McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. apríl 2025 20:59 Scott McTominay lét að sér kveða í kvöld. EPA-EFE/CIRO FUSCO Napoli vann Empoli 3-0 í Serie A, efstu deild ítalska fótboltans í kvöld. Skotinn Scott McTominay skoraði tvö mörk á meðan Romelu Lukaku kom að öllum mörkum liðsins. Eftir aðeins átján mínútur kom McTominay heimamönnum yfir eftir undirbúning Lukaku. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins. Það voru rúmar tíu mínútur liðnar af síðari hálfleik þegar Lukaku tvöfaldaði forystuna og hann lagði svo upp þriðja markið sem McTominay skoraði nokkrum mínútum síðar. Alls hefur Skotinn knái nú skorað átta deildarmörk á leiktíðinni ásamt því að leggja upp fjögur til viðbótar. 62' Ancora loro due! Lukaku confeziona per McTominay, doppietta e 3-0! #NapoliEmpoli 3-0 pic.twitter.com/qeK843JUsd— Lega Serie A (@SerieA) April 14, 2025 Eftir sigur kvöldsins er Napoli með 68 stig, þremur minna en topplið Inter þegar sex umferðir eru eftir af Serie A. Á Englandi vann Bournemouth 1-0 heimasigur á Fulham þökk sé marki Antoine Semenyo á fyrstu mínútu. Með sigrinum fer Bournemouth upp fyrir Fulham á markatölu. Liðin eru í 8. og 9. sæti með 48 stig að loknum 32 leikjum. What a start for Bournemouth! 🔥Antoine Semenyo puts the hosts ahead inside a minute 😮💨#BOUFUL pic.twitter.com/7E6D4oIiQt— Premier League (@premierleague) April 14, 2025 Á Spáni vann Atlético Madríd sigur á Valladolid eftir að lenda undir snemma leiks. Mamadou Sylla kom gestunum yfir með marki úr vítaspyrnu á 21. mínútu. Julián Alvarez jafnaði metin örfáum mínútum síðar, einnig með mark af vítapunktinum. Guiliano Simeone kom Atlético svo yfir ekki löngu síðar og staðan 2-1 í hálfleik. Javier Sanchez jafnaði hins vegar metin fyrir gestina í síðari hálfleik. Þegar tuttugu mínútur lifðu leiks fengu heimamenn annað víti. Aftur fór Alvarez á punktinn og aftur skoraði Argentínumaðurinn, hans 14. deildarmark á leiktíðinni. Grítalo, Giuli 🗣️#LaLigaHighlights pic.twitter.com/NquJ3i6Zom— Atlético de Madrid (@Atleti) April 14, 2025 Norðmaðurinn Alexander Sørloth bætti við fjórða marki heimaliðsins áður en leik lauk og lokatölur í Madríd 4-2. Sigurinn þýðir að Atl. Madríd er með 63 stig í 3. sæti, þremur minna en nágrannar sínir í Real Madríd og sjö minna en topplið Barcelona þegar sjö umferðir eru eftir. Fótbolti Ítalski boltinn Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Fannst látinn inn á leikvanginum Sport Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Sjá meira
Eftir aðeins átján mínútur kom McTominay heimamönnum yfir eftir undirbúning Lukaku. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins. Það voru rúmar tíu mínútur liðnar af síðari hálfleik þegar Lukaku tvöfaldaði forystuna og hann lagði svo upp þriðja markið sem McTominay skoraði nokkrum mínútum síðar. Alls hefur Skotinn knái nú skorað átta deildarmörk á leiktíðinni ásamt því að leggja upp fjögur til viðbótar. 62' Ancora loro due! Lukaku confeziona per McTominay, doppietta e 3-0! #NapoliEmpoli 3-0 pic.twitter.com/qeK843JUsd— Lega Serie A (@SerieA) April 14, 2025 Eftir sigur kvöldsins er Napoli með 68 stig, þremur minna en topplið Inter þegar sex umferðir eru eftir af Serie A. Á Englandi vann Bournemouth 1-0 heimasigur á Fulham þökk sé marki Antoine Semenyo á fyrstu mínútu. Með sigrinum fer Bournemouth upp fyrir Fulham á markatölu. Liðin eru í 8. og 9. sæti með 48 stig að loknum 32 leikjum. What a start for Bournemouth! 🔥Antoine Semenyo puts the hosts ahead inside a minute 😮💨#BOUFUL pic.twitter.com/7E6D4oIiQt— Premier League (@premierleague) April 14, 2025 Á Spáni vann Atlético Madríd sigur á Valladolid eftir að lenda undir snemma leiks. Mamadou Sylla kom gestunum yfir með marki úr vítaspyrnu á 21. mínútu. Julián Alvarez jafnaði metin örfáum mínútum síðar, einnig með mark af vítapunktinum. Guiliano Simeone kom Atlético svo yfir ekki löngu síðar og staðan 2-1 í hálfleik. Javier Sanchez jafnaði hins vegar metin fyrir gestina í síðari hálfleik. Þegar tuttugu mínútur lifðu leiks fengu heimamenn annað víti. Aftur fór Alvarez á punktinn og aftur skoraði Argentínumaðurinn, hans 14. deildarmark á leiktíðinni. Grítalo, Giuli 🗣️#LaLigaHighlights pic.twitter.com/NquJ3i6Zom— Atlético de Madrid (@Atleti) April 14, 2025 Norðmaðurinn Alexander Sørloth bætti við fjórða marki heimaliðsins áður en leik lauk og lokatölur í Madríd 4-2. Sigurinn þýðir að Atl. Madríd er með 63 stig í 3. sæti, þremur minna en nágrannar sínir í Real Madríd og sjö minna en topplið Barcelona þegar sjö umferðir eru eftir.
Fótbolti Ítalski boltinn Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Fannst látinn inn á leikvanginum Sport Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Sjá meira