinu Mikið vatn lak inn í Tennishöllina í Kópavogi í óveðrinu sem reið yfir höfuðborgarsvæðið í dag. 14. mars 2022 21:34