Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 15. apríl 2025 20:02 Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla. Spurning barst frá lesanda: „Ég er búinn að vera í sambandi í 3 ár með stelpu sem er jafn gömul og ég, hún vill bara stunda kynlíf í bol. Hvernig get ég hjálpað henni að verða öruggari með sig? Ég segi alltaf hún sé falleg en það virkar ekki,“- 25 ára karl. Að vera algjörlega nakin fyrir framan aðra í kynlífi getur verið stórt skref fyrir marga jafnvel þó við séum í langtímasambandi, upplifum öryggi og ást. Það er mikilvægt fyrir hana að heyra að þér finnist hún falleg og viljir styðja hana í því að njóta betur. Að lokum er það þó alltaf hennar ákvörðun hvort hún sé í bol eða ekki á meðan þið stundið kynlíf og það þarf ekki að vera að það taki frá unaði eða ánægju hennar. Haltu áfram að vera til staðar fyrir hana á vegferð hennar í átt að betri líkamsímynd. Líkamsímynd getur haft gífurleg áhrif á kynlíf. Rannsóknir sem skoða tengsl líkamsímyndar við kynheilbrigði hafa sýnt að þau sem eru með slaka líkamsímynd eru líklegri til að eiga í vanda með kynlöngun, fullnægingu, kynörvun auk þess að upplifa oftar sársauka í kynlífi. Þessir þættir gera það svo að verkum að ánægja með kynlíf er minni. Slæm líkamsímynd getur haft áhrif á kynlífið.Getty Fyrir konur er það gömul saga og ný að við séum stöðugt að reyna að breyta líkama okkar. Frá unga aldri hefur okkur verið kennt að vera óánægðar með líkama okkar. Við fáum þau skilaboð að við séum ekki nógu grannar, hávaxnar, mjaðmabreiðar eða ekki með nógu stóran rass. Það þarf að fjarlægja hár, fara í klippingu, passa að neglurnar séu vel hirtar og eiga réttu fötin. Það er auðvitað alveg bannað að eldast og það má alls ekki gleyma að brosa! En mín spurning er þessi.. Hvernig er hægt að upplifa unað í líkama sem við höfum lært að hata? Ef allur fókusinn okkar fer í að fela líkama okkar, svelta hann, breyta honum eða reyna að passa að vera í fötum sem láta hann líta út fyrir að vera öðruvísi en hann er þá er minna rými fyrir unað. Í heimi sem reynir stöðugt að selja okkur að fegurð sé rétt handan við hornið og það eina sem við þurfum að gera er að kaupa einn hlut í viðbót til að komast þangað, þá er mjög róttækt að taka sig í sátt og elska líkama sinn eins og hann er! Ef þú ert með slaka líkamsímynd hvet ég þig til að byrja að byggja upp nýtt samband við þinn líkama sem einkennist af sátt og frelsi frá ytri kröfum um útlit kvenna. Það getur verið gott að skoða hvaðan hugmyndir okkar um líkamsímynd koma og sjá hvort við getum ekki byggt upp nýtt og betra samband við okkar líkama.Getty En hvernig komumst við þangað? Skoðaðu hvaðan hugmyndir þínar um líkamsímynd koma. Eru þær byggðar á fjölmiðlum, samfélagsmiðlum, ummælum úr æsku eða samanburði við aðrar konur? Að gera sér grein fyrir uppruna þeirra getur dregið úr valdi þeirra. Byrjaðu á hlutlausri nálgun ef sjálfsást er of stórt skref. Að hugsa „þetta eru lærin mín, þau bera mig“ getur verið fyrsta skrefið í átt að meiri sátt, áður en við komum að ástinni. Gefðu líkamanum tíma og góðvild, frekar en skilyrði. „Ég ætla að elska líkama minn þegar hann er…“ getur breyst í „ég ætla að reyna að koma fram við hann eins og hann eigi skilið að vera öruggur og elskaður, núna.“ Ræddu þetta við vinkonur eða maka. Að opna á umræðuna með þeim sem þú treystir getur létt á skömminni og opnað fyrir nýja sýn. Það getur verið hjálplegt að segja upphátt hvernig þú vilt byrja að hugsa um líkama þinn. Forðastu að umkringja þig efni sem kyndir undir óöryggi. Hverjum fylgir þú á samfélagsmiðlum? Hvaða skilaboð færðu um líkama þinn úr umhverfi þínu? Þú mátt verja þig gegn neikvæðum skilaboðum sem gera ekki upp á milli ólíkra líkama. Hreyfðu þig út frá vellíðan ekki útliti. Hvað hreyfing veitir þér vellíðan? Notaðu hreyfingu til að ýta undir vellíðan í stað þess að horfa á hreyfingu sem refsingu eða leið til breyta líkamanum. Vertu óhrædd við að leita til fagaðila. Það getur tekið á að skoða hvað hefur mótað líkamsímynd þína og það getur verið miserfitt að vinda ofan af þeirri hegðun sem hefur sprottið fram í kjölfarið. Sálfræðingar eru með ýmis verkfæri sem eru hjálpleg í þessari vegferð. Að lokum minni ég á að margar góðar bækur hafa verið skrifaðar um líkamsímynd. Þessa dagana er ég að lesa Beauty Myth: How Images of Beauty Are Used Against Women, sem ég get svo sannarlega mælt með! Megi vegferð þín í átt að betri líkamsímynd vera frelsandi og megi það frelsi færa þér aukna vellíðan og unað! <3 Kynlífið með Aldísi Kynlíf Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Fleiri fréttir Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Sjá meira
Að vera algjörlega nakin fyrir framan aðra í kynlífi getur verið stórt skref fyrir marga jafnvel þó við séum í langtímasambandi, upplifum öryggi og ást. Það er mikilvægt fyrir hana að heyra að þér finnist hún falleg og viljir styðja hana í því að njóta betur. Að lokum er það þó alltaf hennar ákvörðun hvort hún sé í bol eða ekki á meðan þið stundið kynlíf og það þarf ekki að vera að það taki frá unaði eða ánægju hennar. Haltu áfram að vera til staðar fyrir hana á vegferð hennar í átt að betri líkamsímynd. Líkamsímynd getur haft gífurleg áhrif á kynlíf. Rannsóknir sem skoða tengsl líkamsímyndar við kynheilbrigði hafa sýnt að þau sem eru með slaka líkamsímynd eru líklegri til að eiga í vanda með kynlöngun, fullnægingu, kynörvun auk þess að upplifa oftar sársauka í kynlífi. Þessir þættir gera það svo að verkum að ánægja með kynlíf er minni. Slæm líkamsímynd getur haft áhrif á kynlífið.Getty Fyrir konur er það gömul saga og ný að við séum stöðugt að reyna að breyta líkama okkar. Frá unga aldri hefur okkur verið kennt að vera óánægðar með líkama okkar. Við fáum þau skilaboð að við séum ekki nógu grannar, hávaxnar, mjaðmabreiðar eða ekki með nógu stóran rass. Það þarf að fjarlægja hár, fara í klippingu, passa að neglurnar séu vel hirtar og eiga réttu fötin. Það er auðvitað alveg bannað að eldast og það má alls ekki gleyma að brosa! En mín spurning er þessi.. Hvernig er hægt að upplifa unað í líkama sem við höfum lært að hata? Ef allur fókusinn okkar fer í að fela líkama okkar, svelta hann, breyta honum eða reyna að passa að vera í fötum sem láta hann líta út fyrir að vera öðruvísi en hann er þá er minna rými fyrir unað. Í heimi sem reynir stöðugt að selja okkur að fegurð sé rétt handan við hornið og það eina sem við þurfum að gera er að kaupa einn hlut í viðbót til að komast þangað, þá er mjög róttækt að taka sig í sátt og elska líkama sinn eins og hann er! Ef þú ert með slaka líkamsímynd hvet ég þig til að byrja að byggja upp nýtt samband við þinn líkama sem einkennist af sátt og frelsi frá ytri kröfum um útlit kvenna. Það getur verið gott að skoða hvaðan hugmyndir okkar um líkamsímynd koma og sjá hvort við getum ekki byggt upp nýtt og betra samband við okkar líkama.Getty En hvernig komumst við þangað? Skoðaðu hvaðan hugmyndir þínar um líkamsímynd koma. Eru þær byggðar á fjölmiðlum, samfélagsmiðlum, ummælum úr æsku eða samanburði við aðrar konur? Að gera sér grein fyrir uppruna þeirra getur dregið úr valdi þeirra. Byrjaðu á hlutlausri nálgun ef sjálfsást er of stórt skref. Að hugsa „þetta eru lærin mín, þau bera mig“ getur verið fyrsta skrefið í átt að meiri sátt, áður en við komum að ástinni. Gefðu líkamanum tíma og góðvild, frekar en skilyrði. „Ég ætla að elska líkama minn þegar hann er…“ getur breyst í „ég ætla að reyna að koma fram við hann eins og hann eigi skilið að vera öruggur og elskaður, núna.“ Ræddu þetta við vinkonur eða maka. Að opna á umræðuna með þeim sem þú treystir getur létt á skömminni og opnað fyrir nýja sýn. Það getur verið hjálplegt að segja upphátt hvernig þú vilt byrja að hugsa um líkama þinn. Forðastu að umkringja þig efni sem kyndir undir óöryggi. Hverjum fylgir þú á samfélagsmiðlum? Hvaða skilaboð færðu um líkama þinn úr umhverfi þínu? Þú mátt verja þig gegn neikvæðum skilaboðum sem gera ekki upp á milli ólíkra líkama. Hreyfðu þig út frá vellíðan ekki útliti. Hvað hreyfing veitir þér vellíðan? Notaðu hreyfingu til að ýta undir vellíðan í stað þess að horfa á hreyfingu sem refsingu eða leið til breyta líkamanum. Vertu óhrædd við að leita til fagaðila. Það getur tekið á að skoða hvað hefur mótað líkamsímynd þína og það getur verið miserfitt að vinda ofan af þeirri hegðun sem hefur sprottið fram í kjölfarið. Sálfræðingar eru með ýmis verkfæri sem eru hjálpleg í þessari vegferð. Að lokum minni ég á að margar góðar bækur hafa verið skrifaðar um líkamsímynd. Þessa dagana er ég að lesa Beauty Myth: How Images of Beauty Are Used Against Women, sem ég get svo sannarlega mælt með! Megi vegferð þín í átt að betri líkamsímynd vera frelsandi og megi það frelsi færa þér aukna vellíðan og unað! <3
Kynlífið með Aldísi Kynlíf Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Fleiri fréttir Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Sjá meira