Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. apríl 2025 23:31 Donald Trump hefur sett Harvard háskólanum skilyrði. EPA Harvard háskólinn hefur neitað að fylgja skilyrðum sem Bandaríkjaforseti vill setja skólanum. Forsetinn hótar að greiða skólanum ekki ríkisstyrki verði ekki farið að tilmælunum. Málið hófst í lok mars þegar stjórn forsetans sagðist ætla endurskoða níu milljarða dollara styrk ríkisins til Harvard skólans. Styrkurinn samsvarar rúmri einni billjón íslenskra króna. Reuters greindi frá að ástæðan væri andgyðingsleg hegðun á skólalóð Harvard. Nemendur Harvard, auk annarra háskóla í landinu, höfðu tekið upp á að mótmæla árás Ísraela á Palestínu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vildi þá koma í gegn ýmsum stefnubreytingum innan skólans og segist ætla hætta styrkja Harvard samþykki þeir ekki breytingarnar. Meðal skilyrðanna er að banna andlitsgrímur á skólalóðinni, en nemendur sem mótmæltu voru oft með grímur svo þau þekktust ekki til að koma í veg fyrir að þau yrðu fyrir árásum á netinu. Þá átti skólinn líka að hætta að taka inn nemendur eftir aðferðum byggðum á jöfnu aðgengi nemenda af mismunandi kynþáttum að skólanum. Auk þess áttu stjórnendur skólans að hætta öllum verkefnum sem tengdist fjölbreytni, jöfnuði og innlimun. Forsetinn vill að nemendur og kennarar við skólann hafi minna vald innan skólans og skólastjórnendur tilkynni hegðunarbrot alla erlenda nemenda til alríkisyfirvalda. Einnig eigi að ráða inn utanaðkomandi aðila í hverja fræðadeild til að tryggja að hver deild sé með „fjölbreytt sjónarmið.“ Samkvæmt umfjöllun New York Times kom ekki fram hver fjölbreyttu sjónarmiðin væru en það þýði alla jafna íhaldssöm sjónarmið. Föstudag síðastliðinn sendi forsetinn skólastjórnendum bréf þar sem hann krafðist þessara skilyrða. Stjórnendur Harvard hafa nú neitað að verða að þessum skilyrðum. „Engin stjórnvöld, sama hvaða flokkur er við stjórnvölinn, ætti að ákveða hvað einkareknir skólar mega kenna, hverjum þeir hleypa inn og ráða, hvað þeir kenna og hvaða rannsóknarsvið þeir stunda rannsóknir á,“ sagði Alan Garber, forseti Harvard, í yfirlýsingu. Háskólar Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Málið hófst í lok mars þegar stjórn forsetans sagðist ætla endurskoða níu milljarða dollara styrk ríkisins til Harvard skólans. Styrkurinn samsvarar rúmri einni billjón íslenskra króna. Reuters greindi frá að ástæðan væri andgyðingsleg hegðun á skólalóð Harvard. Nemendur Harvard, auk annarra háskóla í landinu, höfðu tekið upp á að mótmæla árás Ísraela á Palestínu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vildi þá koma í gegn ýmsum stefnubreytingum innan skólans og segist ætla hætta styrkja Harvard samþykki þeir ekki breytingarnar. Meðal skilyrðanna er að banna andlitsgrímur á skólalóðinni, en nemendur sem mótmæltu voru oft með grímur svo þau þekktust ekki til að koma í veg fyrir að þau yrðu fyrir árásum á netinu. Þá átti skólinn líka að hætta að taka inn nemendur eftir aðferðum byggðum á jöfnu aðgengi nemenda af mismunandi kynþáttum að skólanum. Auk þess áttu stjórnendur skólans að hætta öllum verkefnum sem tengdist fjölbreytni, jöfnuði og innlimun. Forsetinn vill að nemendur og kennarar við skólann hafi minna vald innan skólans og skólastjórnendur tilkynni hegðunarbrot alla erlenda nemenda til alríkisyfirvalda. Einnig eigi að ráða inn utanaðkomandi aðila í hverja fræðadeild til að tryggja að hver deild sé með „fjölbreytt sjónarmið.“ Samkvæmt umfjöllun New York Times kom ekki fram hver fjölbreyttu sjónarmiðin væru en það þýði alla jafna íhaldssöm sjónarmið. Föstudag síðastliðinn sendi forsetinn skólastjórnendum bréf þar sem hann krafðist þessara skilyrða. Stjórnendur Harvard hafa nú neitað að verða að þessum skilyrðum. „Engin stjórnvöld, sama hvaða flokkur er við stjórnvölinn, ætti að ákveða hvað einkareknir skólar mega kenna, hverjum þeir hleypa inn og ráða, hvað þeir kenna og hvaða rannsóknarsvið þeir stunda rannsóknir á,“ sagði Alan Garber, forseti Harvard, í yfirlýsingu.
Háskólar Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira