Innlent

Byggja nýjan leik­skóla í Kópa­vogi

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Leikskólinn verður tekin í notkun haustið 2026.
Leikskólinn verður tekin í notkun haustið 2026. Kópavogsbær

Nýr leikskóli mun rísa í Kópavogi og verður tekin í ntokun haustið 2026. Gert er ráð fyrir að um sextíu börn á aldrinum tveggja til sex ára fái pláss þar.

Leikskólinn mun rísa við Skólatröð við hlið Kópavogsskóla. Á leikskólanum eiga að vera þrjár deildir fyrir nemendur á aldrinum tveggja til sex ára og eiga um sextíu börn að fá pláss.

Framkvæmdir á svæðinu eru við það að hefjast en segir í tilkynningu Kópavogsbæjar að mikið verði lagt upp úr því að tryggja öryggi vegfarenda á meðan. Aðkoma að Kópavogsskóla frá Skólatröð verði lokað á meðan leikskólinn er í byggingu.

Einnig hefur gagnbraut við Háveg verið færð til auk bílastæða kennara við Kópavogsskóla sem verða nú við Digranesveg og Vallatröð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×